Gagnrýni eftir:
Órói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bragðgóður shake!Spoiler Alarm. Var að glápa á Óróa og fannst hún bara hreint ágæt. Með betri Íslensku myndum sem hafa komið út lengi. Sagan sem slík var mjög góð og ég tengdi mjög vel við þennan heim og kannaðist við hann frá því ég var unglingur. Fannst mörg augnablik sterk í henni og þau náðu mér á kafla ég saugst inn í myndina, ekki oft sem það gerist í íslenskum kvikmyndum. Leikararnir stóðu sig allir mjög vel og voru mjög trúverðugir og sannir sínum karakter og kvikmyndataka alveg mjög góð.Verður spennandi hvað herra Z gerir eftir þessa frumraun sína, en greinilega með betri leikstjórum og alveg með efnið á tæru.
Þessi hefði átt að vinna fleiri verðlaun að mínu mati, það var margt svo fullkomið í henni. Smá hrollur sem maður fékk eftir hana, en partýsenur og sambönd foreldra og barna öll skemmtileg, verst að það átti enginn skemmtilega foreldra og svo var kannski fullhart að hún dræpi sig en ég skildi það þannig, ef ég fæ ekki að gera það sem ég vil þá drep ég mig. En uppistaðan fín skemmtun og áhugavert áhorf, held ég hafi ekki fundið svona tilfinningu gagnvart bíómynd síðan ég sá Börn eftir herra R, fyrir langalöngu.
Fimm spínatbaunir af sex.
There Will Be Blood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ferðalag aftur til fortíðar Horfði á There will be blood aftur. Og finnst þetta ekki besta myndin hans P.T.A. Fannst karakterinn alveg æðislegur og myndin sýndi okkur lauslega inn í heim olíuborana og guðsæsingsins sem átti sér stað vestanhafs í denn. Það er lítið hægt að setja út á leikinn, Paul Dano, varð stundum hálf kjánalegur, en aðalleikarinn tók ekki feilspor. Myndræn vinnsla var mjög góð, og greinilega lagt mikið í myndina. Einnig var tónlistin mjög góð, en full súr á köflum. Mér fannst vanta eitthvað, veit ekki hvað. Mæli hiklaust með þessari mynd, þótt hún sé dáldið spes. En það sem hélt henni var alveg rosalega góður leikur.
Fyndið, þessi og No Country for Old Men, hafa báðar mjög óhefðbundið handrit að spila úr, en vinna næstum því allt samt!
3 gúrkur af 5
Slavek the Shit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fantagóð! Ég var á bókasafninu í Kópavogi um daginn og fann þá samansafn mynda eftir Grím. Horfði á Slavek the shit.
Mér fannst hún mjög fín. Skemmtilegur húmor sem skein í gegn. Og sérstaklega fanst mér súrealisminn fyndin, þó kannski hafi myndin ekki verið með bestu stuttmyndum sem hafa verið gerðar þá mæli ég hiklaust með henni. Skemmtilegt sögusvið, fín saga og ágætis leikur.
Let Me In
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
mjög fín. Ég sá upprunalegu myndina í fyrra. Var með skjávarpa í láni, smellti henni upp á vegg og vá, ég var með myndina á heilanum næstu daga. Mér fannst hún, hjartnæm, skemmtileg, falleg og spennandi. Næstum því ef ekki alveg fullkominn.
Þannig að þegar ég vissi að það ætti að fara gera endurgerð, þá var ég spenntur að sjá hvernig mynd kæmi úr smiðju kanans.
Myndin byrjar allt öðruvísi en upprunalega, strax erum við látinn vita að eitthvað gruggugt sé á seiði. Þegar við fylgjumst með sjúkrabílnum og sjáum slasaða manninn, sem greinilega er eitthvað, bogið við.
Svo fáum við að kynnast Owen, sem er lítill feimin strákur, sem er lagður í einelti og á enga vini.Við kynnumst lífi hans. Í báðum myndum, fanst mér mömmurnar, algerlega ósýnilegar. Þannig að það var eins og hann myndi lifa bara í sínum egin heimi. Svo kynnist hann Abby, hún er öðruvísi, og dökk eins og hann. Þau smella strax saman. Svo hægt og bítandi, fáum við að kynnast skuggahliðum, Abby.
Mér fannst samt þegar Abby breyttist í vampíru full gervilegt, og fannst fyrri myndin, mun betur heppnuð. Ég ætla ekkert að segja meira um myndina. Nema þetta er ein af þeim betri, sérstaklega sjónræn vinnsla. Fyrri myndin er hjartnæmari en sú seinni, sem er dökk og subbuleg. Ég ætla ekki að segja meira til að spilla ekki myndinni.
Mæli sterklega með henni. 4/5
127 Hours
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín ræma Hef alltaf verið aðdáandi Danny Boyle. Fór spenntur að horfa á þessa mynd. Vissi nákæmlega ekkert um hvað hún var. Byrjaði myndrænt, þar sem við fengum að kynnast náunga sem var sportfrík og á leiðinni út í eitthvað ævintýri. Hitti gellur, sem ég bjóst við að myndu fléttast aftur inn í söguna. En þá skeði það, hann datt og flækti hendina í grjótinu. Það sem eftir kemur er síðan langur kafli af einveru, stútfullur af sniðugum kvikmyndabrögðum og einfaldleika, lífguð upp af draumasenum og gömlum atburðum. Ágætis mynd, en ekkert sem ég tek með mér í gröfina yfir topp 10 kvikmyndir sem ég hef séð.
Leikurinn var mjög góður, og sagan átti alveg skilið að vera sögð, hefði ekki hentað sem stuttmynd að mínu mati og passaði ágætlega inn í þennan búning, þótt hún væri fulllangdregin á köflum, en allt var mjög raunverulegt, og fannst mér endirinn ágætur og ég hætti sáttur að horfa á hana.
Enginn Trainspotting, eða Sunshine. En átti fyllilega skilið að fara upp á stóra tjaldið og ég mæli sterklega með henni. Hún sýnir manni, hvað maður þarf alltaf að vera á tánum í lífinu og hugsa sín næstu skref, þau gætu verið þau síðustu!
Þrjár og hálf maisbaun af fimm!
Brúðguminn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Falleg kvikmyndataka, skemmtilegir karakterar, en Varúð, innihaldið gæti spillt fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina.
Ég fór út á videoleigu og renndi yfir hillurnar. Langaði að sjá einhverja íslenska mynd og fór því að hugsa hvaða mynd ég ætti eftir að sjá. Mundi þá allt í einu að ég ætti eftir að sjá ræmuna "Brúðguminn". Ég fór á leikritið sem þau settu upp og svo hef ég lesið upprunalegu útgáfuna.
Ég verð að segja það fyrirfram að mér fannst leikritið mun betra en myndin, ég fékk gæsahúð og fannst allt virka hundrað prósent, en til móts við það, hef ég örsjaldan farið í leikhús en horft á hundruð kvikmynda, þannig að það er ekki sambærilegt.
Þessi saga eftir Cheskov er skemmtileg, svört og kómísk, illgjörn um leið sannsögul og margsögð.
Mér fannst myndin byrja alveg ágætlega, Hilmir Snær var ágætur sem þunglyndur háskólakennari sem átti veika konu heima. Og ég fann til með honum um leið og mér fannst hann vera fáviti að hitta hina konuna. Upprunalega, þá gerist sagan þar sem allir eru mjög nánir og búa rétt hjá hver öðrum, en kvikmyndin var sett upp þannig að þetta fólk var úr Reykjavík. Þannig að það myndaðist kannski ekki eins mikið tension á milli allra, spennan sem maður finnur fyrir og gerir mann hræddan.
Sagan rann samt vel í gegn, kannski fullfljót, og hefði mátt kannski dúkka aðeins upp á suma karaktera sem voru smá grátbroslegir, en annars var þetta fín mynd og gaman að glápa á, það voru nefnilega fantagóðar senur í henni, fyndnar og skemmtilegar, og svo það sem mér fannst persónulega best, kvikmyndatakan, hún var mjög mjög góð.
Ég veit svosum ekki hvað er hægt að segja meira um myndina, annað en að hún fær fjórar gúrkur af fimm hjá mér.
Góð hugmynd að lífga gamla rússneska sögu og setja í annan búning.
Maður hefði kannski mátt finna aðeins meira fyrir endinum, ekki það að maður skildi ekki að náunginn léti ástríðu hlaupa með sig í gönur og væri alveg jafn týndur eftir á, heldur kannski eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er. Hefðbundinn endir hefði mjög líklega ekki passað inn í búning myndarinnar.
Brim
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis reynsla Það hlakkaði í mér þegar ég heyrði að það ætti að fara gera kvikmynd sem myndi gerast um borð í báti á Íslandi. Oftar en ekki eru áhafnir íslenskra fiskiskipa samansafn af furðulegum karakterum og til viðbótar þá hafa þeir yfirleitt mörg vandamál við að stríða -þó að sjálfsögðu séu venjulegir kappar inn á milli.
Kvikmyndin Brim var því eitthvað sem ég fór spenntur að horfa á og voru væntingar mínar miklar um að út úr henni gæti komið, endurspeglun á íslenskri sjómennsku, fræðandi og skemmtileg.
Myndin byrjaði hægt, maður fékk að kynnast karakterum, ég hafði heyrt eitthvað um plottið, stelpa kemur um borð í bát, eftir að maður deyr skyndilega um borð, og bjóst því við einhverri spennu á milli karaktera.
Ég fann aldrei fyrir henni, heldur meira fanst mér lagt upp úr því að sýna karaktera, umhverfi þeirra og innra líf. Sem var ekkert voðalega vel heppnað, ég varð í raun fyrir hálfgerðum vonbrigðum, því karakterarnir voru rosalega vel leiknir og maður fann mikið fyrir þeim, það sem mér fannst vera svo mikill galli var að það mynduðust aldrei neinir neistar á milli þeirra, það var ekkert í gangi, þetta voru bara misheppnaðir gæjar að draga eitthvað smátroll á eftir sér og sýna hvað þeir voru misheppnaðir.
Að sjálfsögðu, dæmi ég ekki fyrir aðra, því margir af mínum vinum sögðu að þetta hefði verið fantagóð mynd, hún hefði lýst aðstæðum um borð í bátum svo vel og sýnt hvernig karakterara má búast við að hitta á gömlum, kvótalausum dall.
Ég hefði viljað sjá meiri sögu, það hefði verið meira spennandi að sjá kannski, stelpuna laumast um borð, þeir hefðu á einhvern hátt haft eitthvað með það að gera hvernig maðurinn dó í seinasta túr og stelpan komist að því og þeir því þvingaðir til að taka ákvörðun sem hefði kannski haft afdrifaríkar afleiðingar, og sérstaklega þar sem skipstjórinn var frændi hennar.
En svo var ekki, myndin bara dó í endanum, þegar kokkurinn stökk útbyrðist og mállausi vélstjórinn slasaðist.
Tæknilega hliðin var ágæt, en ég hefði viljað meira finna fyrir fisknum, sjá hann sprikla, detta ofan í móttökuna.
Ég ætla gefa myndinni, samt plús fyrir að hafa náð að fanga andrúmsloft og þunglyndi sem oft myndast um borð í bátum, og hvernig einangruninn og langir túrar hafa áhrif út fyrir bátinn.
Ég ætla segja þetta gott, ég bíð spenntur eftir sögunni Skipinu, sem mér fannst fantalestur og vona að þar komi spennandi ræma út, þó hún fjalli ekki um veiðimennsku, heldur annarskonar sjómennsku, sem ég hef ekki hundsvit á, ég gef myndinni þrjár gulrætur af fimm.