Gagnrýni eftir:
King Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Blessaður, hver sem þú ert og endilega haltu áfram að lesa. Það eru nefnilega mjög mikilvæg skilaboð sem ég þarf að færa ykkur! Þegar ég fór á myndina þá vissi maður svona gróflega söguþráðinn: ''Kvikmyndagerðarfólk'' fer á eyju sem en hefur ekki verið fundin(skull island) og hitta frumbyggjana sem eru nú ekkert sérstaklega vinalegir. Svo ná þeir(frumbyggjarnir) að ræna stúlkunni og fórna henni fyrir King Kong. Kong ætlar bara að eiga hana en svo koma hinir mennirnir og ''bjarga'' henni og eru þar helling að ævintýrum á milli sem ég ætla ekkert nánar að fara í. Svo er apinn fangaður og farið með hann í borgina(voða gáfulegt) en svo sleppur apinn og ég segi ekkert meira:). Á meðan ég var að horfa á myndina var mér meira og meira ljóst að Peter Jackson er bara að reyna að selja myndina með flottum tæknibrellum en pælir ekki í hvað myndi raunverulega gerast í raunveruleikanum. Nú tel ég upp stóru mistökinn sem því miður fóru fram hjá Peter Jackson: Skordýr eru ekki með lungu og því gætu þær aldrei orðið eins stórar og raun ber vitni í myndinni. Þær myndu bíða bana vegna þess þær gætu ekki andað að sér nógu súrefni. Annað var að risaeðlurnar voru óeðlilega hrifnar að konunni. Þegar eitt skriðdýrið var að éta aðra stóra risaeðlu sem var dauð þá sá það konuna og fór af einhverri ástæðu að elta hana þótt hún hefði marga daga hlaðborð fyrir framan sig. Og þegar T-Rex drap skriðdýrið og konan fór úr felum þá henti T-Rex minnsta kosti eins tonna kjötbita fyrir mest 70kg ''nagga''. Það er bara fáránlegt. Svo virðast sem allar skepnur eru með nákvæmlega eins tennur. Beittar, breiðar og langar. Ef þú spyrð mig þá held ég að Peter Jackson sé bara orðinn blindaður af frægðinni. Og einhvernvegin sleppa aðalgaurarnir alltaf rétt áður enn eitthvað gerist. Og þegar eitthvað ógeðslegt á að fara að gerast fer alltaf myndavélin af eða það er bara klippt. Maður hugsar: af hverju gerir hann það? Og svarið er sísvona að hann hefur viljað fá myndina rated PG 13 svo fleiri hafi haft tækifæri til að fara á myndina svo hann græði meiri pening og sponsorarnir. Svo má nefna að þegar King Kong datt niður Empire State og allir voru að horfa á hann þá var eins og ekkert hafi gerst við hann. Í raun og veru hefði hann átt að vera stór klessa á veginum en það var ekki sprunga í veginum sem ég sá til. Og að lokum fannst mér þessi mynd ansi væminn á pörtum. Verið öll blessuð og sæl og takk fyrir að taka ykkur tíma til að lesa þessu litlu ritgerð mína!
Sahara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á myndina og hún er ágætis skemmtun! Þeir félagarnir finna pening sem tengist gömlu skipi og svo lenda þeir í miðju stríði og þurfa að hjálpa eikkuri konu! Ég mæli mjög með henni fyrir alla!Ef þér langar í bíó endilega skelltu þér á þessa!