Gagnrýni eftir:
Pay It Forward
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð hugmynd liggur af baki þessari sögumynd, en því miður tekst hvorki Kevin Spacey né Helen Hunt að bjarga ótrúlega klisjukenndu og hreinlega óáhugaverðu handriti. Það eiga allir að svo bágt í þessari mynd að ég gat ekki annað en flissað. Ekki nóg að kvenpersónan sé einstæð móðir sem vinnur á einhverskonar strip búllu, heldur þarf hún líka að hafa átt ömurlegan eiginmann (Bon Jovi að leika sjáfan sig?) og bilaðan bíl í bílskúrnum. (Auk þess á hún enn meira bágt, en það væri spoiler að segja frá því). Ég mæli með að þið bíðið eftir því að Stöð 2 taki þessa mynd til sýninga... hún er ekki 700Kr. virði.