Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Taken 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvar er Xander Berkeley þegar maður þarf hann?
Hvernig er hægt að gera almennilegt framhald af mynd eins og Taken? Hún var ekkert meistaraverk, en sem hasarmynd þá er hún einstaklega sterk. Hún hafði skýra persónusköpun, skýr markmið og mest af öllu, skýrt ofbeldi og hraða í atburðarrás sem hélt manni við efnið. Taken 2 hefur ekkert af þessu. Ekki einu sinni Neesoninn getur bjargað þessari mynd því öll hans helstu augnablik eru klippt út og kjánalega sett saman. Það liggur við að ofbeldið var það vægt að eina sem Neeson þurfti að gera var að snerta vondu kallana og þá duttu þeir niður dauðir. Gengu þeir of langt í Neeson dýrkuninni og létu hann leika einhversonar demiguð?

PG-13, þetta eru bókstafir sem enginn í réttu hugarfari fílar. Einu sinni voru hasarmyndir alvöru hasarmyndir sem þorðu að sýna ofbeldi en gerðu það einnig smekklega, þeim fer fækkandi gífurlega. Stúdóið (Fox) ákvað að skera eistun af þessari mynd meðan eistu voru það eina sem hefði getað hækkað þessa mynd úr drasl í miðjumoð. Ofbeldið er svo augljóslega klippt út að viðbrögð áhorfenda voru hlægileg, það er líka fátt annað hægt að gera heldur en gráta eða hlægja þegar hasaratriðin hafa ekkert orsakasamhengi og menn deyja útaf augnaráðum frá Neeson. Þeir hefðu bara átt að fara alla leið, gera Neeson að einhverskonar guð sem slátrar óvinum með augnaráðum, húmormöguleikar endalausir sem parodía.

Þrátt fyrir sína glötuðu myndatöku og hræðilegu klippingu þá er þessi mynd hreint út sagt vonbrigði. Leikurinn var stjarfur, handritið stjarfara, söguþráðurinn óáhugaverður og leikstjórinn virðist ekki hafa hugmynd hvernig á að skapa spennu. Skúrkarnir eru klisjukenndir múslimar sem þrá hefnd og virðast ekki bjóða uppá neina alvöru hættu fyrir aðalpersónuna. Neesoninn labbar vandlega milli staðsetninga og reynir að gera sitt besta með þessu skelfilega handriti en aldurinn er byrjaður að sjást. Hann er ekki jafn harður og í fyrstu myndinni, það sést því miður. Leland Orser birtist í svona eina mínútu í tilgangslausri endurkomu og af einhverjum ástæðum þá hafa vinir Bryan Mills breyst. Xander Berkeley er ekki til staðar heldur, svo það er ekkert "dick measuring" eins og fólk vonaðist.

Besta í stöðunni er að hundsa tilvist Taken 2, hún lítilækkar allt hið góða sem fyrsta myndin bauð uppá og er ferskt dæmi um tilgangslausa mjólkun. Samt, það ætti ekki að vera það erfitt að gera ásættanlegt framhald, bara einhvern veginn þá misheppnaðist þetta algerlega. Forðist þessa mynd.

2/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
1492: Conquest of Paradise
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vitsmunalega heft en slefandi falleg
Christopher Columbus er spes persóna í sögubókunum. Enginn virðist vera sammála um hvernig maður hann var, hinsvegar er handritshöfundurinn (Roselynn Bosch) og leikstjórinn (Ridley Scott) á þeirri skoðun að Columbus hafi verið framsýnn maður fyrir sinn tíma. Maður sem trúir á jafnrétti, rökfræði og nánast allt sem hægt er að kalla uppbyggjandi fyrir góða "siðmenningu". Það er ekki hægt að vera á þessari skoðun án þess að brengla gífurlega í sögulegum heimildum og það er einmitt það sem þessi mynd gerir einstaklega vel.

Ég er með eitthvað sem mætti nánast kalla "fetish" fyrir kvikmyndum sem fjalla um sögulega atburði, sérstaklega í langliðinni tíð, svo 1492: Conquest of Paradise fellur í þann hóp. Það verður að segjast að framleiðslan á þessari mynd er ekkert nema stórkostleg, tuttugu árum síðar hefur hún ekkert dvínað í útliti. Þvert á móti þá er myndin margfalt flottari en þessar tölvuteiknuðu runkveislur sem við sjáum í dag. Myndatakan er á mörkum raðfullnæginga og Vangelis nær að semja einhver af bestu lögum sem hægt er að heyra í kvikmynd. Bara þessi blanda og umfjöllunarefnið er nóg til að halda mér við skjáinn, þrátt fyrir sína ýmsu stóru galla. Umbúðin blekkti mig stórvel á sínum tíma, því innihaldið er langt frá flókið né raunsætt, þrátt fyrir að þykjast vera það.

Augljósasta gagnrýnin væri leikaravalið fyrir Columbus, eitthvað sem allir gagnrýnendur tættu í sig á sínum tíma. Depardieu er fokkhæfur leikari og hann böggaði mig ekki neitt í hlutverkinu, kunnáttan hans á enska tungumálinu var kannski efins en ekki nærrum jafn slæm og gagnrýnendur létu það hljóma. Annars er leikurinn bara hæfilegur og það hjá öllum. Hraðinn er hægur, en réttilega svo að mínu mati þar sem sagan verðskuldar sinn tíma. Það á víst að vera til fjagra tíma útgáfa af þessari mynd í einhverri geymslu sem var aldrei gefin út. Ef þú, eins og ég, missir þig í þá runkverðugri fagurfræði sem myndin hefur að bjóða bæði myndlega og hljóðlega séð þá líður tíminn býsna hratt. En ég virðist vera í minnihlutaskoðun þegar að þessu kemur.

Alvöru gallarnir í þessari mynd er hvernig hún bjagar gersamlega sögulegum heimildum og hve klunnalega hún misstígur sig uppúr miðjunni. Öll myndin virðist vera að koma því til skila að (á mjög kristilegann hátt) himnaríki og helvíti eru jarðnesk og að manneskjan hefur hvort tveggja innan í sér. Þar með er nýja veröldin vonbrigði fyrir Columbus sem vildi skapa jarðneskt himnaríki (segir myndin). Sannsögulega var Columbus að öllum líkindum alger fáviti, hann var ofsatrúamaður, fór mjög illa með innbúa Ameríku, þrælahöld og þjóðarmorð og var algerlega vanhæfur í að stjórnarstöðum sínum. Réttlætingin sem heyrist oft er að hann var "barn síns tíma", sem einhvern veginn á að réttlæta fjöldamorð og kúgun.

Svo er einn af kjánalegri illmönnum sem ég hef séð til staðar, illmenni sem er svo kjánalegt að hann lítur út eins og hann sé nýstiginn af tónleikum að syngja death metal og talar með djúpri reykingarrödd. Þá er ég að tala um hann Michael Wincott sem birtist skyndilega uppúr miðjunni því þá þurfti myndin á illmenni að halda. Í raun er persónan hans ef eitthvað, "alter-egoið" hans Columbus, semsagt Depardieu er að leika góðu persónuna og Wincott þá slæmu. Líklega var það "möst" að seta Columbus í guðatölu fyrir að "finna" Ameríku. Ekki mikið af gráu svæði í þessari mynd.

Ridley Scott er alltaf bestur þegar það kemur að epíkinni, eins heimskulegar og myndir hans geta verið (Black Hawk Down, G.I. Jane) þá eru alltaf atriði inná milli sem eru það mikið epíkorgía að maður verður að dást að þeím. Aðeins fágaðari og raunsærri túlkun á sögunni hefði verið betra, en þrátt fyrir allt þetta þá er myndin þess verðug. Meirihlutinn er ósammála, enda sannaðist það með óvinsældunum og sölugildi myndarinnar sem var bókstaflega ekkert enda talin ein tekjulægstu myndum allra tíma.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Escape from Alcatraz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvernig ætli að þessi mynd endar?
Ég get ímyndað mér að þegar samræður eru milli manna um bestu fangelsismyndirnar að þá er The Shawshank Redemption algengt nafn sem kemur upp. Stephen King skrifaði söguna Rita Hayworth & The Shawshank Redemption og byggði hann á minningum hans af eldri fangelsismyndum úr æsku sinni. Það er mjög augljóst að King hafi tekið mikið úr Alcatraz og sett það í söguna sína, en ég meina það ekki endilega sem slæman hlut.

Nýlegar fangelsismyndir, t.d The Escapist frá 2008 eru yfirleitt ónauðsynlega flóknar og sálfræðilegar. Svo mikið að öll spennan ferst í ringulreiðinni, en skortur á þessu er styrkleikinn hjá Alcatraz. Stóru klisjurnar eins og illi fangelsisstjórinn vs. góði fanginn og sadísku fangelsisverðirnir sem pynda fangana eru til staðar en á mun jarðbundnari hátt. Það er útaf þessu sterka raunsæi að öll spennan svínvirkar eins og myndin ætlar sér.

Eastwood spilar á alla sína bestu leikhæfileika, þá aðallega að vera rólegur, svalur og tala lágt, bara í þetta sinn er hann bráðsnjall flóttamaður og það kemur til skila án þess að Eastwood þurfi að segja eitt einasta orð. Aukaleikararnir eru allir á svipuðu plani, þá sérstaklega Patrick McGoohan sem ekkert sérstaklega skemmtilegur fangelsisstjóri.

Það var mjög hressandi að sjá "no bullshit, straight forward" flóttakvikmynd eins og Alcatraz. Titillinn virðist vera eitthvað sem gæti skemmt fyrir áhorfendum, en það sem gerir myndina áhugaverða er hvernig þessi sannsögulegi flótti átti sér stað. Það er ekkert narration til staðar, enginn karakter fær skýra baksögu nema örfáar aukapersónur og aðalpersónan leikin af Eastwood er alger raðgáta út alla myndina. Það var raunsæið sem greip mig, hrái tökustíllinn og hvernig sagan spilaði á eftirvæntingar mínar sem fékk mig til að dýrka þessa mynd.

Einföld saga, setur sér fá markmið, laus við allan tilgerðarleika og alltaf áhugaverð. Myndin virkar líklega betur á nútíma bíótjaldi en hún gerði fyrir meira en 30 árum síðan og sem fangelsismynd þá má kalla þessa klassík alla leið.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rum Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
EIns gott að Thompson sé dauður...
Ég segi það bara því ef hann hefði séð þessa mynd þá hefði hann líklega framið sjálfsmorð og þá af öðrum ástæðum. Maðurinn sagðist alltaf ætla drepa sig kringum fimmtugt svo þegar hann nálgaðist sjötugt þá fannst honum hentugt að enda þetta. Þessi mynd tekur bókina sem hann skrifaði og misheppnast gersamlega að þýða kjarninnihaldið á skjáinn. Bókin er þroskasaga ungs fréttamanns í Puerto Rico meðan allt líf hans virðist vera að hrynja í kringum hann. Þar á meðal er mikið af áfengisdrykkju eins og titillinn gefur til kynna og ýmis önnur vafasöm efni.

Hvað er myndin um? Ég veit það ekki ennþá. Ég fann ekki fyrir breytingu á aðalpersónunni, svo ég get ekki kallað hana þroskasögu. Aðalpersónan sem heitir Paul Kemp hefði alveg eins mátt kalla Raoul Duke, þar sem persónan er afar augljóslega að reyna vera nær Hunter S. Thompson heldur nokkurn tíman persónunni í bókinni. Myndin virtist vera röð af random atriðum úr bókinni án neins samhengis, á meðan bókin var sundurtætt þá hélt hún samhenginu með að upplýsa lesandann um hugarástand Kemps. Þetta vantaði í myndina að mestu leiti.

Þar á meðal er ég mikill aðdáðandi kvikmyndarinnar Fear & Loathing in Las Vegas eftir Terry Gilliam. Sá maður skildi efnið sem hann var að vinna með það vel að þegar ég les bókina þá finnst mér ég vera lesa myndina. Bruce Robinsons hinsvegar, virðist ekki hafa sambærilegan skilning á hugarástandi Hunter S. Thompsons. Bækurnar hans voru nánast allar endurspeglanir af furðulegu hans ímyndunarafli sem hann notaði til að "filtera" raunveruleikann í gegnum.

Robinson sem hefur ekki gert kvikmynd í nánast 20 ár og hefur átt sögu af áfengis og fíkniefnavandamál skilst mér, sýnir bókinni ekki mikla ást. Í stað þess að gera kvikmynd um persónulegu þroskasögu aðalpersónunnar þá fer hann aðra leið sem ég á erfitt með að lýsa með orðum. Breytingarnar sem hann gerir við söguna eru fáar en þær hafa öll mikil áhrif á heildarmyndina. Bókin er sundurtætt, stútfull af persónum og nánast alger óreiða. Þrátt fyrir það þá er lúmsk framvinda í sögunni og maður finnur fyrir breytingunni í aðalpersónunni. Kvikmyndin hefur þetta ekki, þrátt fyrir að vera mikil einföldun á bókinni þá er minna samhengi í henni heldur nokkurn tíman í bókinni. Orðin sem Hunter skrifaði svo vel einfaldlega koma ekki til skila á skjánum.

Johnny Depp stendur sig ágætlega, þó ég fann meira fyrir ungum Raoul Duke með hári heldur en Paul Kemp úr bókinni. Amber Heard er frekar mikið meh sem ljóskan sem Paul Kemp er að slefa yfir. Þessi leikkona er nú bara eitt stórt meh og er bara slefefni fyrir karlmenn sem fíla það að hún sé í lesbísku sambandi þessa dagana. Ég man ekki eftir einu hlutverki þar sem hún sýndi alvöru leikhæfileika. Bestu leikframmistöðurnar komu frá mönnunum sem léku þann part myndarinnar sem var nærst bókinni í anda, fréttastofan og fréttamennirnir. Richard Jenkins, Michael Rispoli og sérstaklega Giovanni Ribisi ná að negla persónur sínar frekar vel.

Eins neikvæður og ég hef verið í þessari umfjöllun þá er myndin ekki ömurleg, hún er bara svo langt frá gæðastigi bókarinnar að hún á ekki mikið hrós skilið. Þessi mynd sleppur sem algert miðjumoð og sem sóun á möguleikum fyrir eðalkvikmynd. Í stað þess að fá þennan útbrennda leikstjóra Bruce Robinson sem er ekki beint neinn gæðastimpil þá hefðu þeir átt að fá mann eins og Richard Shepard sem gerði The Matador og The Hunting Party. Enginn meistaraleikstjóri skal ég viðurkenna en sá maður kann að gera myndir um vinasambönd karlmanna og hann hefur hressan og ferskan stíl, eitthvað sem þessi mynd hefði haft gott af.

Aðrir gæti dæmt þessa kvikmynd með meira hlutleysi en ég, þar sem ég er aðdáðandi bókarinnar þá get ég engan vegin mælt með þessari mynd. Mig grunar þó að Hunter S. Thompson myndi vera sammála mér, þó hann myndi kannski ekki fremja sjálfsmorð útaf því.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rum Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eins gott að Thompson er dauður...
Ég segi það bara því ef hann hefði séð þessa mynd þá hefði hann líklega framið sjálfsmorð og þá af öðrum ástæðum. Maðurinn sagðist alltaf ætla drepa sig kringum fimmtugt svo þegar hann nálgaðist sjötugt þá fannst honum hentugt að enda þetta. Þessi mynd tekur bókina sem hann skrifaði og misheppnast gersamlega að þýða kjarninnihaldið á skjáinn. Bókin er þroskasaga ungs fréttamanns í Puerto Rico meðan allt líf hans virðist vera að hrynja í kringum hann. Þar á meðal er mikið af áfengisdrykkju eins og titillinn gefur til kynna og ýmis önnur vafasöm efni.

Hvað er myndin um? Ég veit það ekki ennþá. Ég fann ekki fyrir breytingu á aðalpersónunni, svo ég get ekki kallað hana þroskasögu. Aðalpersónan sem heitir Paul Kemp hefði alveg eins mátt kalla Raoul Duke, þar sem persónan er afar augljóslega að reyna vera nær Hunter S. Thompson heldur nokkurn tíman persónunni í bókinni. Myndin virtist vera röð af random atriðum úr bókinni án neins samhengis, á meðan bókin var sundurtætt þá hélt hún samhenginu með að upplýsa lesandann um hugarástand Kemps. Þetta vantaði í myndina að mestu leiti.

Þar á meðal er ég mikill aðdáðandi kvikmyndarinnar Fear & Loathing in Las Vegas eftir Terry Gilliam. Sá maður skildi efnið sem hann var að vinna með það vel að þegar ég les bókina þá finnst mér ég vera lesa myndina. Bruce Robinsons hinsvegar, virðist ekki hafa sambærilegan skilning á hugarástandi Hunter S. Thompsons. Bækurnar hans voru nánast allar endurspeglanir af furðulegu hans ímyndunarafli sem hann notaði til að "filtera" raunveruleikann í gegnum.

Robinson sem hefur ekki gert kvikmynd í nánast 20 ár og hefur átt sögu af áfengis og fíkniefnavandamál skilst mér, sýnir bókinni ekki mikla ást. Í stað þess að gera kvikmynd um persónulegu þroskasögu aðalpersónunnar þá fer hann aðra leið sem ég á erfitt með að lýsa með orðum. Breytingarnar sem hann gerir við söguna eru fáar en þær hafa öll mikil áhrif á heildarmyndina. Bókin er sundurtætt, stútfull af persónum og nánast alger óreiða. Þrátt fyrir það þá er lúmsk framvinda í sögunni og maður finnur fyrir breytingunni í aðalpersónunni. Kvikmyndin hefur þetta ekki, þrátt fyrir að vera mikil einföldun á bókinni þá er minna samhengi í henni heldur nokkurn tíman í bókinni. Orðin sem Hunter skrifaði svo vel einfaldlega koma ekki til skila á skjánum.

Johnny Depp stendur sig ágætlega, þó ég fann meira fyrir ungum Raoul Duke með hári heldur en Paul Kemp úr bókinni. Amber Heard er frekar mikið meh sem ljóskan sem Paul Kemp er að slefa yfir. Þessi leikkona er nú bara eitt stórt meh og er bara slefefni fyrir karlmenn sem fíla það að hún sé í lesbísku sambandi þessa dagana. Ég man ekki eftir einu hlutverki þar sem hún sýndi alvöru leikhæfileika. Bestu leikframmistöðurnar komu frá mönnunum sem léku þann part myndarinnar sem var nærst bókinni í anda, fréttastofan og fréttamennirnir. Richard Jenkins, Michael Rispoli og sérstaklega Giovanni Ribisi ná að negla persónur sínar frekar vel.

Eins neikvæður og ég hef verið í þessari umfjöllun þá er myndin ekki ömurleg, hún er bara svo langt frá gæðastigi bókarinnar að hún á ekki mikið hrós skilið. Þessi mynd sleppur sem algert miðjumoð og sem sóun á möguleikum fyrir eðalkvikmynd. Í stað þess að fá þennan útbrennda leikstjóra Bruce Robinson sem er ekki beint neinn gæðastimpil þá hefðu þeir átt að fá mann eins og Richard Shepard sem gerði The Matador og The Hunting Party. Enginn meistaraleikstjóri skal ég viðurkenna en sá maður kann að gera myndir um vinasambönd karlmanna og hann hefur hressan og ferskan stíl, eitthvað sem þessi mynd hefði haft gott af.

Aðrir gæti dæmt þessa kvikmynd með meira hlutleysi en ég, þar sem ég er aðdáðandi bókarinnar þá get ég engan vegin mælt með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In the Mouth of Madness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Andleg misnotkun eftir John Carpenter, ekki fyrir
John Carpenter er enginn venjulegur fugl, myndirnar hans eru jafn einstakar og þær eru mistækar. Stundum er hann ótrúlega frumlegur og hittir beint í mark, stundum gerir hann miðjumoð en sjaldan koma frá honum rotin epli. Ghosts of Mars er dæmi um þannig epli, en In The Mouth of Madness er dæmi um eitt hans besta verk. The Thing hóf heimsendaþríleikinn, og þvílík byrjun. The Thing er líklega besta sci-fi horror mynd allra tíma, eftir það kom Prince of Darkness sem var einnig í sci-f horror geiranum. Sú mynd var því miður langt frá gæðastigi The Thing en slapp sem miðjumoð, allavega miðað við aðrar Carpenter myndir. In The Mouth of Madness klárar þennan heimsendaþríleik með að taka allt aðra stefnu en forverarnir sínir.

Byggð á bók Stephen King, ég hef ekki hugmynd hve trú myndin er bókinni en hvort sem er þá þetta ein mest sáfræðilega truflandi mynd fyrr og síðar. Hún hefur öll Carpenter einkennin í kvikmyndastíl og grófleika, en þetta er í fyrsta sinn sem Carpenter fer í að trufla mann í stað þess að sjokkera. Því minna sem þú veist um myndina eða bókina fyrir áhorf, því betra. Ég hafði ekki hugmynd hvað ég átti von á þegar ég sá hana fyrst, en það sem ég fékk var truflandi, flókið og bókstaflega geðbilað. Þetta er John Carpenter að fokkast í manni í 90 mínútur og þar af leiðandi er hún alls ekki fyrir alla.

Augljóslega er Sam Neill alltaf kostur, maðurinn getur verið meira creep en andskotinn, munið eftir Event Horizon? Hérna er hann að sýna leikhæfileika á öllum sviðum og hann gerir það vel. Mætti kalla þetta hans "tour de force" frammistöðu bara í þeirri deild að vera mindfucked alla myndina. Myndin er í þeirri deild að efa undirstöðu tilveru aðalpersónunnar á afar sérstakan hátt og með frammistöðu Sam Neill og litríka stílinn hjá Carpenter þá er niðurstaðan afar áhugaverð. Meira má ekki segja um söguþráðinn án þess að skemma fyrir.

Til þess að enn fremur ítreka gæði myndarinnar frá sjónarhorni höfundarins hérna, þá er þetta hugsanlega besta Stephen King mynd sem gerð hefur verið. Flestir myndu argast við þessa tilhugsun og öskra "Shawshank Redemption" aftur og aftur. Ég ætla ekki að tala illa um Shawshank en það sem Shawshank hefur í hefðbundnum sögustyrk hefur Madness í sálfræðilegu mindfucki. Að kalla Shawshank Redemption einstaka mynd væri ekki alveg rétt, þar sem til eru ýmsar myndir sem eru líkar henni eða mjög svipaðar. Madness er einstök mynd, það er ekki til neitt líkt henni nein staðar svo ég viti af. Betri en Shawshank, kannski ekki en mun einstakari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Merlin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Merlin sjónvarpsmynd frá 1998, hljómar verra en þa
Ég hafði einhverjar vægar minningar af Sam Neill sem Merlin í sjónvarpinu frá fyrir aldamótum. Nú á tímum þar sem hægt er að sjá allan fjandann gegnum netið þá rakst ég á þetta af slysni og ákvað að tjekka á þessu. Það sem ég fékk var þriggja tíma töfraupplifun þar sem blanda af nostalgíu og láum væntingum gáfu mér 180 af óleiðinlegum mínútum. Fyrir sjónvarpsframleiðslu þá er Merlin talsvert betri en aðrar myndir, sérstaklega á 90's tímabilinu áður en sjónvarpsframleiðslur byrjuðu að taka fram úr kvikmyndum. T.d Band of Brothers, Rome og nýlega Game of Thrones.

Það sem Merlin gerir vel, gerir hún mjög vel en það sem Merlin gerir illa, gerir hún hrikalega illa. Á seinustu árum höfum við fengið myndir eins og King Arthur, sem var að mínu mati ekki góð mynd en engan vegin slæm heldur. Hinsvegar gegnum áratugina hafa komið endalausar myndir um goðsögn Artúrs í ýmsum tegundum. Mig hefur alltaf fundist Artúr vera óáhugaverð persóna, sem söguleg og kvikmyndaleg persóna. Áhugi minn beindist alltaf að Merlin sem persónu og þessi mynd nær einmitt að sýna okkur áhugaverðan Merlin, langt frá þessum barbaríska blámálaða villimanni í King Arthur eða undarlega bretanum í Excalibur.

Helsti kosturinn er hvernig persóna Merlin er, í stað þess að vera gáfaði galdrakallinn sem við könnumst öll við þá er hann eigingjarn, hrokafullur og oft við það að vera hreint út sagt illur. Hann notar galdra til að blekkja fólk og plata það, oftar en ekki fyrir sína eigin þágu. Baksagan hans er þó hrikalega mistæk, reynt er að troða illkvendi í myndina sem stjúpmóður hans sem er einnig í göldrum. Frammistaða hennar Miröndu Richards er alveg á mörkunum við að vera hlægileg, sleppur rétt svo. Svo er einnig reynt að troða ástarsögu í söguna, hefði persóna stelpunnar verið meira en bara "damsel in distress" þá hefði sá þráður án efa verið aðeins áhugaverðari.

Það er mikill fjölskyldu "vibe" til staðar, það er slatti af ofbeldi og átökum en rétt svo nógu lítið fyrir krakkana. Ég myndi kalla þessa mynd gott dæmi um meinlausa, saklausa og einfalda sögu sem reynir fátt nýtt en nær að alltaf að vera áhorfanleg og halda athyglinni. Annað eins og nýjustu þættirnir Camelot sem reyna að vera raunverulegri útgáfur af Artúr goðsögninni þá finnst mér Merlin sanna það að það sé ekki alltaf betra. Meðan Camelot þættinir eru frekar þurrir og leiðinlegir þá er Merlin allt nema það.

Það er ekki mikið meira að segja, Merlin kemur og fer á engri stundu og líklega muntu ekki hugsa um hana eftirá. Ég hef þó rekist á marga gagnrýnendur sem hafa rosalega ást á þessari mynd, þó ég hafi ekki fundið þá ást þá var ég engan vegin ósáttur með þessa meinlausu og yfirborðskenndu mynd. Hún tekur sig engan vegin alvara og hefur slatta af húmor hér og þar. Fyrir þá sem kannast við First Knight þá er Merlin í stíl við á mynd. Hvort það er gott eða slæmt fer eftir þér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei