Gagnrýni eftir:
Rear Window
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það kom mér verulega á óvart að ekki skyldi vera búið að senda inn umfjöllun um þessa frábæru mynd Hitchcocks frá árinu 1955 með þeim Jimmy Stewart og Grace Kelly í aðalhlutverkum ásamt hinum skemmtilega Raymond Burr. Jimmy Stewart leikur hér þekktan tímarita ljósmyndara sem er bundinn heima við í hjólastól eftir fótbrot og hefur ekkert betra að gera en sitja við gluggann og glápa á grannana í gegnum kíki.Eitthvað finnst honum grunsamlegt í fari eins grannans og smátt og smátt sannfærist hann um að granninn hafi komið einhverjum fyrir kattarnef.Fljótlega snúast hlutirnir upp í leik kattarins að músinni en hver er músin? Ógleymanleg mynd með ótrúlegri myndatöku og snilldarblöndun tónlistar og klippinga. Þessi er ein af 5 bestu myndum snillingsins, mynd sem allir áhugamenn um kvikmyndir verða að sjá.
Lost in Space
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta var nokkuð skemmtileg og jafnframt einföld vísindafantasía um hina eilífu baráttu góðs og ílls. Allar brellur feykivel gerðar og hröð atburðarrásin til þess gerð að breiða yfir ansi stórar gloppur í handritinu. Það skiptir ekki máli, skemmtanagildið var ótvírætt. Alveg hiklaust þriggja stjörnu skemmtun.