Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Reykjavík-Rotterdam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær spennumynd
Ég vil byrja á því að leiðrétta það sem Eysteinn segir í umfjöllun sinni um að það sé óraunhæft að fyrrverandi fangar fái vinnu hjá öryggisfyrirtæki, skilyrðin sem eru sett fram af því annars ágæta fyrirtæki eru þau að maður skili inn sakavottorði. Það skilyrði er sjaldnast innheimt og því er mjög auðvelt fyrir mann sem hefur setið inni að komast í vinnu þar. Það gæti þó verið að þeir grennslist eitthvað fyrir um starfsmenn eins og vel gæti hafa verið í myndinni þegar persóna Baltasars talar um að vinnan sé alltaf með eitthvað kjaftæði. Það gæti einnig verið útaf því að hver bíll er með staðsetningatæki tengt tetrakerfinu sem gefur upp staðsetningu á bílnum á skjá í höfuðstöðvum öryggismiðstöðvarinnar. Því er ekki hægt að vera eitthvað á rúntinum í persónulegum erindum án þess að slíkt komist upp.

Nema hvað, ég hef sjaldan verið jafn ótrúlega spenntur á íslenskri mynd. Þegar söguflétturnar fóru að vinda upp á sig fór maginn gjörsamlega á hvolf og fann ég svipaða tilfinningu þegar ég sá lögguna nálgast aðalsöguhetjuna og síðast þegar ég var stoppaður fyrir of hraðan akstur fyrir löngu síðan. Maður lifði sig hreinlega inn í myndina. Kaldur raunveruleiki myndarinnar er eitthvað sem maður hefur ekki séð í langan tíma hvorki í íslenskri né erlendri mynd.

Óskar gengur frá efninu á skemmtilegan hátt og þótti mér afar ánægjulegt að mér leiddist ekki eina mínútu meðan ég fylgdist með myndinni, málið er nefnilega að ég vinn í kvikmyndahúsi og á mjög auðvelt með að missa athyglina af leiðinlegum myndum og fara skoða límingar milli reela og tékka á sándinu. Það gerðist ekki í þessari mynd.

Allt í allt skotheld mynd, góðir leikarar, góð saga, leikstjórn í topp formi. Ekkert sem ég get sett útá.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AVP: Alien vs. Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mikið hefur breyst í Hollywood síðan Predator 2 var framleidd fyrir litlum 14 árum, endirinn á henni gaf augljóslega möguleika á framhaldsmynd og hafði ég hlakkað til þess dags sem ég gæti horft á Predator í þriðja sinn, enda mikill aðdáandi. Slatti hefur verið um svokallaðar Versus myndir undanfarið þar sem tveir erkifjandar mannkynsins slást uppá líf og dauða og má þar nefna til dæmis Freddy Vs Jason. Sú mynd var ágætis afþreying vegna þess að hún var hröð og haldið á léttu nótunum. AVP rembist hinsvegar eins og rjúpan við staurinn við að vera gáfuleg og svöl þessar 88 mínútur. Söguþráðurinn er auðvitað frekar einfaldur og settur bara til þess að skapa flott umhverfi sem bakgrunn fyrir allar tæknibrellurnar. Billjónamæringurinn Charles Bishop Weyland (Lance Henriksen) Hefur uppgötvað pýramída grafinn 600 metra undir ísnum á suðurskautslandinu sem gæti verið lykillinn af upphafi menningar á Jörðinni. Hann ræður hóp vísindamanna til að fara niður að pýramídanum og komast að því hver byggði hann og til hvers, óaðvitandi að bardagi milli tveggja erkióvina er að hefjast með slæmar afleiðingar fyrir mennina. Alien Vs Predator er forheimskandi mynd. Hver með fulla greind vill sjá handritshöfundin og leikstjórann taka ekki eina heldur tvær kvikmyndaseríur og gera lítið úr þeim á tæpum 90 mínútum. Kannski einhverjir 12 ára kanar sem þessi mynd er greinilega gerð fyrir. Aðrir ættu að spara peninginn og vera heima. Anderson stígur upp að pallborðinu með hræðilegan feril sem inniheldur slæmar myndir eins og Soldier, Mortal Kombat og Event Horizon. Greinilega þá hefur AVP ekki haft jafn hátt budget og Resident Evil því að myndin er stútfull af hlægilega lélegum hasar atriðum þar sem illa gerðir Predator búningarnir eru faldir með myrkri og þoku. Andlit Predatorana hefur líka verið endurhannað og lítur það enn verr út en í upprunalegu myndinni sem var gerð 1987. Kallast þetta þróun? Niðurstaða ekki sjá þessa mynd ef þú er aðdáandi seríanna tveggja. >>>>>>>>>>>>>SPOILERS Hér eru nokkur atriði sem útskýra af hverju þessi mynd er haugur af klaufdýrahlessingi 1. Það er ekki nauðsynlegt að koma fram við Sci-Fi aðdáendur eins og hálfvita. Það er engin ástæða til þess að útskýra hvert einasta smáatriði á 5 mínútna fresti (miklum tíma var eytt í myndinni í svoleiðis kjaftæði) Snemma í myndinni er útskýrt að árið 1904 hafi allir á hvalveiðistöðinni horfið sporlaust við mjög undarlegar aðstæður. Núna er árið 2004... aaahh það eru akkúrat hundrað ár síðan. Leikstjórinn er semsagt að segja að Predatorar og Aliens drápu allt fólkið. Ég þurfti enga frekari útskýringu á því eins og með þetta tímahjólsrugl... 2. Hver í fjandanum hannar sleða sem þarf aðgangs kóða til þess að hægt sé að nota hann sem er svo hægt að komast framhjá með því að lemja á neyðarhnapp. 3. Hvers vegna í fjáranum þarf fólk alltaf að vera snerta slímið sem Alienin skilja eftir sig á jörðinni? ahh kúkur, best að káfa aðeins á honum til þess að vera viss um hvað þetta sé Þessi umfjöllun var einnig sett inná WWW.HUGI.IS undir notendanafni mínu MrWhite
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Risky Business
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Risky Business kom út sama ár og ég fæddist 1983 svo það er óþarft að taka fram að ég sá hana ekki í bíó. Hinsvegar tók ég hana á DVD fyrir stuttu síðan og fannst hún bara prýðileg skemmtun. Sagan gengur útá það að foreldrar Joel Goodson (Cruise) eru að fara út úr bænum og Joel ákveður að fara smá rúnt á Porsche föður síns. Að sjálfsögðu lendir hann í klandri með bílinn og þarfnast peninga til viðgerðarinnar og það fljótt. Flókin ráðagerð þróast í að koma upp pútnahúsi á heimili foreldra hans og með hjálp skækjunnar Lönu og vinkvenna hennar fær Joel tækifæri á að laga bíl föður síns og hjálpa vinum sínum að missa sveindóminn. Risky Business er mjög snjöll og skemmtileg gamanmynd á hærra plani en flestar gamanmyndir níunda áratugarins. Handritshöfundi og leikstjóra Paul Brickman tekst það ótrúlega, hann notar vitsmuni og stíl til að segja sögu sem leit að öllum líkindum ekki merkilega út á blaði. Joe Pantoliano er óborganlegur sem melludólgurinn Guido sem læsir hornum við Cruise. 3 stjörnur af 5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei