Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Blóðbönd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd!



Hún kom mjög innilega á óvart. Maður trúir persónunum svo vel og ólíkt flestum íslenskum myndum þá eru leikararnir ekki tilgerðarlegir og asnalegir.

Algerlega laus við lélegar samtalssenur sem maður trúir bara engan vegin.



Þetta er engin brjáluð spennumynd heldur bara svakalega flott sýn á eitthvað sem gerist í feluleikjum venjulegrar íslenskrar fjölskyldu.



Ég verð bara að segja að hún kom mér sannarlega skemmtilega á óvart og mæli tvímannalaust með því að fólk kíki á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei