Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Where the Wild Things Are
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað var ég að horfa á?
Eitt kalt vetrarkvöld fór ég á Where The Wild Things Are vegna þess að ég hafði lítið annað að gera og vinir mínir voru að fara á hana þannig ég var ekki með neinar væntingar og hafði bara heyrt að hún væri gerð eftir 70 orða barnabók.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessari mynd. Myndin byrjaði og leit ágætlega út... leikurinn var nokkuð góður hjá stráknum og maður fann til samkenndar með honum. Svo kom að því að strákurinn fór á þessa eyju og atriði eftir atriði gerðist nákvæmlega ekkert og ég og vinur minn litum á hvorn annan og spurðum hvorn annan hvað í helvíti væri í gangi. Söguþráðurinn var nánast enginn og atriðin jafn random og í Freddy Got Fingered. Ég vissi aldrei hvort ég ætti að hlæja eða gráta eða standa upp og labba út. Seinni helmingurinn var uppfullur af drama en það var ómögulegt að taka þessar skepnur alvarlega því þær litu út eins og krúttlegir bangsar, ímyndið ykkur bara að Sonny myndi hoppa úr Cocoa Puffs pakkanum ykkar og byrja að tala um hvað lífið hans er erfitt.... mynduð þið vorkenna honum eða byrja að skellihlæja? ef svarið er það síðarnefnda þá finnst mér eins og þið ættuð að sleppa þessari mynd.

Mér líður svoltið illa að skíta svona mikið yfir þessa mynd því ég skal alveg viðurkenna að það voru margir ljósir punktar í henni. Eins og ég sagði hér áðan var Max vel leikinn eins og reyndar allir í myndinni. Brandararnir voru mjög hugljúfir og boðskapurinn komst til skila þó að það hafi verið svona 10 árum og seint.

Lokaniðurstaða? .... 4/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei