Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Revenge of the Nerds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klassísk snilld
Revenge Of The Nerds er án efa einhver áhugaverðasta gamanmynd sem ég séð og einn sú frumlegasta allra tíma (já stór orð). Leikstjóri myndarinnar og einn af handritshöfundunum er Jeff Kanew og ber hann myndina upp með stolti. Myndin var gefin út 1984 og var fyrst gefin út í Bandaríkjunum.

Svo ef við förum aðeins í myndina þá hefur hún nánast allt til að vera frábær gamanmynd: Drepfyndin, djörf (þrátt fyrir að vera ekki einu sinni ekki einu sinni PG-12 í Bandaríkjunum), mikill tilgangur og að þokkabóti virkilega skemmtileg. Söguþráðurinn fer aldrei í neitt rugl og þessi mynd er gott heimadæmi fyrir muninn á "nerds" og "jocks", og að mínu mati, mikill tilgangur þar á ferð.

Leikarahópurinn er víðamikill og frábær. Robert Carradine og Anthony Edwards fara á kostum með aðalhlutverkin, og eru þeir mjög fyndnir og nördalegir, ásamt fleirum í þessum flokki þeirra. Ted McGinley fer líka mjög vel með þetta aukahlutverk sem hann fær og er alveg tilvalin sem þessi "douchebag". John Goodman kíkir einnig við í myndinni og er fyndið að sjá muninn á honum fyrir mörgum árum. Svo eru fullt af öðrum sem stóðu sig með prýði, en ég nenni nú varla að rita þá alla niður.

Ef það er eitthvað sem get sett út á, þá er það stíll myndarinnar, því hún á það svolítið til að verða einhæf. Örlítill veikur blettur, en voru ekki langflestar gamanmyndir á þessum tíma með áberandi stíl?

Þessi mynd er frábær til áhorfs og ég hvet alla til að líta á hana ef þið rennið augum yfir hana. Hún er óborganlega fyndin, flippuð, kynþokkafull, vel leikin, virkilega skemmtileg og best af öllu, ekki tilgangslaus. Ekki láta þessa fara framhjá þér.

9/10, og já ég er ekki að djóka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei