Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Regína
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ákvað að kíkja á þessa mynd, þegar hún var sýnd í sjónvarpi, því það vakti athygli mína að sonur minn 9 ára, vildi aðspurður ekki horfa á hana. Hann hefur hingað til alltaf viljað horfa á íslenskar fjölskyldu og barnamyndir. Nei, honum fannst hún leiðinleg, þegar hann sá hana í bíó. Ég verð því miður að segja að ég skil hann vel. Það er ekki hægt að setja út á leik (miðað við aðrar íslenskar barnamyndir) eða sviðsetningu sem er ákaflega litrík. Það sem dregur hana helst niður er tónlistin, sem er, svo í vitni í son minn, leiðinleg. Tilbreytingarlaus. Það er slæmt í dans og söngvamynd. Myndin gæti verið með betri klippingu og betri tökum á dansatriðum. En e.t.v segir það manni að það var sérstök list í gömlu dans og söngvamyndunum að kvikmynda slík atriði svo vel fari. Það er á líklega á fárra færi í dag. Varðandi söguþráð, þá er dálitið erfitt að fyrir þessa mynd að keppa við aðrar íslenskar barnamyndir, sem yfirleitt eru unnar úr framúrskarandi barnabókum. Ég held að hann sé síst verri en gengur og gerist í hinum stóra heimi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei