Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Nýtt líf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nýtt líf ehf.
Fyrsta mynd frábærs þríleiks.
Íslensk mynd af gamla skólanum þar sem aðalleikararnir Karl Ágúst og Eggert Þorleifs skarta hlutverk tveggja manna (Daníels og Þórs) sem eru ekki vissir hvaða hlutverki þeir vilja gegna í lífinu.
Frá heimaslóð þeirra, Reykjavík, fara þeir til Vestmannaeyja á vertíð í frystihúsi þar sem margt gengur á miðað við annars lítilfjörlegt líferni.

Það sem mér finnst skemmtilegast við "Líf" myndirnar er hvað allt virðist raunverulegt, margar senur sem eru spilaðar af fingrum fram, "improvise" meðfram handriti og koma nokkuð vel út.
Í seinni tíð hefur þessi "amateur" bragur sem kannski sést í gömlu íslensku myndefni minnkað en af sama skapi hverfur kannski sterkur karakterinn sem einkennir sumar bíómyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei