Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Departed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var komin tími til að einhver gæfi þessari mynd lélega dóma. Ég er mjög hissa á dómunum hér að ofan. Mér fannst þessi mynd nefnilega ógeðsleg, vægast sagt !

Ég fór á The Departed nýlega í bíó. Myndin byrjaði alveg þokkalega, fyrir utan ógeðslegt orðbragð sem hélst út alla myndina (því miður). Ég bara spyr: til hvers er verið að hafa svona ljótt orðbragð ? Það er allavega alls ekki fyndið !

Það er ekki nauðsynlegt að hafa ljótt orðbragð í mafíu- eða glæpamyndum til þess að gera þær raunverulegar eða skemmtilegar. Ef ég byggi í enskumælandi landi myndi ég án efa aldrei tala með ljótu orðbragði.

Svo er myndin bara ógeðsleg einsog ég nefndi hér áðan. Alltaf einhver(jir) að deyja og blóð út um allt. Aðalpersónurnar eru ávallt með byssu á sér og hika ekki við að nota þær. Mér finnst þessi mynd alls ekki raunsæ.

Myndin endar líka mjög asnalega. Allar aðalpersónurnar deyja, líka góði maðurinn. Ætli það verði ekki gert enn verra framhald ?

Þessi mynd er líka alltof langdregin, 2 og hálf klst. Mér finnst oft sem ekkert væri að gerast í myndinni.

Leikararnir skila auðvitað sínu, sérstaklega finnst mér Leonardo DiCaprio leika sitt hlutverk frábærlega.

Þessi eina og hálfa stjarna er fyrir góðan leik og svo var sköpuð spenna af og til sem mér fannst ágæt.

Að lokum vil ég segja að almennt séð finnst mér allt of mikill hávaði í bíó. Það þarf ekki að hafa óþægilega mikinn hávaða til að skapa spennu, eða einhverja sérstaka stemningu. Ég neyðist alltaf til að hafa eyrnatappa með því mér finnst mjög óþægilegt að vera í svona miklum hávaða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei