Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



102 Dalmatians
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var með talsverði eftirvæntingu að ég fór með dætur mínar (3 og 5 ára) á þessa mynd. Eftir hefðbunda kynningu á öðrum myndum (m.a. kynningu á vampírumynd) þá hófst myndin. Hún fór vel af stað, mjög vel gerð og frábært að sjá hvað hundarnir leika vel. Þegar Grimmhildur birtist þá kárnaði hinsvegar gamanið fyrir þá yngri (3 ára að verða 4). Sum atriðin voru gerð alltof ógnvekjandi þ.a. að jafnvel mér var brugðið (ég reyndi þó að harka af mér og sína stillingu). Söguþráðurinn var góður en alltof mörg ljót atriði skemmdu annars ágæta mynd. Sú eldri var nokkuð ánægð en hin sat í fanginu á mér allan tímann og vildi nokkrum sinnum fara heim. Einnig mátti heyra grát einhverra barna í salnum.... Annars ætla ég að fá mér svona doppuhund, þeir geta sjálfir kveikt á vídeóinu ! Bönnuð börnum yngri en 4 og viðkvæmum pöbbum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei