Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Futurama
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
blabla
Futurama er þáttur eftir sama höfund of The Simpsons (sem sést t.d. með yfirbitunum) og er um Fry, 25 ára pizzusendil sem lifir mjög leiðinlegu lífi. Hann sendlast í vísindastofu bara til þess að finna út að það var gervinafn (I.C. Weiner haha). Þetta er rétt fyrir áramót 1999 og ákveður að vera þar þangað til að nýja árið kemur (nokkrar mínútur). En þegar nýja árið slær inn dettur hann í frystiklefa og frystist í þúsund ár. Hann hittir Leelu sem er eineygður vinnumiðlari. Hún finnur eina ættingja hans sem er prof. Farnsworth, 149 (held ég) ára vísindamaður. Hann flýr þegar hann finnur út að allir verða að sinna sömu vinnunni til æviloka (sendill aftur fyrir hann) og hittir dónalega, stelsjúka og keðjureykjandi vélmennið Bender( hann drekkur líka en vélmenni þurfa áfengi til að lifa), og verða þeir vinir. Bender hjálpar Fry að fela sig frá Leelu en hún finnur þá. Fry hvetur hana til að hætta þegar hún segir honum að hún hati vinnuna sína. Þá eru þau þrjú öll atvinnulaus þangað til að þau finna frænda Fry og hann gefur þeim vinnu í sendingarfyrirtæki sínu (Fry verður aftur sendill en um geiminn). Í fyrirtækinu vinna líka Hermes, fyrrverandi limbómeistari sem sér um bókhaldið, Amy, lærlingur hjá Farnsworth(og var það í 12 ár en þau eldast ekkert í þessum þáttum) og dr. Zoidberg, geimvera sem líkist humar og læknirinn (sem veit nákvæmlega ekkert um mannslíkamann). Það sem gerir þessa þætti skemmtilega er brjálaður húmor en í mörgum eru hjartahlýjar sögur og aðrar spennandi.

**spoiler**
Það sem er meginefni í mörgum þáttum er samband Fry og Leelu. Það er gefið fram að Fry er ástfanginn af Leelu og gerir allt til þess að heilla hana. Í enda fjórðu myndarinnar byrjuðu þau saman en samband þeirra er mjög flókið. Í sumum þáttum virðist samband þeirra ganga vel. En heimska Frys er oft mjög erfitt fyrir sambandið. En stundum er eins og þau séu ekkert saman, samband þeirra ekkert nefnt.

**spoiler endar**
Þeir sem elska vísindaskáldskap munu elska þessa þætti(geimverur, geimskip,tímaflakk o.s. frv) og þeir sem hata vísindaskáldskap munu líka elska þessa þætti, þar sem húmorinn er svo sannalega í lagi.


Ég gef Futurama 9 af 10 stjörnum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hunchback of Notre Dame
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
dökk+músíkölsk= meistaraverk!
Þessi mynd var gerð á Disney blómaskeiðinu(1989-1999) og ég hef haft gaman af henni síðan ég sá hana fyrst þegar ég var krakki. Auðvitað fattaði ég myndina ekki alveg en það er venjulegt. Þessi mynd er mjög flókin fyrir litla krakka, þau vita fæst hvað sígaunar eru og svo eru sterkar ofbeldis og kynlífsvitnanir í henni. Að hún var gerð af disney furðar mig. Nú eru 15 ár síðan hún kom út. Ég skilhana miklu betur núna og þar með er hún miklu skemmtilegri núna. Þessi mynd er í stuttu máli sagt um krypplinginn Kvasímódó sem presturinn Kári (Frollo) ættleiddi í skömm eftir að hafa drepið móður hans sem var sígauni. Hann búinn að vera fóðraður lygasögum um samfélagið en dreymir samt um að vera einn af því, þar sem Kári er búinn að læsa hann inní bjölluturni Notre Dame. Hann hittir sígaunastelpuna Esmeröldu þegar hann stelst út á hátíð sem verður góð vinkona hans. Hann og Esmeralda berjast við Kára því að hann hefur þá áætlun að drepa alla sígauna í París. Myndin Þessi mynd er ein af dekkstu myndum disney en hefur samt smá smotterí sem krakkarnir hafa gaman af(enda er þetta disney mynd,bannað að gleyma því!). Myndin er lauslega byggð á skáldsögu og mörgum leiknum myndum sem eru líka byggðar á henni. Það er stór galli hvað Kvasímódó er breytt í myndinni. Hann er ekkert svo vanskapaður því mér fannst hann svo mikil dúllumús(og geri það enn). Svo í bókinni er hann líka illa andlega þroskaheftur en hér er hann vel greindur.
**oggulítill spoiler**
Svo var myndinni auðvitað gefið góðan endi því auðvitað viljum við ekki sjá Esmeröldu deyja, sem lætur grey Kvasí svelta sig og "beinagrindur þeirra verða að dufti hlið við hlið" eins og í bókinni. Annars hefur myndin þrusugóða tónlist, gæsahúð út í eitt. Besta lagið er að mínu mati vona-kalls lagið hans Kára. Þar sem hann lýsir losta sínum yfir Esmeröldu.

þrusugóð mynd
9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Curious Case of Benjamin Button
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
eitt orð: VÁ!
ég VEIT að er er sein að skrifa umfjöllun á þessa mynd, en betra er seint en aldrei! Ég fór ekki á hana í bíó, keypti hana á DVD og bauð systur/bestustu vinkonu minni í bíókvöld.

Söguþráðurinn er MJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖG einfaldur. Myndin er um mann sem eldist afturábak (semsagt yngist í útliti því eldri sem hann verður. Í enda myndarinnar er Button smábarn)
og því sem hann lendir í í skrýtnu ævi sinni (sem er margt, trúið mér).
Sagan er sögð af gamalli konu sem er alveg að deyja sem þekkti Benjamin VEEEEEEEL ef þið vitið hvað ég meina!

Eins og ég geri of oft er að kynna mér myndir alveg trillilega mikið áður en ég horfi á þær, en ef ég hefði ekki gerð það hefði ég ekki komist að því að Brad Pitt leikur Benjamin ALLA myndina með hjálp nokkurra tæknibrellna... sem sparaði líka þau leiðindi að hafa óteljandi leikara í hlutverki Buttons.

Við systurnar hofðum dolfallnar á alla myndina, ein af bestu myndum sem ég hef séð! Dramatík,sorg,spenna (en bara smá í einstökum atriðum) og auðvitað nokkrir laumulegir fimmaurabrandarar ("híhí" heyrðist nokkrum sinnum úr munni mér :p). Semsagt næstum allt (næstum endurtek ég til að forðast misskilninga).
Nokkur lítil tár laumuðust úr augunum mínum sem steinhjarta systir mín gerir oft grín af í vasaklútamyndum.

Ég mæli mjög með þessari mynd fyrir alla þá sem elska svona öðruvísi myndir!

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sex and the City 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
bara enginn söguþráður!
Ég hef ekki séð fyrstu myndina(þótt að mér hafi verið sagt mörgum sinnum að ég VERÐI að sjá hana) en vinkonur mínar buðu mér í bíó á hana svo ég sagði bara ok. Myndin byrjaði alveg ágætlega, yfirdrifið og hlægilegt hommabrúðkaup sem lét mann brosa. Það er líka sætt atriði hjá Carrie og Big í byrjun myndarinnar.

En eftir það atriði gerðist ekkert, þangað til stuttu fyrir hlé, þá bauð Samantha stelpunum til miðausturlanda(sem er víst söguþráðurinn) og það í lúxus flugvél og hóteli.
þær eru rétt komnar í flugvélina þegar það kemur hlé.
Ég furðaði mig á þessu og bara vonaði að söguþráðurinn væri góður, en þær vonir voru til einskis... Alveg hræðilega leiðinlegur söguþráður einkennir þessa of löngu mynd, tveir og hálfur tími af engu.

**spoiler byrjar**
þegar til miðausturlanda er komið og svolítið búið af ferðalaginu fara Miranda og Carrie í búðarráp og þar hittir Carrie fyrrverandi elskuhuga sinn(ég horfði ekki á satc-þættina svo ég bara man ekki hvað hann hét ;p). Þau fara á deit um kvöldið og kyssast ''óvart''. Carrie fríkar út og fer að háskæla. Hún ákveður að segja Big það og er viss um að hann sé að fara frá henni (út af kossi???? KOMMON!) Samantha heldur myndinni uppi með hneikslun hennar yfir hneikslun austurlendinga á kynferði hennar sem reyndar stytti ferð þeirra vinkvenna um 5 daga!
þegar Carrie fer heim finnur hún Big og hún lofar honum að hún muni aldrei kyssa annann mann aftur í extra korný atriði.
**spoiler endar**

Eftir að hafa séð myndina byrjaði ég að hugsa: afhverju þessi söguþráður? Eftir brúðkaupið gerist margt eins og barneignir. Carrie hefði getað orðið ólétt! Það er bara dæmi um óteljandi sögur eftir brúðkaupið sem hefði getað verið í myndinni.

Það eru alveg flott föt í henni en föt eru ekki í mínum kvikmyndasmekk heldur er söguþráðurinn það sem mér finnst mikilvægastur en hann floppaði illilega hér þess vegna finnst mér þetta hræðileg mynd. Ef við tökum aðra svipaða söguþráðsfloppaða mynd eins og year one sem mér finnst svipa til sex and the city 2 í sambandi með söguþráðsklúðrun. Góðir leikarar(Jack Black og Michael Cera),góðir brandarar en alveg ömurleg saga. SATC2 er fín fyrir þá sem finnst söguþráður ekki skipta máli og elska flott föt í myndum. Fyir þá sem hugsa eins og ég um kvikmyndir er þetta bara rusl.


over and out!


2/10

ps. þetta er fyrsta gagnrýnin mín Jej!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei