Gagnrýni eftir:
Under Suspicion
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð í ár. Leikararnir Gene Hackman og Morgan Freeman fara á kostum og þó sérstaklega Gene Hackman sem grunaður er um morð á tveimur ungum stúlkum. Myndin gerist í Puerto Riko og fjallar um skattalögfræðing (Gene Hackman) sem nýtur mikillar virðingar í bænum sem finnur lík af ungri stúlku. Hann er að fara á fjáröflunarsamkomu þar sem hann er aðalræðumaður vegna nátturuhamfara þegar Morgan Freeman sem er lögreglumaðurinn sem rannsakar málið biður hann um að koma á stöðina og gefa nánari skýringu á skýrslunni sem hann gaf við líkfundinn. Þegar Gene Hackman kemur á stöðina til þess að gefa nánari skýrslu að þá er ósamræmi í sögunni hans og Morgan Freeman sem ætlaði ljúka yfirheyrslunni á tíu mínutum verður að 4tima yfirheyrslu. Myndin er hæg og gerist að mestu leyti á lögreglustöðinni þar sem lögreglumaðurinn reynir að koma höggi á lögfræðinginn sem hopar og beygir sig undan spurningum hans. Þetta er ekki hasarmynd heldur sálfræðileg barátta tveggja manna sem þekkjast frá fornu fari. Endirinn er óvæntur og hef ég ekki séð mynd sem fjallar um þessi málefni fyrr. Meira má ég eiginlega ekki segja um myndina til þess að eyðileggja ekki stemmninguna fyrir ykkur sem vilja sjá myndina.