Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Happy Feet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þó ég sé búin að slíta barnaskónum fyrir mörgum árum finnst mér þó enn gaman að horfa á góðar teiknimyndir. Myndir eins og Shrek, Skrímsli og Nemo eru dæmi um góðar og skemmtilegar teiknimyndir. Happy Feet hljómar vel og fyrir hlé er myndin mjög skemmtileg. Syngjandi mörgæsir er frábær hugmynd og á tímabili var ég eiginlega farin að syngja með. Myndin sjálf er mjög vel gerð. Á tímabili hélt ég að ég væri ekki að horfa á teiknimynd heldur á alvöru mörgæsir. Boðskapurinn í myndinni er sá sem allir vita: ljótt að stríða, það falla ekki allir undir það sama, góði á móti þeim vonda. Dæmigerð teiknimynd með réttum boðskap. En eftir hlé olli hún mér vonbrigðum, líklega var myndin gerð undir áhrifum frá Grænfriðungum, en ég vil ekki eyðileggja söguþráðinn fyrir öðrum en það lá við að ég gengi út eftir hlé. Það var of mikil einföldun á ákveðnu máli.

Myndin fær tvær og hálfa stjörnur frá mér og er það aðallega fyrir fjörið sem er í myndinni. Ég væri alveg til að fara á tónleika með þessum mörgæsum því þær voru það skemmtilegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei