Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Death Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hraði, sprengingar og konur
 Jason Statham í bílamynd? Getur það verið? Þegar ég byrjaði að horfa á Death Race var mér strax hugsað til ‘Transporter’ myndanna, eins og gefur að skilja. Þarna er Jason Statham kominn aftur bakvið stýrið að keyra fyrir lífi sínu. En á meðan ‘Transporter’ myndirnar reyna, og mislukkast, að skapa einskonar Bond/Bourne stemningu, þá er Death Race aldrei að reyna að vera eitthvað sem hún er ekki. Trúverðugum söguþræði hefur verið skipt út fyrir hraðskreiðar ökusenur, stórar byssur, mikið af húðflúri, sprengingum og sætum píum. Þessi mynd er heilalaus og full af karlrembu. Með öðrum orðum; allt sem strákar vilja sjá.
Myndin gerist árið 2012 þegar Bandaríska fjármálakerfið er að miklu leyti hrunið. Fangelsisstofnanir eru nú í einkaeigu og eru vistmenn þeirra látnir berjast fyrir lífi sínu í þeirri litlu von um að öðlast frelsi. Í einu slíku fangelsi hefur fangelsisstjórinn, leikinn af Joan Allen, tekið uppá því að bjóða áhorfendum upp á Death Race, kappakstur upp á líf og dauða. Jason Statham er þarna í hlutverki Jason Ames, iðnaðarmanns sem er dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Hann reynist auðvitað vera saklaus og þessi líka fíni bílstjóri. Skellum honum í gallann og beint í framsætið.
Þetta þema hefur komið upp þónokkru sinnum á hvíta tjaldinu á undanförnum árum, og má þá helst nefna ‘The Running Man’ frá árinu 1987 með Arnold Swarczchseneeggerhpff….. ‘Rollerball’ frá 1975 með James Caan, og ehm…. ‘Death Race 2000′ frá 1975. En rétt eins og með þær myndir gæti ég vel trúað að eftir 20 ár verður þessi mynd, rétt eins og sú upprunalega, orðin að ‘kúlt klassík’.

2/5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Day the Earth Stood Still
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ónauðsynleg endurgerð
 Myndin ‘The Day the Earth Stood Still’ er fyrsta mynd Scott Derrickson í 3 ár, en árið 2005 leikstýrði hann hinni annars ágætu mynd ‘The Exorcism of Emily rose’. Það gefur augaleið að Derrickson hefur aðeins misst ‘það’ á þessum  3 árum. ‘The Day the Earth Stood Still’ byrjar vel og nær að halda gulrótinni fyrir framan áhorfendur í góðan tíma.
Myndin fjallar sumse um innrás geimvera á plánetuna Jörð. Keeanu Reeves leikur eina þeirra. Hann fær það verkefni að gera allt klárt fyrir útrýmingu Mannsins en fær samviskubit einhverntíma fyrir miðja mynd.
Byrjun myndarinnar og þema minnir óneitanlega á ‘Independance day’ sem er í góði lagi. Öll umgjörð er mjög flott og boðskapurinn einfaldur: Er okkur viðbjargandi? Ég vil meina ekki, en Keeanu Reeves þykir við þess virði að bjarga frá algjörri eyðileggingu.
Sjálfur er ég mikill Sci-Fi lúði og þykir gaman að næstum öllum vísindaskáldskap, en það voru þó nokkuð margir hlutir í þessari mynd sem fóru í taugarnar á mér sem tengdust þó ekki beint söguþræðinum né leikstjórn. Leikaravalið til dæmis. Keeanu Reeves nær aldrei almennilega að verða karakter sem áhorfendur geta á einhvern hátt fundið til með, og því skildu örlög hans í myndinni ekki mikið eftir sig. Jaden Smith, sonur Will Smith, er þarna í hlutverki Jacob, og þykir leikur hans bera of mikin vott um að þarna sé á ferðinni barnastjarna sem er að gera góða hluti bara fyrir það eitt að vera sonur Will Smith.
Ég vil líka minnast á eitt að lokum sem fór mikið í taugarnar á mér og það var þetta svokallaða ‘product placement’ sem er að verða sívinsælla í bíómyndum. Það var nokkuð augljóst að Microsoft og LG settu mikinn pening í þessa mynd, sem á endanum gerði myndina mun ótrúverðugri. Ég meina, hver myndi trúa því að viðkvæmustu geimrannsóknarkerfi Bandaríkjanna keyrðu á Windows Vista. Það er kannski þess vegna sem geimverunnar vilja meina að okkur sé ekki viðreisnar von?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghost Town
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nær sér aldrei á flug
 Eftir að hafa dáið í 7 mínútur vegna læknamistaka, öðlast tannlæknirinn Bertram Pincus (Ricky Gervais) þann eiginleika að geta séð og talað við drauga. Einn þessara drauga (Greg Kinnear) sannfærir Pincus um að aðstoða sig við að stía í sundur ekkju sinni og nýja kærastanum hennar.

Hér er á ferðinni fyrsta mynd Ricky Gervais með honum í aðalhlutverki. Eftir að hafa gert garðinn frægan með ‘The Office’ og ‘Extras’ hefur hann hægt og bítandi verið að flytja sig yfir til Hollywood með litlum hlutverkum í myndum á borð við ‘Stardust’, ‘Night at the museum og fleirum’.

Þó svo að myndin sjálf sé í raun ágætis afþreying fyrir sunnudagskvöld, þá er efni hennar hvorki nýtt af nálinni né nær hún sér almennilega á flug. Þess í stað hangir hún undir meðallagi allan tímann og gefur Gervais ekki mikið til að vinna með. Söguþráðurinn er einskonar samansull af ‘The Sixth Sense’ og ‘Ghost’ en engan veginn jafn skemmtileg. Ekki misskilja mig samt, ég hafði gaman að henni. Hló upphátt nokkrum sinnum en fékk þó oftar kjánahroll, en ef þig bráðvantar léttmeti fyrir sunnudagskvöld, horfðu þá á Ghost Town.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bolt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fer seint í hundana
 Nýjasta afurð Walt Disney fyrirtækisins, Bolt (ísl: Bolti), færir okkur inn í heim gæludýrana. Myndin fjallar um ofurhundinn Bolt (talsettur af John travolta), sem hleypur um á hraða hljóðsins, skýtur ofurheitum geislum úr augunum og geltir það hátt að jörðin skelfur. En þessir ofurkraftar hans virka þó einungis þegar ljóskastararnir eru kveiktir, aukaleikararnir eru komnir á sinn stað og kvikmyndatökuvélin er byrjuð að rúlla, því hann Bolt er í rauninni dýrastjarna á silfurtjaldinu.

Eftir að sjá Penny, (talsett af Miley Cyrus) eiganda sinn og meðleikara verða rænt af illmennum hefst ferð hans til að frelsa hana úr klóm þeirra, en gerir sér fljótt grein fyrir að utan upptökuversins er hann kraftalaus og aðeins ósköp venjulegur hundur.

Myndin er afar vel talsett en auk Travolta og Cyrus eru það m.a. stórleikarinn Malcolm McDowell og fræðimaðurinn James Lipton sem ljá þessari mynd raddir sínar. Hún fylgir afar klassískri formúlu, þ.e. sagan um ferðalag hetjunnar frá stað A yfir á stað B og öll þau ævintýri og persónur sem hún hittir á leiðinni. Það er spenna, kærleiki og mikið gaman sem einkennir þessa mynd og er kjarngóð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Myndin er sýnd í þrívídd og er tilheyrandi gleraugum úthlutað til bíógesta við innganginn, en þessi þrívídd fer satt best að segja í hundana því þetta er ekki mynd sem þarf á þrívídd að halda. Fyrir utan tvö til þrjú atriði þar sem hlutir virðast vera á leið í andlitið á þér þá er ekki mikið um senur þar sem þrívíddin fær að njóta sín. 

Myndin kennir okkur að maður þarf enga ofurkrafta til þess að vera hetja og láta gott af sér leiða, og er sá boðskapur eitthvað sem við getum öll fylgt eftir.

Stórgóð mynd sem vert er að sjá í bíó með allri fjölskyldunni og heimilishundinum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bolt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fer seint í hundana
 Nýjasta afurð Walt Disney fyrirtækisins, Bolt (ísl: Bolti), færir okkur inn í heim gæludýrana. Myndin fjallar um ofurhundinn Bolt (talsettur af John travolta), sem hleypur um á hraða hljóðsins, skýtur ofurheitum geislum úr augunum og geltir það hátt að jörðin skelfur. En þessir ofurkraftar hans virka þó einungis þegar ljóskastararnir eru kveiktir, aukaleikararnir eru komnir á sinn stað og kvikmyndatökuvélin er byrjuð að rúlla, því hann Bolt er í rauninni dýrastjarna á silfurtjaldinu.

Eftir að sjá Penny, (talsett af Miley Cyrus) eiganda sinn og meðleikara verða rænt af illmennum hefst ferð hans til að frelsa hana úr klóm þeirra, en gerir sér fljótt grein fyrir að utan upptökuversins er hann kraftalaus og aðeins ósköp venjulegur hundur.

Myndin er afar vel talsett en auk Travolta og Cyrus eru það m.a. stórleikarinn Malcolm McDowell og fræðimaðurinn James Lipton sem ljá þessari mynd raddir sínar. Hún fylgir afar klassískri formúlu, þ.e. sagan um ferðalag hetjunnar frá stað A yfir á stað B og öll þau ævintýri og persónur sem hún hittir á leiðinni. Það er spenna, kærleiki og mikið gaman sem einkennir þessa mynd og er kjarngóð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Myndin er sýnd í þrívídd og er tilheyrandi gleraugum úthlutað til bíógesta við innganginn, en þessi þrívídd fer satt best að segja í hundana því þetta er ekki mynd sem þarf á þrívídd að halda. Fyrir utan tvö til þrjú atriði þar sem hlutir virðast vera á leið í andlitið á þér þá er ekki mikið um senur þar sem þrívíddin fær að njóta sín. 

Myndin kennir okkur að maður þarf enga ofurkrafta til þess að vera hetja og láta gott af sér leiða, og er sá boðskapur eitthvað sem við getum öll fylgt eftir.

Stórgóð mynd sem vert er að sjá í bíó með allri fjölskyldunni og heimilishundinum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei