Gagnrýni eftir:
Never Say Never Again
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er andskotans þvæla frá upphafi til enda,og ég er viss um,að ef hann Ian Fleming sem skapaði Bond,myndi frétta af þessu,myndi hann snúa sér við í gröfinni.Ég meina það!Sean Connery átti að hafa vit á því að hafna þessu tilboði um að leika í þessari mynd,því að hún er,líkt og Highlander 2,svartur blettur á annars glæstum ferli hans.Þarna má sjá kynbombuna fyrrverandi Kim Basinger,og eina ástæðan fyrir því að hún hefur tekið hluverkið er sennilega sú að Connery var meðleikari hennar.Að ég tali nú ekki um hinn fína leikara Claus Maria Brandauer,sem greinilega reynir sitt besta til að halda gæðum myndarinnar uppi en árangurslaust.
ATH!Sean Connery átti sitt tímabil sem James Bond,á árunum 1962,63,64,65,67 og 71,og átti að sætta sig við það,en þess í stað datt honum í hug að reyna að vera ,,töffari áratugarins´´, í annað sinn(Sem er raunar ekki hægt nema fyrir kraftaverk),en hann Arnold Schwarzenegger hafði yfirtekið þann níunda með því einu að leika tortímingarvélmenni(The Terminator-1985).Sem betur fer mun þessi myn fyrnast og gleymast að mestu á næstu árum og áratugum,en ég held að hann Sean Connery verði sífellt í óútskýranlegri fýlu um ókomna tíð.
Arnar Þór Kristjánsson,Hveragerði