Gagnrýni eftir:
Silent Hill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ákvað að kíkja á þessa mynd eftir að hafa lesið mjög misjafna dóma á þessari síðu (og flestir þeirra voru slæmir) og meta þessa mynd sjálfur. Ég tek það strax fram að ég er frekar linur á svona hryllingsmyndum sérstaklega þar sem hryllingurinn er svona grafískur,(ég gat t.d. ekki klárað nachosið mitt þegar ég sá Hostel).
Ok aftur að Silent Hill, það sem ég var ánægðastur með eru hljóðin og tónlistin í myndinni, þau skiluðu sér sérstaklega vel og gerðu kannski hálf slappar tölvuleikjasenur virkilega ógeðslegar, svo fannst mér búningar og allt lúkkið á myndinni flott. Það helsta sem ég fann að var hvernig framvindan í sögunni stoppaði þegar leið á myndinna, það verður svo þreitt þegar persónurnar eru einhvernvegin fastar í sama ruglinu í allt að hálftíma að mér fannst.
En allavega, fín afþreying, nóg af ógeðslegum atriðum fyrir þá sem fýla svoleiðis en framvindan í myndinni full hæg.
Green Street Hooligans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geðveik mynd, allar fótboltabullur sameinist og farið á myndina. Eftir á líður manni eins og að hafa farið fótboltaleik og sé á leið í slagsmál með félögunum. Varúð í myndinni eru gróf og raunveruleg slagsmálaatriði, sem minna á Fight club og Snatch. En svo er myndin alveg rosalega sorgleg á köflum sem gerir hana bara en betri.
Lord of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég bjóst við því að lord of war væri allt öðruvísi mynd, ég bjóst við raunsæilegri mynd um vopnabraskara sem selur vondu köllunum byssur og þar sem hann sjálfur myndi lenda í eldlínunni og þurfa að taka til sinna málanna, EN NEI! svo var ekki. Í staðin er Yuri (Cage) bara einhver skíthæll sem maður er næstum því farinn að halda með í miðri mynd en svo er honum næstum þvi alveg sama um allt og alla, og hugsar bara um að bjarga sínu eigin skinni þótt það kosti saklaust fólk lífið sem gerir það að verkum að maður á mjög erfit að skilja stöðuna sem hann er í. En okey ég skil að þetta sé raunverulegra þannig, því að flestir vopnabraskarar eru svona í alvörunni, en þá finnst mér vannta að aðrir hlutir þyrftu að vera raunverulegri t.d. eins og um hvernig svona viðskipti fara fram, hvernig maður finnur kaupanda og hvernig maður á að fara að því að múta öllum svona til þess að láta sig í friði.
Saw II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja mér langar nú að tjá mig aðeins um þessa mynd, en best að taka það strax fram að ég bjóst ekki við miklu þar sem mér fannst fyrri myndin stórlega ofmetin, en samt fór maður nú á þetta framhald. Í byrjun virkar myndin ágæt, eitthvað fólk er læst inn í einhverju húsi sem er fullt af gildrum og þrautum sem fólkið þarf að leysa til þessa að lifa af, allt voðalega spennandi. En svo verður þetta allt voðalega heimskulegt, t.d. voru margar þrautirnar allt of léttar að mínu mati og var maður búinn að fatta margt í byrjun myndarinnar sem persónurnar föttuðu ekki fyrr en í endan og svo hvernig sumir virtust bara deyja vegna þess að myndin var að vera búinn og ekki tími fyrir neinn undanfara. En tvistið í endan er mjög sniðugt og fær myndin tvær stjörnur fyrir það, en hina hálfa fyrir flotta kellingar í kvennhlutverkum.