Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Aviator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekkert sérstaklega spenntur til að byrja með þegar ég heyrði fyrst getið um þessa mynd um ævi Howard Hughes, því síður að ég vissi eitthvað um þann ágæta mann (hafði einhvern tímann heyrt um hann í sömu andrá og hina risavöxnu Hercules flugvél.) en þegar Martin Scorsese er við stjórnvöllin verður maður einfaldlega að láta sjá sig í bíó og upplifa það sem hann hefur fram að færa. Martin Scorsese hefur alveg einstakan frásagnarstíll og gæti gert klukkutíma í lífi rykmaurs að viðburðarmiklu og spennandi lífi. Ekki skilja mig sem svo að Howard Hughes hafi lifað einhverju “rykmauralífi”, síður en svo!! Maðurinn hefur einfaldlega verið snillingur og að festa líf hans og störf á filmu hefði átt að eiga sér stað fyrir löngu síðan en það gerir einmitt Martin Scorsese svo sannarlega með tilþrifum. Þrátt fyrir nokkra hnökra í persónusköpum aðalpersónunnar og tengsl hans við aðrar persónur í myndinni tekst honum vel upp með að glæða þær lífi og í aðstæðurnar sem þær eru í hverju sinni án þess að detta út í yfirdrifnar tilfinningar. Atburðarásinn er nokkuð hröð í byrjun og nær góðu “risi” en gengur síðan til baka þegar líða tekur á myndina sem er alls ekkert slæmt, þar sem myndin í heild sinni þolir vel þau uppgjör sem eiga sér stað í niðurlagi hennar. Tökur og klippingar eru magnaðar og skemmtilegt að sjá hvernig hann nær að fanga andrúmsloft þess tíma sem sögupersónurnar eru sprottnar úr með einföldum enn úthugsuðum aðferðum. “Golfatriðið” er eftirminnilegt fyrir þær sakir að litaáferð og samtal gera það hálf ljóðrænt. Aðrar tökur eru líka hreinasta unun á að horfa. Leikarar standa sig allir með prýði enda ekki við öðru að búast undir leikstjórn sem þessari. Cate Blanchett og Leonardo Dicaprio komast vel frá hlutverkum sínum og mega vel við una. Myndin er tæplega þrír tímar á lengd og hvet ég alla þá sem hafa þrjá tíma aflögu og hafa gaman af að gleyma sér yfir góðri kvikmynd, tala nú ekki um að kynnast Howard Hughes, að sjá hana!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Gathering
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tók þessa mynd eftir að hafa lesið um hana í Myndbönd mánaðarins þar sem um hana er meðal annars sagt að hún hafi verið tilnefnd til fyrstu verðlauna á einhverri kvikmyndahátíðinni. Hér er á ferðinni mynd sem í raun og veru byrjar aldrei, það er að segja nær engu hámarki. Þetta hefur að vísu verið ágætis handrit sem vel hefði verið hægt að vinna betur úr án þess samt að detta út í einhverjar “hollywood flugeldasýningar”. Það sem aðallega er hægt að setja út á í þessari mynd, eru vondar tökur, slök klipping, og arfaléleg hljóðrás sem mér finnst persónulega skipta miklu máli í myndum sem þessum, hér vantar bara allann neista í atburðarásina sem hefði verið hægt að hafa hreyfanlegri og ,,hraðari”. Þrátt fyrir það skila leikarar ágætum leik og endirinn er merkilegur fyrir þær sakir að þar er hægt að finna boðskap....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hafið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins sá ég myndina Hafið sem ég hef ætlað að sjá í allan þann tíma sem liðinn er síðan hún var sýnd fyrst og ég get ekki sagt annað en að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum, sérstaklega í því ljósi að hér er á ferðinni meistari Baltasar Kormákur sem gerði hina eftirminnilegu 101 Reykjavík. Myndin er í sjálfu sér í heildina litið ágæt, það er að segja hún fangar mann að því leiti að aðstæður, umhverfi og viðfangsefni sem persónur myndarinnar þurfa að glíma við eru spennandi. Það má því segja að það eitt að kvóti sem efnisviður og að atburðarásin gerist í sjávarplássi ættu að vera gott hárefni til að vinna úr til að gera góða kvikmynd. Enn það gerist því miður ekki hér. Í byrjun myndarinnar sjáum við nokkurn veginn hvernig myndin endar alt’so hvert söguþráðurinn stefnir (og ég minnist þess líka að í öllum auglýsingum um myndina er hægt að sjá myndskeið af brennandi frystihúsi) þarna er verið að leika sér með áhorfandann sem á greinilega að spyrja sig í forundan hvað í drottins nafni sé að gerast?? En þegar líða tekur á myndina og ekki þarf langann tíma, sér maður nákvæmlega hvað á eftir að gerast sem þarf ekki endilega að vera löstur hér en ef vel hefði verið gert hefðum við kannski séð “stígandi” atburðarás með hápunkti sem enginn hefði séð fyrir. Atburðarásin er því brokkgeng þar sem persónum, hverjum öðrum dramatískari er hrúað saman í eina fjölskyldu þar sem yfirdrifin vandamál naga allt og alla og það skín í gegn að það hefði mátt gera betur með þær, það er að segja það vantar alla dýpt í þær, ekki nógu heilsteyptar. Enn þrátt fyrir lélega úrvinnslu handrits má sjá á köflum frábæran leik. Hilmir Snær sýnir að venju mjög góðan leik og sömuleiðis Gunnar Eyjólfsson sem nær að ljá sinni persónu þá dramatík sem til þurfti. Annars vantaði allt flæði í leikinn sumstaðar og fékk maður það helst á tilfinninguna að skrúfað hefði verðið frá krana þegar Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverki ömmunnar lét dæluna ganga. Í heildinna má segja að með betri úrvinnslu á handriti hefðum við mátt búast við miklu, þá segi ég miklu..miklu betri mynd en þetta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei