Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Superbad
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á superbad um daginn og mér fannst hún æðislega fyndin, hún var eitthvað svo frumleg og skemmtileg. Hún er ekki eins og allar hinar svona unglingagrínmyndir sem hafa komið út á seinustu árum sem eru allar nákvæmlega eins. Leikararnir í Superbad líta út eins og krakkar á þessum aldri líta út, strákarnir eru ekki allir einhver massatröll og stelpurnar eru ekki einhverjar sílikonbombur sem eru um 25-30 ára þó að þau eigi að vera um 18 eins og gerist svo oft í myndum og sjónvarpsþáttum. Leikurinn er góður og brandararnir fyndnir, minn uppáhalds er þegar gaurinn sem er að keyra með strákana spyr hvort þeir séu með myspace:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei