Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Good, the Bad and the Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er einhver besta mynd sem gerð hefur verið. Kemst oft á lista yfir bestu 100 kvikmyndir allra tíma. Þetta er síðasti spagettívestrin í trilogiunni hans Sergios Leones. Frábær tónlist. Oft á lista yfir bestu kvikmyndatónlist sögunnar. Myndin er löng, byrjar hægt en það er frábært hvernig það er gert. Menn detta inn í hana ef þeir fíla vestra. Eli Wallach stelpur senunni í myndinni sem óforbetranlegi Tuco. Spagettívestrarnir mörkuðu tímamót í kvikmyndasögunni. Menn sem horfa á hana núna trúa því varla að hann hafi verið gerður 1967. Ofbeldið og allt minnir mann bara á nútimann og allt er svo vel gert að þetta gerir þetta að sígildri mynd með rosalegum endi. Ég held að ofbeldið í kvikmyndum nútímans megi rekja til þessara mynda en þeir sem stóðu að þessum myndum þeir sögðu það opinberlega að þeir væru orðnir leiðir á þessum gervilegu vestrum þar sem menn hrista hálfpartinn kúlurnar úr byssunum og ekkert blóð sést. Þetta var sem sagt meira í raunsæisstíl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei