Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Walking Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Pursuit of Happyness er erfið mynd og ég átti stundum erfitt með að átta mig á henni. Hún fjallar um Chris Gardner, sem leikin er af Will Smith. Chris, konan hans og fimm ára sonur hans búa saman í lítilli íbúð í San Fransisco á níunda áratugnum. Chris er í glötuðu sölumannsstarfi þar sem hann neyðist til að selja tæki sem á að koma í staðin fyrir röngentæki, en er hálf misheppnað og erfilega gengur að selja. Þar sem hann fær aðeins borgað þegar hann selur tæki hefur sölutregða bein áhrif á tekjur fjölskyldunnar. Þannig er kjarna myndarinnar náð. Chris, þrátt fyrir að vera ágætlega gefin, nær ekki árangri í því umhverfi sem hann er í. Niðurstaðan er of litlir peningar til að framfleyta fjölskyldunni.


Sífellt versnandi fjárhagsstaða fer illa með fjölskyldulífið og að lokum fer konan hans frá Chris og syni hans (ath.sem leikin er af raunverulegum syni Will Smith).


Í framhaldinu fær Chris tækifæri á að vera ólaunaður lærlingur hjá stóru verðbréffyrirtæki og þarf á sama tíma að hugsa fyrir sér og syni sínum við gríðarlega erfileika að hluta án nokkurra tekna.


Það er einmitt þessi barátta sem mér fannst merkileg, sérstaklega í því samhengi sem ég, íslendingurinn, sé hana. Það er nefnilega erfitt að átta sig á því umhverfi sem myndin á sér stað. Hina gríðarlega harða samkeppnisumhverfi sem er hluti af amerískum kúltúr. Fátæktin sem birtist í myndinni er á köflum svo yfirengileg og hræðileg að mér fannst hún óþægileg áhorfs. Mér fannst stundum eins og höfundar myndarinnar hafi ákveðið að nota sömu aðferðir og maður sér í hryllingsmyndum eins og var t.d. notað í hostel. Þar sem ofbeldið var yfirengilegt og í súrrealískt í sjálfu sér. Þessu líkt er fátæktin í The Pursuit for Happyness í forgrunni sögunnar og yfirskyggir á köflum söguna sjálfa. Þetta trix er svosem ekkert alsæmt, en í þessari mynd verður það til þess að maður gleymir sögunni og dettur niður í að vorkenna... þannig missir myndin aðeins taktinn og hugurinn hvarflar burt.


Að öðru leiti er fínt flæði í myndinni. Will Smith stendur sig vel, en senuþjófurinn er sonur hans, sem er afar sannfærandi í erfiðu hlutverki fimm ára gutta. Almennt séð mundi ég seigja að þetta væri fín mynd, en kannski ekki þessi stórgóða mynd sem ég bjóst við. En það verður þó að koma fram að þessi mynd fékk mig til að hugsa og það veðrur ekki af henni tekið!


Mér finnst ég þurfa að taka fram að ég veit í raun ekkert um kvikmyndir eða kvikmyndagerð. veit ekkert um lýsingu, tæknibrellur, leikurum e.þ.h. En ég hef hinsvegar áhuga á handritum og því ritverki sem kvikmyndir byggja á.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Kiss
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Zach Braff er hæfileikaríkur maður og með þessari mynd, “The Last Kiss” fylgir hann eftir hinni feikna sterku mynd “Garden State”. Í “The Last Kiss” tekst hann á við hlutverk ungs manns sem stendur á þrítugu. Lífið virðist ljúft, skemmtilegir vinir, sæta kærustu og góða vinnu. Kærastan hans er ófrísk og því tímamót framundan. En óvissan nagar hann þar sem hann gerir sér grein fyrir að lífið framundan er í föstum skorðum. Fyrir honum liggur að giftast, eignast börn, kaupa hús o.s.frv.


Á þessum tímamótun hittir hann “cuite brunette”, unga háskólastelpu, sæta og skemmtilega. Hann fellur fyrir henni og veröldin hans hrynur. “The Last Kiss” er ágætlega skrifuð mynd og Zach Braff kemst vel frá leiknum eins og flestir aðrir leikararnir í myndinni. Helst fannst mér leikstjórinn eyða of litlum tíma í samband persónu Zach Braff og “ the cuite brunette” (Rachel Bilson), en hann tekur afdrífaríka ákvörðun án þess að mér fannst sambandið milli þeirra vera orðið trúverðugt.


Enga síður er þetta ljómandi mynd sem fær mann til að hugsa, en það er skortur á slíkum myndum nú til dags.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei