Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Fíaskó
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fíaskó er einföld og vel gerð mynd sem er laus við allan rembing. Svo sem engin stórmynd enda varla til þess ætlast. Sögurnar þrjár fléttast saman á skemmtilegan hátt. persónusköpunin er trúverðug og leikurinn sérlega góður. Guði sé lof fyrir að leitað var til atvinnuleikara! Sögurnar eru reyndar misjafnar að gæðum. Það kann að vera kostur, því 11 ára gamall sonur minn var ekki á sömu skoðun og ég um hvaða saga væri best. Samtölin þóttu mér vel skrifuð, sérstaklega í fyrstu sögunni þar sem eldra fólk notaði sannarlega sitt tungutak. Tökur og tæknivinna voru með besta móti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei