Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



X-Men 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að byrja á því að segja að ég er oftast fullur efasemda þegar ég fer á framhaldsmyndir og var viss um að það yrði erfitt verkefni að reyna að toppa fyrri myndina. Ég get samt sagt ánægður að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Þessi mynd er mjög góð og vel útfærð í alla staði. Tæknibrellurnar eru í hæsta gæðaflokki og er fyrsta bardagasenan sérstaklega flott og sem mér finnst standa uppúr þar. Leikararnir eru líka mjög góðir og standa Ian Mckellan (man ekki hvernig það er skrifað), Patrick Stewart og Hugh Jackman þar fremstir meðal jafningja. Ég skemmti mér allavega konunglega og mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem hafa ekki séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær! Og þá á ég ekki bara við fyrir krakka, heldur fyrir alla sem kunna að meta frábærar teikningar, góðan húmor og spennu. Ég og vinir mínir lágum alveg í krampa yfir myndinni allan tímann.Pixar hafa verið að gera mjög góða hluti alveg frá því að Toy Story kom út, og mér finnst þessi mynd ekki gefa henni neitt eftir. Í stuttu máli þá fjallar þessi mynd um lítinn fisk sem að heitir Nemo og pabba hans Marlow. Einn daginn gerist það að Nemo er fangaður af manneskju og farið með hann í burtu. Þá hefur pabbi hans för til að reyna að finna hann og lendir í ýmsum hremmingum og hittir helling af skemmtilegum persónum á leiðinni. Þessi mynd fær 4 stjörnur eða einkuninna 10 hjá mér og ég spái því að þessi mynd fái óskarinn fyrir bestu teiknimyndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá fyrst trailer-inn úr Pirates of the Caribbean hugsaði ég að þarna gæti verið ágætis mynd til að fara á í bíó ef maður hefði ekkert annað að gera. Ég verð samt að viðurkenna að myndin kom mér aldeilis á óvart. Það eru góðir leikarar í öllum hlutverkum og ber þar helst að nefna Orlando Bloomn sem William Turner, ungan dreng sem bjargað var sem barni útá sjó, Geoffrey Rush, skipstjóri The Black Pearl, og Johnny Depp, sem hinn léttruglaði Jack Sparrow. Ég bjóst við því að þetta væri bara enn ein spennu-/ævintýra-myndin, en eftir að ég sá hversu vel er staðið að öllu, sviðsmynd, búningar og handrit og bara allt, verð ég að segja að ég yrði frekar bitur ef myndin fengi ekki nokkrar tilnefningar til Óskarsverðlauna og þá helst fyrir leik í aðalhlutverki karla. Johnny Depp leikur hinn snarruglaða Jack Sparrow af svo mikilli snilld að ég hef ekki séð annað eins í mörg ár. Ég ætla að vera sammála fysrta ræðumanni og vonast eftir 11 tilnefningum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei