Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði nokkrar væntingar til þessarar myndar. Hún hafði verið að fá góða dóma, með frábærum leikurum og ekki spillti að það var sagt að hún væri svona cross á milli Silence Of The Lambs og Seven ( báðar snilldar myndir ). En mér til mikilla vonbrigða stóðst hún væntingar mínar engan veginn.Hún byrjaði ágætlega, Pierre Niéman ( Jean Reno ) er fenginn til þess að rannsaka morð í litlum bæ. Á nánast sama tíma er Max Kerkérian ( Vincent Cassel ) að rannsaka vanhelgun á grafreit stúlku sem dó fyrir u.þ.b 20 árum. Leiðir þeirra liggja svo saman ( málin tengjast einnig ) og byrja þeir að rannsaka þetta vel og vandlega, og komast þeir síðan að dularfullri ráðgátu. Myndin er mjög hröð á köflum, vel tekin og umfram allt nokkuð vel leikin. Umhverfið var flott ( enda í frönsku ölpunum marr ), en getur ekki verið, myndin breytist allt í einu í einhvað kjaftæði. Bardagaatriði sem minna á Crouching Tiger Hidden Dragon koma allt í einu, ég meina harðsoðin kung-fu atriði, hvað í fjandanum eru þau að gera þarna? Ég meina, ha??? Ég ætlaði bara að fara hlægja að allri þessari vitleysu, gaurinn er að kýla og sparka í einhverja franska ný-nasista, ppffff. Og síðan voru svo mikið af líkum og limlestu fólki að það hætti að vera ógeðslegt, það varð bara hlægilegt. Blóðið og allt það var bara yfirdrifið, manni varð bara alveg sama. Og síðan var endirinn aðeins of mikið rugl, og myndin var einnig aðeins of fyrirsjáanleg. Frekar léleg mynd, en þó er vel hægt að horfa á hana ef maarr hefur ekkert að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard with a Vengeance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þriðja myndin í seríunni er alls ekki mikið síðri en hinar, hasarmyndir verða ekki mikið betri en þessi. Stór sprengja springur í New York borg, og veldur miklu tjóni. Maðurinn bakvið lætin hringir í lögregluna og vill fá McClaine í málið ( sem er nú í fríi ). McClaine, hálftimbraður, og í hlýrabol með bjórblettum ( og ælu ) á, er vakinn upp og sendur aftur í starfið. Sprengjumaðurinn vill að McClaine geri ýmis verkefni fyrir sig, annars sprengi hann aðra sprengju, og þá byrjar hasarinn. Það verður að segjast að þessi mynd er magnþrunginn! Jafnvel enn skemmtilegri en hinar, og ekki er minni hasar í þessari, það má segja að þessi sé eins og rússíbanaferð. Og svo sakar það ekki að hinn stórskemmtilegi leikari Samuel L. Jackson er við hlið Willis í stóru hlutverki. Frábær mynd, og frábær endir ( vonandi ) á geðveikri seríu!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Framhald fyrstu myndarinnar er ekki mikið síðri. Nú er McClaine staddur á flugvelli að bíða eftir konu sinni þegar lætin byrja. Hryðjuverkamenn taka yfir stjórnkerfi flugvallarins og hóta öllu illu ef ekki verður farið eftir fyrirskipunum þeirra, og enn og aftur tekur McClaine málið í sínar hendur. Ekki er minni hasar í þessari, enda er þetta nú framhald. Gífurlega flottar sprengingar, stórskemmtileg atriði, og mikið af skotbardögum. Frábær mynd sem ég mæli fullkomlega með!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórkostleg mynd þar sem Bruce Willis fer á kostum sem lögreglumaðurinn John McClaine, sem berst við hryðjuverkamenn í háhýsi í L.A. John McClaine kemur alla leiðina frá New York til að vera hjá konu sinni, og börnum yfir jólin í Los Angeles. Hann mætir í Nakatomi bygginguna til þess að hitta sína ástkæru eiginkonu í jólaboði. Ekki gekk það of vel og þau rífast sitthvað. En nánast á sömu stundu ráðast bannvænir hryðjuverkamenn í bygginguna og taka alla í gíslingu. McClaine nær að fela sig og ákveður að gera eikkhvað í málinu. Þetta er ALVÖRU hasarmynd! Engin rosaleg væmni, McClaine er ekkert ChuckNorrisVanDammeofurmenni, tiplar á tánum, allur í blóði og sárum. Fyrirmynd allra hasarmynda, og algjör must see.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator 2: Judgment Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alvöru hasarmyndaræma! Þetta er einhver besta hasarmynd allra tíma, og ein af betri myndum sem til eru. Og þar að auki eitt besta framhald allra tíma ( með Godfather pt.2 ). Arnold Schwarzenegger snýr aftur sem einn kúlaðasti karakter allra tíma í einni svölustu hasarmynd allra tíma. Já drengir og stúlkur þetta er alvöru mynd! Nú er Sara Connor búin að eignast drenginn sem átti aldrei að verða til, en dvelur nú á geðveikrarhúsi út af kenningum hennar um framtíðina. En og aftur er T-800 ( Schwarzenegger ) sendur aftur í fortíðina en í þetta skipti er takmarkið ekki að drepa Söru Connor, nei nú á hann að vernda son hennar sem hann átti að drepa í fyrstu. Því að nýtt módel, T-1000 var sent aftur til baka í fortíðina, til að klára upprunalega verk Schwarzeneggers. Þessa er hægt að horfa á aftur og aftur, endalaus hraði, skemmtun, hasar, góð persónusköpun, ótrúlegar tæknibrellur, og ja bara fyrsta flokks leikstjórn. En ef það er hægt að setja eitthvað út á þessa þá er það líklega það að myndin er ekki jafn myrk og hin, og andrúmsloftið ekki það sama ( þó það verði geðveikt á köflum ). Tæknibrellurnar eru hreint ótrúlegar og það er hreinlega ekki hægt að trúa því að þetta hafi verið hægt á þessum tíma. Klárlega ein svalasta mynd allra tíma!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Terminator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það má með sönnu segja að þessi hafi komið James Cameron á stjörnuhimininn í Hollywood, enda engin furða. Þetta er algjör klassík! Ein af betri spennumyndum sem nokkurn tíman hafa komið út. Myndin fjallar um konu að nafni Sarah Connor, þessi kona hefur enga hugmynd um hvað sé að gerast þegar maður myrðir vinkonu hennar, og reynir svo að myrða hana sjálfa. Þetta er ekki allt! Annar undarlegur maður bjargar henni frá frá dauðsfalli, og segir henni jafnframt að hann sé frá framtíðinni og sé hér til að vernda hana frá bannvænnri vél ( Tortímandinn ), sem var einnig send frá framtíðinni, en þó aðeins til að myrða Söru Connor. Ástæða? Jú þessi kona mun innan fárra ára eignast son sem mun leiða her manna í framtíðinni gegn vélmennum. Brátt mun Sara Connor ganga í gegnum meiri hasar en henni hefði nokkurn tíman dreymt um!

Þetta er stórkostlegur tryllir, og djöfulli er Schwarzenegger svalur. Aðrir leikarar standa sig einnig vel, þó nokkrir hafi verið frekar lame. Hasarinn í myndinni er hreint úr sagt geðveikur ( þó hann sé ekki alveg jafn geðveikur og í T2 )! Ég mun seint gleyma atriðinu á lögreglustöðinni, og í byssubúðinni. En ef það er einhver setning sem ég mun aldrei gleyma þá hlýtur það að vera þessi I´ll be back. Sem sagt er þetta stórkostleg mynd sem hefur allt það að geyma sem góð mynd þarf!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef aldrei skilið afhverju George Lucas þurfti að byrja á þessu Episode dæmi. Afhverju gat hann ekki bara látið þetta vera? Líklega út af peningum! En allavega ég var ekkert allt of spenntur fyrir myndinni en ég fékk þó svona rush tilfinningu þegarhugari hringdi í mig og bauð mér á myndina. Jibbs ég fór á forsýningu sem síminn stóð fyrir. Ég og þrír aðrir gaurar mættum í Smárabíó, svona 20 min í 20:00. Það var strax byrjuð að myndast stór biðröð og ja...maarr mátti þakka fyrir að ná góðum sætum. Myndin byrjaði með látum, reynt er að myrða Padmé ( Natalie Portman ) en sem betur fer ( well, hún var frekar óþólandi þegar leið á myndina þannig að...) sleppur hún ómeidd. Svo fylgjumst við með Anakin og Obi-Wan elta einhverja kellingu í tíma og ótíma. Þeir ná henni, hún er drepin, Amidala þarf að fela sig með Anakin, Obi-Wan eltir Jango Fett, Amidala og Anakin verða ástfangin...og svo gengur þetta áfram og áfram, áfram og áfram. Mér er illa við að segja þetta en...AOTC er ekki stórt skref upp á við ( frá Episode 1 ). Í rauninni er hún virkilega léleg. Það er frekar ótrúlegt að Lucas hafi klúðrað þessu svona illilega. Episode 2 hafði alla möguleika á að vera algjör snilld en því miður klúðra Lucas og menn hans þessu öllu saman. Hvar er gamli Star Wars fílíngurinn,spyr ég? Mér leið eins og ég væri að horfa á flottan tölvuleik. Í fyrsta lagi er handritið einn stærsti galli myndarinnar. Það er eins og Lucas geti hreinlega ekki skrifað handrit lengur. Karakterarnir fara með verstu línur sem heyrst hafa síðan Pearl Harbor var í bíói! Í öðru lagi eru leikararnir hreint útsagt HÖRMULEGIR! Ég skil ekki hvernig frábærir leikarar eins og Samuel L. Jackson og Christopher Lee gátu sóað sínum leikhæfileikum fyrir svona drasl. Og jafnvel hæfileikum Ewan McGregor´s er sóað illilega hér. Og svo vil ég spyrja hvernig í fjandanum gat Natalie Portman sem byrjaði feril sinn í meistaraverkinun Leon, klúðrað feril sínum svona illilega. Hayden Christensen er auðvitað einn stór brandari frá upphafi ( hvernig getur krakkinn verið svona tilgerðarlegur? ), ég meina gaurinn minnti mig á Paul Walker ( LOL )! Og hver réð Temuera Morrison í hlutverk Jango Fett? Jango Fett er gerður að hálfgerðum lúða ( þegar hann átti að vera über nasty ) í myndinni. Og littli krakkinn sem var alltaf með honunm...LOL!!! Það er ekkert asnalegra heldur en að sjá 10 ( jafnvel yngri ) ára krakka stjórna geimskipi! Rómantíkin í myndinni minnir á dramatísku atriðin í Glæstum Vonum ( sjónvarpsþáttur á stöð2 )! Að horfa á Anakin tjá Padmé ást sína er eins og að horfa á vélmenni gráta. Og þegar maarr átti að finna fyrir tilfinningum í myndinni, þá var það aftur eins og að horfa á vélmenni gráta. Og ekki bætir það að myndin er grútleiðinleg, mér fannst öll myndin vera eitt 143 mínútna kynningarmyndband fyrir flottan tölvuleik. Og líklega það versta við alla myndina var það að við fundum ekki fyrir neinum tilfinningum fyrir aðal karakterana og framv. Tökum til dæmis þegar Anakin finnur móður sína látna, einmitt það atriði hefði átt að vera eitthvað líkt því sem við sáum í LOTR:FOTR en í staðinn er þetta aftur eins og að horfa á vélmenni gráta. Þegar það var reynt að myrða Padmé, þá hefðum við átt að finna fyrir einhverri spennu en...eins og áður, ekkert gerist. Myndin var algjörlega tilfinningaheft. Aldrei ( já aldrei ) fann ég fyrir spennu eða samúð með karakterunum. Ég verð þó að segja að síðustu 30 mínúturnar björguðu myndinni frá glötun. Þær voru fokkin magnaðar! Ég meina að sjá Yoda með geislasverð er STÓRKOSTLEGT!!! Atriðið þegar Yoda berst við Count Dooku fer í hóp bestu atriða kvikmyndasögunnar. Það er hreinlega ekki hægt að lýsa Yoda-geislasverð atriðinu. Ég meina funkadelic funkmasta! Yoda hreinlega á myndina. Síðan var líka magnað að sjá róbóta-herinn í enda myndarinnar. Fyrir utan lokakaflann ( síðustu 30 mínúturnar ) er þessi mynd algjör hörmung. En nú er bara að bíða eftir Episode 3 ( sem ég bind mestar vonir við ).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crouching Tiger Hidden Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Crouching Tiger Hidden Dragon eða bara eins og hún heitir á frummálinu Wu hu zang long var sýnd hér á landi á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur fyrir nokkru, og frumsýnd hér eitthvað seinna. Þetta er einhver besta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð, og ég trúi því bara ekki að ég hafi gleymt að setja þessa á topp10 listann minn!Hún er í 27 sæti yfir bestu kvikmyndir allra tíma á imdb ( hún er með 8.6 í meðaleinkunn ) og það ekki að ástæðulausu. Þessi ótrúlega kvikmynd Ang Lee´s hefur allt það sem góð kvikmynd þarfnast, persónusköpun, spennu, frábæran leik, slatta af dramatík, fáar sem engar klisjur, frábær bardagaatriði, og ótrúlega fallegt og flott umhverfi. Hún fjallar um tvo kínverska hermennn Li Mu Bai ( Chow Yun-Fat ) og Yu Shu Lien ( Bondgellan, Michelle Yeoh ) sem leita af 400 ára gömlu sverði, Grænu Auðnunnar sem hafði verið stolið úr geymslu, sem og Li Mu Bai berst við erkifjanda sinn Jade Fox, sem eitt sinn hafði drepið meistara Bai´s. Inn í það blandast unglingsstúlka sem kann sitthvað í bardögum, og fylgst er með ævintýum hennar. Þetta er hreint útsagt stórkostleg og töfrandi kvikmynd, með stórkostlegum bardagaatriðum, og hjálpar það andrúmsloftinu að það er enga ensku að finna hér, aðeins kínversku ( enda á hún að gerast í Kína fyrr á öldum ). Ef ég er ekki á einhverju þá er myndin ( samkvænt mínum skilningi ) byggð á kínverskum goðsögnum sem áttu að geta ögrað þyngdaraflinu með ýmsum loftfimleikum. Chow Yun Fat sem sást hér fyrir allmörgum árum aðallega í Hong Kong hasarmyndum hans John Woo´s, bregður sér hér frá Hollywood hasarmyndum, og gerir mjög vel hér. Einnig er Michelle Yoeh mjög góð sem Shu Lien, og ja allir í myndinni eru mjög sannfærandi, þannig að leikurinn fær A+ hjá mér. Svo er tæknilega hliðin einnig fullkomin, stórkostleg bardagaatriði sem að mínu mati slá út öll atriðin í The Matrix. Leikstjórnin er frábær, enda er hann Ang Lee ( sem mun næst leikstýra The Hulk ) engin aukvissi á því borði. Allt umhverfi er stórkostlegt, og landslagið í Kína mjög flott. Þegar allt er tekið til alls er þetta bæði heillandi og töfrandi mynd sem á skilið hrós hvar sem er, mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn ættu að horfa á, jafnvel mörgu sinnum. Án efa mestaraverk!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta kalla ég drasl! Resident Evil er einhver ömurlegasta, misheppnaðasta og heimskulegasta mynd sem ég veit um ( hún er þó ekki jafn léleg og The Fast & the Furious og The ONe en kemst þó nokkuð nálgæt því ). Leikararnir er hægilega lélegir, zombíarnir eru hlægilegir, tæknibrellurnar er hlægilegar og ja...myndin sjálf hlægilega léleg! Alls ekki sjá þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raging Bull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Raging Bull fékk afleita dóma ( í Bandaríkjunum ) í fyrstu, og flestir gagnrýnendur voru meira hrifnir af frammistöðu De Niro´s í myndinni, heldur en myndinni sjálfri. En þó með tímanum hefur myndin verið kölluð ein besta kvikmynd allra tíma, og var meðal annars á topp 10 lista gagnrýnenda yfir bestu kvikmyndir allra tíma og hefur verið kölluð besta kvikmynd níunda áratugarins. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna árið 1981-besta mynd, besti leikstjóri ( Martin Scorsese ), besti leikari í aðalhlutverki ( Robert De Niro ), besti leikari í aukahlutverki ( Joe Pesci ), besta leikkona í aukahlutverki ( Cathy Moriarty ). Einnig var hún tilnefnd fyrir kvikmyndatöku, hljóð og klippingu. Hún hlaut þó aðeins tvo óskara, besti leikari í aðalhlutverki ( Robert De Niro ) og besta klipping. Jake La Motta ( a.k.a The Bronx Bull ) var fyrsti boxari í heiminum til þess að sigra Sugar Ray Robinson. Eftir það lá leiðin að heimsmeistaratitlinum. En boxhringurinn var ekki eini vígvöllur La Motta´s. Myndin rekur sögu hans frá árunum 1941-1946. Í fyrsta lagi vil ég hrósa leikurunum fyrir sín hlutverk. Robert De Niro hefur ALDREI verið betri. Maðurinn sýndi þarna frammistöðu lífs síns, og jafnvel eina bestu frammistöðu sem sést hefur í kvikmynd. Það er hreinlega ótrúlegt að sjá manninn leika. Hann gefur þessu óstjórnanlega skrýmsli þvílík skil, að maarr hefur bara ekki séð svona áður. Venjulega myndi manni vera nákvæmlega sama um fólk eins og Jake La Motta, en þegar hann er fastur í fangelsisklefanum grátandi, þá getur maarr ekki annað en vorkennt honum og í leiðinni er það atriði óþægilegt og frekar ógeðslegt, en ekki út af ofbeldinu heldur vegna þess að við getum ekki annað en spurt okkur sjálf, hvað skilgreinir hann frá okkur. Joe Pesci leikur bróður Jake´s, og er hreint útsagt stórkostlegur en fellur þó í skuggann af De Niro. Það sama má segja um Cathy Moriarty sem leikur eiginkonu Jake´s. Kvikmyndatakan er mjög sérstök og flott ( sérstaklega í box-atriðunum ). Myndin sjálf er svört-hvít, og gefur henni sérstakan blæ sem erfitt er að útskýra. Leikstjórnin er fullkominn, og í rauninni er það algjör skandall að hann Scorsese hafi ekki unnið óskarinn fyrir vikið. Boxatriðin er mjög flott og blóðug ( eitt atriði er ein mesta snilld sem sést hefur ). Allt annað er til fyrirmyndar, og ég held að það sé nú frekar erfitt að finna veikan blett á Raging Bull. Allt í allt er þetta hin fullkomna kvikmynd, sem hefur náð að festa sig í sessi sem ein merkasta og besta kvikmynd níunda áratugarins, og jafnframt sem ein besta kvikmynd allra tíma.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
We Were Soldiers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ljósin slökknuðu, myndin byrjaði! WTF??? Þetta er eitthver versta áróðursmynd sem ég hef séð. Kanaþvæla! Þjóðrembingurinn er svo mikill að ég fór í hláturskast á köflum. Línurnar sem leikararnir fara með eru svo cheesy að...ég hreinlega veit ekki hvað. We Were Soldiers er eitthver versta stríðsmynd sem komið hefur út. En nóg um þetta í bili! We Were Soldiers fjallar um hermanninn Hal Moore ( Mel Gibson ) sem leiðir 400 hermenn í dauðadalinn þar sem þeir berjast stanslaust í þrjá daga við Víetnama. Þetta er talin vera ein blóðugusta orustan í Víetnam stríðinu. Þarna sit ég í bíósalnum, horfandi á bandaríkjamenn drepa óvini sína eins og ekkert sé að. Við sjáum þúsundir af Víetnömum drepna, en aðeins NOKKRA bandaríkjamenn drepna ( og þeir deyja allir í slow-motion, og segja við næsta mann að hann elski fjölskyldu sína ). Ég meina wtf??? Þessi mynd er ein stór klisja. Maðurinn sem er á bakvið þetta allt heitir Randall Wallace og á skilið að deyja. Það er HANN sem skrifaði handritið af PEARL HARBOR, það er HANN sem skrifaði handritið af THE MAN IN THE IRON MASK, það er HANN sem leikstýrir WWS og það er HANN sem skrifaði handritið af WWS. Handritið er líklegast eitt það versta sem skrifað hefur verið ( ok, kannski ekki það VERSTA en þó nokkuð nálægt því ). Var hann með fullu viti þegar hann skrifaði þessa ræpu? Þjóðrembingurinn í myndinni er svo fokkin mikill að ég er hreinlega byrjaður að HATA bandaríkin. Bandaríski áróðurinn er svo mikill að jafnvel Víetnamar virða bandaríkin í endanum. Einn víetnamskur gaur sér bandaríska fánann, tekur hann upp og í stað þess að henda honum byrjar hann að röfla um það að bandaríkin séu frábær ( hver elskar ekki USA? ) og setur fánann aftur á sinn stað! HA????? Leikararnir í myndinni eru vægast sagt hræðilegir. Mel Gibson hefur aldrei verið lélegri, ég hló í hvert einasta skipti þegar hann ætlaði að segja eitthvað um þá sem dóu í stríðinu. Barry Pepper var virkilega væminn í sinni rullu og Madeline Stowe var hræðilega og minnti mig alltof mikið á helvítis Penolopeblesesefes CruzZZZ. Nú er komið að Lúsífer sjálfum....fokkin Chris Klein. Þess maður er mesta belja sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Ég hata þennan andskota, hann á skilið að brenna í helvíti!!! Sem betur fer deyr hann í myndinni! Sam Elliott var þó eini leikarinn sem þarf ekki að skammast sín. We Were Soldiers er alversta stríðsmynd sem til er. Myndin reynir að ná til manns tilfinningalega séð en það misheppnast eins og allt annað í þessu bannsetta rugli. Ég meina, átti ég að gráta þegar eiginkonurnar voru grátandi eftir að hafa fengið bréfin sín? Ég hló á köflum. Við sáum bandaríkjamenn droppa napalm sprengjum á víetnamska hermenn. Við sáum þá brenna hratt. En svo sprungu nokkrar sprengjur við bandarísku ofurhetjurnar okkar. Við sáum þá deyja í slow-motion á meðan ofur-dramatísk tónlist var spiluð undir. Við sáum t.d. aldrei víetnama deyja í slow-motion. Þegar víetnamar voru drepnir, þá var það allt í lagi. En þegar saklausir bandaríkjamenn dóu, þá fór allur heimurinn til helvítis. Ég sá jafnvel rasisma í myndinni. Línurnar í myndinni eru þær fyndustu sem ég hef orðið vitni af! Tell my family that i love them ...tell my wife and kids that i love them...im glad to die for america...Alltaf þegar kanarnir dóu þá fóru þeir með þessar línur.


We Were Soldiers, árróðursmynd fyrir stolta bandaríkjamenn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eg varð fyrir þvílíkum vonbrigðum með Blade 2. Þetta er án efa einhver heimskulegasta vampýrumynd allra tíma ( fyrir utan fjandans Leslie Nielsen myndina! ). Það er enginn ástæða til að fara yfir söguþráðinn ( ég er viss um að flestir viti um hvað myndin fjallar um=Blóð, Blade, lélegir leikarar, blóð, engin persónusköpun, þreytandi og ofnotaðan hasar, cheesy línur, mjög lélegt handrit...you get the point... ).


Leikurinn í myndinni er hryllilega lélegur. Það er eins og flestir leikararnir séu að reyna toppa hvorn annan í að vera lélegur. Ron Perlman var hryllilega ömurlegur í sínu hlutverki ( átti hann að vera ógnandi? ), Leonor Varela ( kellingin ) var hreint útsagt fáranlega tilgerðarleg. Norman Reedus var og er hræðilega lélegur leikari og sýnir og sannar það með þessari mynd. Wesley Snipes getur verið skemmtilegur á köflum sem Blade en hann tekur hlutverki sitt aðeins of alvarlega. Allt bloodpackið ( inniheldur fyrrnefndu kellinguna ) var ömurlega fyndið þegar það átti að vera röff, töff og mean! Sá eini sem var góður var Kris Kristofferson.


Tónlistin var ÖMURLEG. Hvenær ætlar fólk að skilja að það er ekki gaman að horfa á bardagaatriði með teknó-tónlist? Og talandi um bardagaatriði, bardagaatriðin í Blade 2 eru ömurleg!!! Ég hef séð öll þessi atriði áður í öðrum og betri myndum. Það er eins og Blade 2 gangi út á það að stela úr öðrum myndum.


Tæknibrellurnar eru virkilega lélegar. Myndin er svo mikið cgi-uð að það hún verður hreinlega leiðinleg á köflum. Handritið er einhver mesta þvæla sem ég veit um. Línurnar sem leikararnir fara með eru hörmulega fyndnar ( ATH. þær eiga ekki að vera það ). Og djöfulli er handritið götótt! Er það bara ég eða var það sagt afhverju Whistler var haldið á lífi? Algjörlega fáranlegt. Það eina kúlaða við myndina eru þessar nýju vampýrur ''Reapers''. Þær eru svo úber að maarr nennnir hreinlega ekki lengur að horfa á Blade drepa venjulegar og aulalegar vampýrur. Maarr vill alltaf sjá meira af reaperunum.


Allt í allt er þetta hrikalega léleg mynd sem á sem á aðeins skilið hálfa stjörnu fyrir reaperana!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chinatown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ógleymanleg atriði einkenna þetta stórkostlega meistarastykki. Myndin hlaut á sínum tíma 11 óskarsverðlaunatilnefningar, og það ekki af ástæðulausu ( taka skal fram að myndin hlaut þó aðeins 1 stykki Óskar ). Chinatown segir sögu einkaspæjarans Jake Gittes sem er blekktur af konu sem þykist vera eiginkona þekkts manns ( Hollis Mulwray-Darrel Zwerling ) í LA. Gittes tekur að sér mál um að njósna um þennan mann ( Hollis ). Smám saman leiðist þetta út í spillingum morð, landeignir og aðra skemmtilega hluti. Chinatown er ein af þeim fáu Film-Noir myndum sem eru í lit. Sagt er að leikstjórinn ( Roman Polanski ) hafi viljað prufa einhvað nýtt og líka ( þótt fáranlegt sé ) að svart/hvítar myndir voru út úr tísku á tímabilinu sem myndin var gerð.Myndin er stútfull af plot-tvistum og þarfnast 100 prósent athygli manns allan tímann. Nú, leikurinn er stórfenglegur. Jack Nicholson fór á kostum sem Jake Gittes og var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir vikið. Faye Dunaway fór einnig á kostum og var einnig tilnefnd til óskarsverðlauna. Svo má ekki gleyma John Huston sem fór á kostum sem Noah Cross. Leikstjóri myndarinnar, Roman Polanski gerði hér sína bestu mynd og var eins og fyrrnefndir leikarar einnig tilnefndur til óskarsverðlauna ( fyrir leikstjórn ). Andrúmsloftið í myndinni er magnað, manni virkilega líður eins og maar sé staddur í myndinni. Allt í allt er þetta stórkostlegt meistarastykki sem á allt gott skilið. Tvímælalaust ein af bestu myndum allra tíma!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Frighteners
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fjallar í stuttu máli um Frank Bannister ( Michael J. Fox ) sem kallar sig paranormal investigator, hefur þá hæfileika að geta séð dáið fólk og talað við það eftir bílslys sem hann lenti í. Hann vinnur semsagt við það að losa fólk við drauga, en auvitað er hann í samstarfi við draugana, draugarnir hræða fólkið og hann kemur og rukkar fé fyrir návist sína, hin sæmilegasta vinna!En í þessum litla bæ sem myndin gerist í hafa orðið mörg óvenjuleg dauðsföll undanfarið. Fórnarlömbin sýnast fá hjartaáfall, en við krufningu kemur annað í ljós, það er eins og hjarta fórnarlambanna hafi verið kramið. Og fyrst að Banner getur séð the living dead reynir hann að komast í drullugan botninn af þessum málum, en á meðan er hann eftirlýstur fyrir morð, þrír flippaðir draugar fylgja honum hvert fótspor og hjálpa honum, einhver úber klikkuð kelling læsir dóttur sína inni í húsi sínu og talar um að hún sé anti-kræstur eða eikkhvað álíka, og svo blandast kona ein inn í þetta, og hálfklikkaður lögreglumaður sem hræðist kvenfólk sem öskrar. Myndin er verulega klikkuð og skrýtin, en þó skilst mér að hún sé ekki jafn blóðug og fyrri myndir Jackson´s, þó slatti af ofbeldi sé í henni. Leikurinn er ágætur hjá flestum, myndatakan er mjög flott ( eins og oftast í myndum Jackson´s ), og handritið óvenju gott ( miðað við að þetta sé grín-horror mynd ), og myndin frekar spúkí á köflum. Ágætis mynd sem er vel þess virði að kíkja á einhvern dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
From Hell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

From Hell heitir nýjasta mynd Hughes bræðra og fjallar um rannsóknina á einum frægustu morðmálum allra tíma. Jack the Ripper, eða Kobbi Kviðrista var talinn hafa myrt fimm gleðikonur á a.m.k tíu vikna tímabili í London, árið 1888, en þrátt fyrir mikla leit náðist hann aldrei. Myndin ere víst byggð á sammnefndri skáldsögu, sem varð víst nokkuð vinsæld og vakti nýja hlið á málinu. Leikstjórarnir Allen Hughes og Albert Hughes hafa áður fyrr gert þrjár kvikmyndir, Menace to Society ( 1993 ), Dead Presidents ( 1995 ), og heimildarmyndina American Pimp ( 1999 ). Allar myndirnar ( veit samt ekki alveg um American Pimp ) hafa fjallað um blökkumenn í gettóinu, og hafa víst gefið nokkuð sannfærandi mynd af lífi þeirra. Fjórða myndin ( From Hell ) er þó nokkuð frábrugðin fyrri myndum þeirra bræðra, en þó ekki. Allar gerast í fátækrahverfum, en þó er þessi aðeins með hvítum leikurum. Í helstu aðalhlutverkum eru Johnny Depp, Heather Graham, Ian Holm, og Robbie Coltrane. Johnny Depp leikur lögregluforingjann Frederick Abberline sem hefur verið falið rannsókn á morðmálunum. Abberline þessi hefur þó sérstakann hæfileika, hann getur séð hluti fyrir sér, og þá reynist það hjálpsamlegt í þessum dularfullu málum. Hann kynnist fljótt vændiskonunni Mary Kelly ( Heather Graham ) sem hafði þá átt í vinasambandi við nokkur fórnarlömb. Smám saman fella þau hug og hjörtu saman, en það er eins og Kobbi leggist aðeins á ákveðinn vinahóp, sem Mary Kelly tilheyrir, og hver veit ef hún er næst? Þið lesendur þurfið að ganga í gegnum myndina til að komast að því. Fyrst af öllu er myndin ótrúlega flott. Sviðsetningin er hreint útsagt stórkostleg, þið verðið bara að sjá þetta. Svo er leikurinn líka í hágæðaflokki, flest allir eru frábærir í hlutverkum sínum, sérstaklega var Johnny Depp frábær, og náði geðveikum hreim í hlutverki sínu. Svo voru Ian Holm og Robbie Coltrane einnig mjög góðir í sínum rullum. Handritið er nokkuð gott, myndatakan er til fyrirmyndar, og var ég búinn að minnast á sviðsmyndirnar?

Myndin er mjög blóðug, og minnir á hinar örgustu splatter myndir. Klám, ofbeldi, blóðsúthellingar, þið finnið nóg af þeim hér, og vil ég minna fólk á að líta aðeins á dvd diskinn þegar hann kemur. Því þar er að finna allt efnið sem kvikmyndareftirlitið hefði aldrei leyft. Andrúmsloftið í myndinni er geðveikt, og má lýsa myndinni sem hryllingsmynd. Samt er myndin ekki fullkomin og má finna nóg af göllum ef maður leitar en það er ekkert gaman að fara yfir þá svo að ég sleppi því bara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sexy Beast
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sexy Beast fjallar um náunga að nafni Gal ( Ray Winston ), sem er fyrrverandi þjófur og dvelur nú á Spáni í lúxusíbúð, og er hættur allri sóðavinnu. En það breytist allt þegar hálf geðveikur gæpamaður að nafni Don Logan ( Ben Kingsley ) kemur heim til hans, og bíður honum eitt en starf. Kona Gal´s fer á flipp út af þessu og Gal stendur við sitt og segir honum að hann sé sestur í helgan stein. Þessu tekur Logan illa og hótar Gal öllu illu. En hann Gal stendur sem fastast á sínu og mun ekki breyta til. Hinn geðilli Don Logan snýr aftur heim en er rekinn úr flugvél sinni þegar hann neitar að slökkva í sígarettu sem hann hafði kveikt í. Í geðveikis kasti tekur hann leigubíl til baka að íbúð Gal´s, og ætlar að drepa hann. Það tekst þó illa, og er Logan sjálfur myrtur grimmdarlega. En út af dauða Logan´s heldur Gal til London og tekur þátt í ráninu. Hann segir að Gal hafi hringt í sig frá Bretlandi, og sagt að allt væri í lagi. En þessu trúir maðurinn á bakvið ránið ekki alveg. Í fyrsta lagi er leikurinn í hæsta gæðaflokki, og stendur hann Ben Kingsley sig ótrúlega. Hann leikur hinn snarbilaða Don Logan meistaralega, og á skilið óskar fyrir þessa frábæru takta sem hann sýndi, hann leikur klárlega eina af eftirminnilegustu persónum sem ég hef séð. Svo var Ray Winston frábær sem Gal, og einnig voru Amanda Redman, Cavan Kendall og Ian McShane mjög góð. Kvikmyndatakan var mjög sérstök og skemmtileg, og leikstjórnin fín, og handritið frábært. Og hér vil ég taka það skýrt fram að þetta er ekki nein eftirherma af tveimur öðrum breskum krimma myndum, Lock Stock...og Snatch, og reynir það heldur ekki. Neibbs, þetta er fersk og raunveruleg mynd, engin Hollywood formúluklisja um þjóf að gera sitt síðasta verk, það mundi ég ekki sætta mig við. Húmorinn í myndinni var einnig mjög góður, svona frekar dökkur. Ég vil þó kvarta yfir lengd hennar, hún er aðeins 90 mínutur, það er sem sagt mjög stutt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heavenly Creatures
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Heavenly Creatures er stórkostleg mynd í alla staði. Hún er byggð á sannri sögu um tvær vinkonur Juliet Hulme ( Kate Winslet ) og Pauline Parker ( Melanie Lynskey ) sem smám saman missa tökin á lífinu, og búa hálfpartinn í fantasíu heimi. Foreldrar þeirra fara að taka málin alvarlegum augum og aðskilja þau. Þær tvær voru byggðar svo sterkum vinaböndum að það var ekki hægt að skilja þau að, og endar það hræðilega. Þessi mynd er algjört meistaraverk að mínu mati. Hreinlega allt er fullkomið við myndina, leikurinn er mjög góður, kvikmyndatakan frábær, handritið mjög gott, leikstjórnin stórkostleg, myndin er fyndin, mögnuð, tónlistin hentar myndinni fullkomlega, og síðast en ekki síst er myndin mjög gróf og nær heljartaki á manni í endanum. Ég skammast mín nú bara fyrir að hafa haft litlar vonir til myndarinnar. Svo var maarr í hálfgerðu sjokki eftir myndina, hún var svo fjári spennandi, og endirinn, það er ótrúlegt að þetta hafi virkilega gerst. En snillingurinn á bakvið þetta allt saman er sjálfur Peter Jackson sem snilldarlega kemur myndinni á hvíta tjaldið og skrifar sjálfur handritið. Maðurinn hefur hreinlega ekki stigið feilspor á sínum ferli. Það er ekki á hverjum degi sem maarr sér svona myndir, og ég hvet alla sem ekki hafa séð hana að leigja hana sem fyrst. Meistaraverk!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir miklar hugleiðingar ákvað ég að taka þessa heim með mér og það má segja að ég hafi alls ekki verið fyrir vonbrigðum. Reqiuem for a Dream er hreint útsagt stórkostleg mynd í alla staði og er ja...ein af bestu myndum sem ég hef séð. Darren Aronofsky hefur aðeins gert þrjár myndir ( með Requiem... ), Protoza ( 1993 ) sem ég kannast ekki neitt við og svo Pi ( 1998 ) sem fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom, en því miður er ég ekki búinn að sjá fokkin myndina ( damn ). Í stuttu máli fjallar Reuqiem for a Dream um fjórar manneskjur, Harry Goldfarb ( Jared Leto ), móður hans Sara Goldfarb ( Ellen Burstyn ), kærustu hans Marion Silver ( Jennifer Connely ) og besta vin hans Tyrone ( Marlon Wayans ). Öll eiga þau sameiginlegt að vera forfallnir dópistar. Harry og Tyrone eru báðir smádópsalar, Marion gerir lítið annað en að sprauta sig, og móðir Harry´s, Sara er háð megrunarpillum. Allar þessar fjórar manneskjur þrá eftir ást og því að vera tekin í sátt af samfélaginu. En í blindri leit þeirra allra að hamingju, breytist líf þeirra í hreina martröð og tekur stefnu sem enginn af þeim hafði órað fyrr. Kvikmyndatakan er mjög flott og súrealísk, og fyrri hluti myndarinnar einkennist hálfpartinn af hröðum tökum sem minna mann á eitthvað eftir Guy Ritchie eða eitthvern álíka leikstjóra. Seinnig parturinn hins vegar er allt, allt öðruvísi, myndin verður mun alvarlegri, ógeðslegri ( ég hef gengið í gegnum margt en sum atriði í myndinni voru þvíík ). Allir leikararnir stóðu sig ótrúlega vel, en sú sem stal myndinni gjörsamlega var hún Ellen Burstyn. Hún var hreint út sagt ótrúleg. Jared Leto sem hefur leikið í vægast sagt lélegum myndum ( fyrir utan American Psycho, Thin Red Line og Fight Club-í aukahlutverki í þessum þremur ) stóð sig frábærlega og ég bara vona að drengurinn haldi sig við jafn bitastæð hlutverk. Marlon Wayans sýndi allt aðra hlið á sér heldur en hann hefur gert áður. Maðurinn hefur nánast aðeins leikið í lélegum grínmyndum ( Don´t Be a Menace..., Scary Movie 1 & 2, Senseless, The Sixth Man, Dungeons & Dragons ). Hann er að mínu mati næst bestur í allri myndinni. Frábær hlutaskipti hjá honum í gegnum myndina ( byrjar sem þessi always high karakter en wow, ég get einfaldlega ekki lýst frammistöðu hans seinna í myndinni ). Jennifer Connely var mjög trúverðug og mjööög góð í sínu hlutverki og eins og með Marlon, Burstyn og Leto er hún hér í sínu besta hlutverki hingað til. Handritið í myndinni er til fyrirmyndar, leikstjórnin til fyrirmyndar, myndatakan til fyrirmyndar, leikurinn til fyrirmyndar, ég meina hvað er ekki til fyrirmyndar í þessari? Þetta er djúp og listræn mynd sem ég mæli með fyrir þá sem eru að leita sér að eitthverju bitastæðu en ég vil vara ykkur við, það er ekki létt að horfa á þessa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
True Romance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sjaldan á mínu stutta lífi hef ég séð jafn stóran leikhóp og í True Romance. Í nær öllum aukahlutverkum eru þvílíkir leikarar. Í þessum óvenjulega leikhópi eru m.a. Christian Slater, Patricia Arquette, Dennis Hopper, Michael Rapaport, Christopher Walken, Samuel L. Jackson, Gary Oldman, Brad Pitt, Tom Sizemore, James Gandolfini, Val Kilmer og Chris Penn. Ég sem vissi fekar lítið um þessa, leigði hana út af góðum dómum, og einnig því að snillingurinn Quentin Tarantino skrifaði handritið. Og það má segja að ég hafi ekki verið fyrir vonbrigðum. Þetta er að mínu mati lang besta ræma Tony Scott´s ( bróðir Ridley Scott´s ), enda er nú ferill hans ekki glæsilegur, þó hann hafi átt eina eða tvær ágætar ræmur. Handritið af myndinni er hin mesta snilld, enda er enginn annar en Quentin Tarantino sem skrifar það. Samtölin mörg eru stórkostleg, og þ.a.m. er eitt af eftirminnilegustu atriðum allra tíma að mínu mati. Ég er að tala um atriðið þegar tveir snillingar, Dennis Hopper og Christopher Walken lenda í hvor öðrum, Þetta var eitt kraftmesta samtal sem ég hef orðið vitni af. Leikurinn er stórkostlegur, enda valinn maður í hverju hlutverki. Hann Christian Slater sem hefur alltaf verið frekar lélegur í myndum sínum er frábær, Christopher Walken sem kemur aðeins í einu atriði, og þvílíkt atriði. Dennis Hopper er magnaður sem fyrrverandi lögga. Gary Oldman er ótrúlega eftirminnilegur og frekar ógeðslegur sem ja svona pimp! Patricia Arquette var fín í sínu hlutverki, Brad Pitt er hér í einu af bestu hlutverkum hans sem uppdópaður gaur. Michael Rapaport er svona eins og venjulega, ekki góður né lélegur. Síðan var hann Tom Sizemore mjög góður í sinni rullu. Myndin sjálf fjallar um náunga að nafni Clarence Worley ( Christian Slater ) hittir gleðikonu eina að nafni Alabama Whitman ( Patricia Arquette ). Þau verða ástfanginn við fyrstu sín, og eyða nóttu í föngum hvors annars. Þau ákveða að gifta sig og gera það. Eftir ráðgjöf frá sjálfum ýminduðum Elvis Presley ( Val Kilmer ) ákveður Clarence að segja sjálfum Drexl Spivey ( Gary Oldman ) að hún Alabama sé hætt að vinna fyrir hann sóðaverk. Þetta sættir Drexl sig ekki við og endar með blóðugu uppgjöri þeirra tveggja þar sem hann Clarence fer með sigur af hólmi og skilur Drexl eftir í blóði sínu. Eftir þetta tekur Clarence tösku eina sem hann hélt að föt sinnar heitelskuðu væru í, en þegar betur er gáð er taskan troðfull af hágæða kókaíni. Þau tvö halda til Hollywood og ætla sér að selja kvikmyndaframleiðenda einum efnið. Mafíósi einn ( Vincenzo Coccotti-Christopher Walken ) og menn með honum frétta af þessu og ætla sér ekki að láta þau tvö komast í burtu með þessa tösku, og endar þetta með ósköpum. Þessi mynd er blóðug, mjög blóðug og ofbeldisfull og fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir smá slettum ættu að sleppa þessari. Annars er þetta stórkostleg og frekar óvenjuleg lítil ræma sem flestir ættu að kíkja á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bulletproof
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa á spólu fyrir allnokkrum árum, og sá hana svo seinna í sjónvarpi fyrir nokkrum mánuðum. En nú fyrir nokkrum dögum endaði hún aftur á heimili mínu með óskiljanlegum hætti. Þannig að ég ákvað að sjá hana í þriðja skiptið og viti menn? WTF??? WTF??? Ég hef aldrei fyrr á mínu stutta lífi verið jafn nálægt geðveikiskasti. Þessi mynd hefur áhrif á mann. Og ég er ekki að tala um áhrif eins og LOTR:FOTR hafði á mann, neibbs ég er að tala um illkvittnisleg áhrif sem geta valdið heilaskaða, sjóntruflunum, martröðum, harðlífi og andlegri fötlun. Ég get svarið það, Leiðarljós er betra sjónvarpsefni en þetta. Þessi mynd lætur The One líta út fyrir að vera fimmföld óskarsverðlaunamynd. Þetta er jafnvel meiri sori en...Congo! Leikurinn í myndinni er verri heldur en í The Patriot ( Ekki Mel Gibson myndin, heldur Steven Seagal myndin ). Handritið í myndinni er verra en þýskirnáttúruverndarsinnarímótmælagönguáreyðarfirði á vondum degi. Hver klisja á eftir annari, hver ofnotaði brandari á eftir ofnotuðum brandara, ofnotaðar stereótýpur bókstaflega keppast um að leika verr, léleg wannabe hasaratriði, reiða svarta löggan með járnplötu í hausnum, fyndni hvíti maðurinn, litli hundurinn, stóri, stælti og feiti náunginn sem segir punch me, alltíeinu spillta löggan, illa leikin kvennmaður og hommabrandarar. Ég hef það á tilfinningunni að ég hafi séð allt þetta áður. Var ég búinn að minnast á handritið? Adam Sandler hefur aldrei, ég endurtek aldrei verið lélegri en nú, ég gjörsamlega veltist EKKI úr hlátri þegar hann kom með litlu sætu brandarana sína. Damon Wayans leikur hér fúlu svörtu persónuna sem er reiður út í allt og alla, og gerir jafnvel verr en hann einstaklega ófyndni Adam Sandler. Ég ætlaði að fara að grenja þegar ég komst af því að hann James Caan lék í þessum ruslagámi. Hvað er leikari á borð við hann að hugsa með því að leika í svona drasli? Kannski út af peningum? Nei held ekki, allavega hefur hann ekki fengið mikið fjár af svona lo-budget mynd. Kristen Wilson er svo léleg að hún slær jafnvel út Adam Sandler ( og það er mikið ). Allir hinir í myndinni standa sig jafnvel og Jackie Chan í ensku. Hvernig væri að vinda okkur út í litla ljóta söguþráðinn? Þessi einstaklega lélega mynd fjallar um lögreglumann að nafni Jack Carter ( Damon Wayans ) sem á að vingast við einhvern small time crook ( Archie Moses-Adam Sandler ) sem vinnur fyrir eiturlyfjabarón ( eða eitthvað álíka ), til þess að ná þessum eiturlyfjabaróni ( Frank Colton-James Caan ). Það endar illa og Carter er skotinn í hausinn. Því er bjargað með smá aðgerð og hann endar uppi með stálplötu í hausnum. Archie Moses er náður, og ætlar víst að stytta vistina í grjótinu með því að bera vitni gegn Frank Colton. Carter er fenginn til þess að vernda hann, en nú eru þeir orðnir mestu óvinir og þvæla, þvæla, þvæla, þvæla. Þetta endar í eitthverju rugli. Þetta er eitthver misheppnaðasta buddy/cop/action/comedy/crap mynd sem gerð hefur verið. Ég bara skil ekki afhverju þessi var sýnd í bíóhúsum fyrir nokkrum árum, alveg ótrúlegt. Ég veit varla hvað ég get sagt meira þannig að ég bara sleppi því. Soraviðbjóður af verstu gerð. Ég bókstaflega finn ennþá fíluna af myndinni. Sora mynd sem mun breyta lífi ykkar til hins verra. Vinsamlegast sleppið því að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spy Game
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi nýjasta mynd leikstjórans Tony Scott´s ( True Romance, Crimson Tide, Top Gun, The Last Boy Scout ) fjallar um CIA mann að nafni Nathan Muir ( Robert Redford ) sem fær fréttir af því að ungur félagi ( Tom Bishop-Brad Pitt ) hans í njósnum hafi verið handtekinn í Kína fyrir njósnir. Muir er neyddur til að segja yfirmönnum sínum allt um samband hans og Bishop´s. Á meðan yfirmennirnir í CIA reyna að slíta sambandi sínu við Bishop ( sem á að vera tekinn af lífi inna sólarhrings ) reynir hann Muir hvað eftir annað að reyna að koma upp með eitthver plön um björgun Bishop´s. Myndin gerist aðallega í svona flashback atriðum, allt frá Vietnam til Beirút. Flashback atriðin eru öll vel gerð og vel leyst af hendi. Leikurinn er mjög góður hjá aðalleikurunum ( Redford-Pitt ) en þó voru nokkrir CIA gaurar frekar lélegir. Annars var leikurinn mjög góður. Það voru nokkur vandamál með handritið sem hefði mátt vera betra að mínu mati. Svo var eitt alveg fáranlegt. Karakterarnir breyttust ekki neitt. Á þessum 16 árum sem myndin gerist sér maarr engan mun á aldri persónanna frá 1975-91. Það hefði nú verið hægt að nota einhverskonar make up á karakterana, en ég ræð víst engu um það. Myndatakan var nú alveg eins og í öllum öðrum myndum Scott´s ( þ.e.a.s. góð ). Tónlistin var óþolandi á köflum en hentaði myndinni einnig vel á sumum tímum. Það eru þó nokkrar klisjur í myndinni, t.d. Muir leikur CIA mann sem er að fara á eftirlaun ( klisja, klisja, klisja ). En þrátt fyrir allt er þetta hinn traustur og mjög spennandi þriller sem ég mæli með fyrir alla unnendur spennumynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Collateral Damage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir margra mánaða bið er Collateral Damage loksins komin í bíó. Henni var seinkað um marga mánuði út af 11. september ( ef einhver vissi ekki þá fjallar myndin um hryðjuverk ) og á tímabili hélt ég að þeir ætluðu bara að hætta við að sýna hana. En hún kom loksins og ég ( og nokkrir aðrir hugarar ) fór strax og tækifæri gafst á hana. En þó eftir hörmulega dóma var einhver smá von í mér um að þessi yrði ágæt en þessar vonir urðu að engu þegar myndin byrjaði. Fyrstu 30 mínúturnar voru hreinlega sprenghlægilegar! Ég meina að sjá Achnuld fara í sturtu með son sínum var það fyndnasta sem ég hef séð síðan ég sá The One. Þetta sturtu atriði var nú jafnvel frekar creepy! En nóg um þetta alræmda sturtu atriði, um hvað fjallar myndin? Jú hann Achnuld leikur slökkviliðsmann sem missir konu sína og barn í sprengjutilræði hryðjuverkamanna, svo fylgjumst með honum reyna að gráta í 20 mínútur. En þegar hann sér að lögreglan getur ekki gert neitt í málinu ákveður hann að taka málin í sínar eigin hendur og ferðast alla leið til Kólumbíu til að hefna sín illilega á hryðjuverkamanninum El Lobos ( aka The Wolf ) og félögum hans. Svo lendir hann auðvitað í smá hasar og látum. Það sem mér finnst kannski furðulegast við myndina ( fyrir utan sturtuatriðið ) er að hann Achnuld snertir ekki byssu í þessar tvo klukkutíma sem við horfum á myndina. Eina sem hann gerir er að lemja fólk og koma fyrir nokkrum sprengjum hér og þar. Þetta hef ég aldrei áður séð í hasarmynd með honum Achnuld. Leikurinn í myndinni er svona lala, ekkert frábær né lélegur, nema kannski það að Achnuld getur varla talað ensku. Að mínu mati stóðu tveir aukaleikarar upp úr, John Turturro og John Leguizamo, þeir tveir sáu að mestu leiti um grínið ( þó aðeins í stuttan tíma ). Handritið er nú frekar lame, fátt virkaði vel, tæknibrellurnar voru nú ekkert sérstakar og svo var þetta bannsetta sturtu atriði... Myndin var þó ekki alslæm. Hann Achnuld átti sínar senur, m.a. eitt brútal atriði þar sem hann beit eyra af einum gaur ( algjör snilld ). Enda plottið rosalega var nú ekki jafn rosalegt og ég hélt, maarr var fyrir löngu búinn að sjá þetta fyrir. Þetta er nú ekki það sem maarr á að búast við frá kónginum! Annars bíð ég spenntur eftir næstu mynd hans, Terminator 3. Og svo er hann auðvitað búinn að plana tvær aðra framhaldsmyndir, True Lies 2 og Conan 3 ( ég get ekki ýmindað mér hvernig sú mynd verður ).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég man eftir því að hafa séð hana í bíói fyrir nokkrum mánuðum. Ég man eftir að hafa komið út svekktur og pirraður. Ég man eftir að hafa farið í local videojointinn minn í gær. Ég man eftir að hafa komið þangað með væntingar um að sjá einhvað gott. Ég man eftir að hafa fundið ekki neitt fyrir utan þessa mynd. Ég man eftir að hafa ákveðið að taka hana ( ég veit ekki afhverju ). En ég sé ekki eftir því að hafa tekið hana. Þetta er ein hlægilegasta mynd sem ég hef séð ( ATH:Þetta er ekki grínmynd ). Ég lá í hláturskasti mest alla myndina. Mestur hláturinn fór í að horfa á Paul Walker reyna að leika! Í stuttu máli fjallar myndin um löggu ( Paul Walker ) sem þarf að villa á sér heimildum og koma sér í eitthvað lame bílagengi ( eða eitthvað álíka ). Þetta gengi er fyllt af stereótýpum, wannabe thugs, illa leiknum kvennmönnum ( útlitið bjargaði þeim þó ), einhverjum gaur sem er alltaf vælandi ( Giovanni Ribisi eftirherma ) og nokkrum föngulegum bílum. En lífið er ekki alltaf dans á rósum fyrir littlu thuggana okkar! Nei, annað gengi...du du du duuu...japanskt gengi sem ætla sér að kála littlu vinum okkar ef þeir koma nálægt þeirra svæði! Nú er ekki gott í málum fyrir illa leiknu félaga okkar því að þessir vondu menn í hinu genginu ætla sér að ganga frá þeim í endanum...MEÐ VÉLBYSSUM!!!!! Já þessi mynd er illa skrifuð, jafnvel ein verst skrifaða b-mynd sem ég hef séð. Hvað voru fokkin aðstandendur myndarinnar að hugsa? En jæja við máttum nú búast við þessu, leikstjóri The Fast... er hinn eini sanni Rob Cohen! Fokkin gaurinn hefur gert myndir á borð við Dragonheart, Daylight og það besta af öllu...THE SKULLS!!!!! Hefur þessi maður enga samvisku??? Nú er komið að leikurunum. Hvaða krakkar eru þetta? Ég meina Paul Walker? Hvaða hálfviti er þetta? Jordan Brewster tók greinilega ekki eftir því að hún var að leika í bíómynd, Michelle Rodriguez var góð í Girlfight en hvernig í fjandanum datt henni í hug að leika í mynd með svona lömuðu handriti+það að hún stendur sig fáranlega illa, Paul Walker getur ekki talað án þess að gera það asnalega og þið vitið eflaust öll hvernig hann stóð sig í myndinni, ég veit nú ekki hvað hinir leikararnir hétu en djöfulli langaði mig til þess að lemja þá alla ( þið getið ekki ýmindað ykkur hvað ég hata japanska hommann ). Sá eini sem slapp ómeiddur frá myndinni var Vin Diesel ( Pitch Black ). Ég veit ekki hvað það er, hann er bara óútskýranlega über kúl. Handritið er ein versta drulla sem ég veit um, má ég spyrja hver skrifaði handritið af þessari mynd??? Sá maður ætti að skammast sín. Tónlistin var svo léleg að...ég meina wtf? Ef maarr var ekki að hlusta á endalausa gargið í Fred Durst þá þurfti maarr að hlusta á eitthvað fokkin píkupopp með Ja Rule. Það voru mjög fáir góðir punktar í myndinni,, kannski helst mjög margir föngulegir kroppar, fallegir bílar ( en hvað í fjandanum var þetta ég ýti á takka og fer rosa hratt kjaftæði? ) og maarr gat hlegið af glötuðum leik Paul Walker´s. Alls ekki sjá þessa mynd, ég endurtek ALLS EKKI SJÁ ÞESSA MYND!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Hawk Down
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á forsýningu á BHD 24. jan, og varð ekki fyrir vonbrigðum. Eins og flestir vita er myndinni leikstýrt af Ridley Scott ( Alien, Blade Runner, Thelma & Louise, Gladiator, Hannibal ) sem er frægur fyrir góðar og vandaðar myndir ( þó ég hafi nánast ælt yfir G.I. Jane, eru hinar myndir hans flestar ásættanlegar ). En annars vegar er nokkuð frægur framleiðandi einnig á bakvið myndina. Sá maður nefnist Jerry Bruckheimer og hefur framleitt ófáar skrautmyndir á borð við Armageddon, Gone in Sixty Seconds, Coyote Ugly, Pearl Harbor, Con Air, Enemy of the State og Remember the Titans. Ekki beint gæðamyndir þar á ferð. Maarr gæti nú haldið að gaurinn myndi eiðileggja þessa en...sem betur fer gerir hann það ekki. Hér kemur hann loksins með virkilega góða stríðsmynd. Þið munið kannski eftir vælumyndinni Pearl Harbor, þar sem touchy stuff réð ríkjum, þar sem eikkhver kella eiðilagði allt? Sem betur fer kemur engin væmni við sögu hér. Neinei, hér er að ræða um eina harðsoðustu og rosalegustu stríðsmynd seinni ára. Þetta er non-stop wall slamming aksjón í yfir tvo tíma. Leikaraliðið í myndinni er stórt, og mikið af leikurum sem maar-veit-ekki-hvað-heita-en-eru-í-öllum-myndum. En þeir frægustu eru líklega Ewan McGregor, Josh Hartnett, Tom Sizemore, Eric Bana ( sem mun næst bregða fyrir í The Hulk ), og Sam Shepard. Engin sýnir neinn stórleik, enda var lítið annað hægt að gera en að skjóta, úr byssum, öskra, hlaupa, og láta sem maarr væri hræddur. Öllum tekst vel og nokkrir fara með skemmtilegar línur. Persónusköpunin var þó sama sem engin en þó var manni ekki sama um alla. Myndatakan var stórkostleg, hristist og allt og gerði hluti mjög raunverulega. Leikstjórnin var góð, enda í öruggum höndum Ridley Scott´s. Tónlist Hans Zimmers var eins og venjulega góð, en þó var nú frekar lítið af henni í myndinni sjálfri. Tæknibrellurnar voru óaðfinnanlegar enda er nú ekkert smá mikið af hæfileikaríku fólki á bakvið þessa mynd. Myndin er ekkert smá hröð og gefur manni lítinn tíma til að átta sig á hlutunum. Og hljóðið í myndinni er ótrúlega gott, svona mynd verður maarr að sjá í bíói til þess að njóta hennar sem best. Myndin sjálf er nokkuð áhrifarík, og virkilega blóðug á köflum ( alltaf gaman af smá slettum ). Black Hawk Down er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Somaliu í Afríku árið 1993, og notast við bók um atburðina með sama nafni. Myndin byrjar 2. Oct og fjallar um bandarískt herlið ( minnir Rangers og Delta eða eikkhvað ) sem hefur það verkefni að ná miskunnarlausum stríðsherra að nafni Mohamed Farrah Aidid. Verkefnið fór algjörlega út í bláið þegar Black Hawk þyrla hrapaði, og hátt upp í hundruð bandarískir hermenn ( flestir á aldrinum 18-25 ára ) þurftu að berjast við heila borg í einn helvíti langan sólarhring. Þetta endaði með því að þúsundir Sómalar og 18 bandarískir hermenn misstu líf sitt. Myndin sem er 144 min tekur fyrstu 20 min í kynningu á karakterunum og atburðarrásinni sjálfri, en svo tekur hasarinn við í tvo klukkutíma, þið munið einfaldlega ekki trúa því sem þið munuð sjá í BHD. Ég hef aldrei séð annan eins hamagang í einnir mynd, harðsoðinn raunveruleiki blandaður við aljört helvíti. Aldrei hef ég séð aðra stríðsmynd þar sem maarr kemst jafn nálægt hasarnum og nú. Manni finnst eins og það sé verið að skjóta á mann sjálfan. Eldflaugar, vélbyssur, öskur, handsprengjur, þyrlur hrapandi á ótrúlega myndrænan hátt, ég hreinlega þurfti að beygja mig niður á köflum. Þetta er risastórt skref upp á við fyrir Bruckheimer og í fyrsta sinn finnst mér mynd sem hann kemur nálægt eiga skilið einhverja óskara. Ég vona bara að hann haldi sig í framtíð frá heimskum poppkornsmyndum og haldi sig við svona myndir. Ridley Scott sem á hreinlega ótrúlega góðan lista yfir myndir sem hann hefur leikstýrt, en nú finnst mér hann toppa mest allar myndir sínar. Þvílík byrjun á 2002. Stórkostleg mynd sem ég mæli fullkomlega með.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei