Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alvöru Star Wars mynd, maður fær sömu tilfinningu og maður fékk þegar maður fyrst sá gömlu myndirnar. Þetta er ekki einhver barnamynd eins og Phantom Menace. Hér eru hjólin farin að snúast í atburðunum sem leiða til upplausnar í alheiminum. Það eru kinntir karakterar sem spila lykil hlutverk í framþróun mála og við kinnumst betur uppáhalds karakterunum okkar. Myndin hefur allt sem gömlu myndirnar höfðu og jafnvel meira. Það er húmor, spenna, rómantík og mesta light saber action sem nokkurtíman hefur sést. Og best af öllu var að sjá Yoda í öllu sínu veldi.

Eitt sem ég var ekki alveg nógu ánægður með var leikur Hayden Christensen, hann er ungur og óreyndur leikari sem mér fannst ekki sýna alveg nægilega kröftugan leik, ekki vera alveg nægilega trúverðugur sem verðandi Svarthöfði. Aðrir leikarar eru að standa sig mjög vel hvort sem þeir eru alvöru eða teiknaðir.

Auðvitað er hægt að setja út á hina og þessa hluti sem betur hefðu mátt fara, svo sem eins og hversu gervileg samtölin eru stundum. En á heildina litið er myndin of góð til að vera velta sér upp úr einhverjum smáatriðum sem skemma í raunini ekki neitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kannist þið við þessa sögu: Littli lúðinn í skólanum er hrifinn af flottustu stelpunni í skólanum en hún er með leiðinlega flotta gæjanum. Svo allt í einu eftir að hafa ekki tekið eftir honum i mörg ár stendur hann upp á móti leiðinlega gaurnum og búmm hlutirnir fara að gerast hjá þeim. Það hafa verið gerðar ótal myndir byggðar á þessu plotti en hvað hefur það með Spider-man að gera? Því miður allt of mikið því þetta er rauði þráðurinn í myndinni, samband Peter Parker og MJ svo kemur einhver leiðinda Green Goblin og reynir að eyðileggja það. Þetta eyðilagði alveg fyrir mér myndina hvað það var spilað mikið úr ástarlífi hans. Og fyrir það verð ég því miður að taka stjörnu af. En að öðru, það er skemtilegt að sjá að það er farið eftir nýa uppruna Spider-man sem er verið að skrifa í nýu blöðunum. Willem Dafoe stelur senunni sem Green Goblin. Tobey Maguire stendur sig alveg ágætlega en restin er ekki að gera neina stóra hluti. Tæknibrellurnar eru oft flottar en stundum gerfilegar. Í heildina, ágæt afþreiging sem verður of væmin til að gera hana góða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ninth Gate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er komin spennumyndin fyrir bókasafnsfræðingana. Ég átti von á meiru frá þessari mynd hún er lítið spennandi og afar fyrirsjáanleg. Johnny Depp er flottur að vana og stendur sig með prýði en það er einfaldlega ekki nóg til að gera þetta að góðri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei