Gagnrýni eftir:
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skrítið að finnast ég vera að gefa myndinni of lítið en samt of mikið. Þetta er góð mynd, verð ég að viðurkenna, en langt í frá að vera jafn spennandi og Lömbin þagna, hana skortir þessa sálrænu spennu og þungavikt sem fyrri myndin hafði og persónan Clarice Starling, mjög vel leikin af Julianne Moore, er eitthvað svo flöt því það vantar á einhvern hátt öll þau einkenni sem hún hafði í fyrri myndinni, þarna er hún vammlaus, blind gyðja réttlætis og góðmennsku án nokkurs efa að manni finnst og einhvern veginn virkar það á mig eins og hún eigi að vera hasarhetja frekar en persóna. Það sem upp úr stendur er Hannibal sjálfur stórkostlegt dæmi um siðblindu og viðbjóð sem ekki er hægt að gera sér í hugarlund, og það verður að játast að Anthony Hopkins umbreytist allur í þessu hlutverki, geðveikislegt augnaráðið og öll hans hegðun gera mann dauðskelfdan og að mæta þessari persónu í myrkri myndi nokk örugglega skelfa úr mér líftóruna, aðrir leikarar komast vel frá sínu og þá sérstaklega Giannini sem er einstaklega sannfærandi ítölsk lögga. Hlutur Gary Oldman, sem er óþekkjanlegur sem ríkur geðsjúklingur og fórnarlamb Hannibals er líka mjög stór, þrátt fyrir að förðunardeildin hafi farið hamförum í að reyna að skapa algjöran ófögnuð, nær hann að láta óeðli dýrsins skína út úr hverjum andlitsdrætti dýrsins og maður er þakklátur fyrir að hann skuli bundinn í hjólastól. Þrjár stjörnur fær þessi mynd fyrir A.Hopkins og G.Oldman sem leika sinn hvorn brjálæðinginn og það sem upp á vantar í fjórðu stjörnuna skrifast á handritið, en flatneskjan og klisjurnar sem koma út úr Hannibal hljóta að skrifast á það og þær tilraunir Hollywood til að skapa hittara úr lélegri bók Harris, hafa tekist en hefði samt getað orðið betri, ef sumum formúlanna hefði verið sleppt, en samt fæ ég mig ekki til að gefa henni minna en 3 stjörnur.
Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
O.K. myndin á eftir að verða umdeild og eflaust ekki jafn vinsæl og Sixth Sense, en ég verð að segja eins og er að hún er betri. Unbreakable er tvímælalaust mynd ársins 2000 og mér fannst hún ákaflega spennandi, handrit leikur og leikstjórn féllu mjög vel saman og sköpuðu að mínu mati sérstaklega skemmtilega og sannfærandi mynd þar sem gott og illt? berjast. Bruce Willis og Samuel L. Jackson leika tvo menn í leit að svörum, spurningarnar eru ekki þær sömu en svörin þau sömu, þeir leita að tilgangi lífsins og hvort þeir finna hann eða ekki verður hver að finna hjá sjálfum sér. Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart því það þurfti ekki ofbeldi eða hraða atburðarás til að skapa spennu, hæg byggingin kom skemmtilega á óvart en myndin varð aldrei leiðinleg. Fléttan er hæggeng að sama skapi en kemur á óvart, sem er eitthvað nýtt í myndum síðustu ára. Ég veit ekki hvað ég get skrifað meira um þessa frábæru mynd, en þeir sem búast við teiknimyndahasar og heilalausu handriti ættu frekar að fara á Red Planet.
Red Planet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrirgefið, en mér stendur ekki á sama, þessi mynd er bara sú lélegasta sem ég hef séð í bíó í mjög langan tíma, ég fór á hana með væntingar, því miður, og var að vona að eitthvað yrði varið í hana, en því miður, hún er bara ömurleg. Ég gekk hreinlega út með grátstafina í kverkunum, öllum þessum peningum hefði verið hægt að eyða í eitthvað gáfulegt og skemmtilegt. Í staðinn fáum við geimkúrekann Val Kilmer, sem sýndi enga hæfileika í þessari mynd, Chuck Pfarrer skrifaði handritið örugglega með því að klippa saman handrit úr öllum (þá meina ég öllum) vísindaskáldsögum síðustu fimmtán ára og við stjórnvölinn situr Anthony Hoffman, sem getur ekki ákveðið sig hvort hann sé að stýra Alien, Terminator, 2001, Armageddon eða Space Cowboys. Þetta er leitt og öll myndin virðist vera uppbyggð á þann hátt að Kilmer sé hetjan, harður og tilfinninganæmur í senn og einhvern veginn er öllum hugmyndum í handriti safnað saman og hrært í með vellu. Ef þið farið á þessa mynd, í guðanna bænum farið á hana með því hugarfari að hún sé kennslumyndband í því hvernig eigi ekki að gera kvikmynd.
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ofbeldi, grimmd, peningar, heimska, kynþáttafordómar, það vantar bara kynlíf og eiturlyf og þá yrði þessi mynd komin með allan skalann. En hvað gerir hana svona rosalega góða ??? Ja Guy Ritchie, handrit og leikstjórn í einni sjúkustu mynd seinni tíma, hún er hreint "Masterpiece"! Leikurinn, fléttan, húmorinn, þetta sýnir fram á alla þá snilld sem hægt er að koma fyrir í einni kvikmynd og manni langar aftur á hana, bara til að sjá alla þessa auka koma saman aftur, því það er ekki ein góð sála í myndinni, ALLIR eru spilltir og samúðin með liðinu lítil en þeim mun meira hægt að hlæja að þeim. Farið á þessa mynd, lítið hjá blóðinu, heilaslettunum og subbuskapnum og njótið þessarar ákaflega óamerísku perlu, sem eflaust verður gerð upp á amerískuna fljótlega, horfið og njótið.
Shanghai Noon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vestrinn er dauður sagði einhver fyrir nokkrum árum, og að vissu leiti er það rétt, en samt, Shanghai Noon er bara kvikmynd sumarsins, hún er hvorki dýpsta mynd sumarsins né sú mest spennandi og hún er vestri. Það er bara eitthvað við Jackie Chan og myndir hans, einhver ferskleiki sem vantar í aðrar myndir gerðar í dag. Mér er t.d. sama þótt hann sé ekki besti leikarinn og að handritið sé gloppótt, skemmtunin er bara það mikil að ég var í marga daga að ná brosinu af andlitinu á mér. Owen Wilson og Jackie eiga góðan samleik og fóru greinilega af stað í myndina með því hugarfari að skemmta sér og öðrum, aðrir leikarar eru ekki alveg jafn sannfærandi og indíánagellan er eins og skrattinn úr sauðaleggnum og greinilega skrifuð með það fyrir augum að Roy (Owen Wilson) endi "happy ever after" eins og félagi hans. Aðrir gallar á myndinni voru eiginlega bara til að gæða hana meira lífi og þessum John Wayne fíling sem hefur vantað í seinni tíma vestra. Þessi mynd er hreinlega frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og ég mæli með henni fyrir alla sem taka sjálfa sig og aðra ekki allt of alvarlega.