Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Just Like Heaven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. fyndin væmin og ... ja...frábær.

gerði mig að smá fífli þegar ég aahhh-aði í einu rómó atriði, og eitthvað fólk tók eftir.en þetta er frábær mynd með góðum og gildum húmor í bland við rómó atriði og svoleiðis. truflaði mig dálítið hvað Ruffalo var sætur. hefur hann verið í ræktinni. jammí. ef það væri nú gerð mynd um hann, það væri æði. allavega. Just like heaven er tíbísk chickflick mynd sem hefur það þó frammyfir hinar chickflick að (hafa Mark Ruffalo)vera um aðeins eldra fólk og hafa húmor
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eight Crazy Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jújú fín mynd, og góður húmor en mér fannst hún heldur langdregin og óþægilega væmin. persónurnar voru skemmtilegar á hinnbóginn. hreinfýrin voru frisky og asíski kallinn var ...hm klæðskiptingur? en annars voru mörg dramatísku atriðin voðalega löng. þó svo ég hafi voða gaman af dramamyndum - ekki misskilja, þær eru voða fínar, þá var þetta dálítið over the topp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
South Park: Bigger Longer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er hægt að finnast hún leiðinleg, ég bara spyr? þessir höfundar eru snillingar, þættirnir voru snilld og núna er myndin snilld. verð eiginlega að segja samt að persónurnar hefðu getað verið betur teiknaðar, en það er bara þeirra stíll og ég verð bara að sætta mig við það. annars eru það lögin sem mér finnst skemmtilegust. BLAME CANADA, BLAME CANADA lagið olli 10 mínútna hláturskasti hjá okkur vinunum, við urðum að setja á pásu. 3 & hálf stjarna, því teikningarnar gætu verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
March of the Penguins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svo það VAR morgan freeman sem talaði. mig grunaði það.

snilld snilld snilld. fékk hana í jólagjöf og fæ ekki nóg. frábærlega gert. þessir menn(konur) er bara snillingar. það þarf áræðanlega mikið til að maður fari að vorkenna mörgæsunum, og ég hefði áræðanlega ekki getað látið selina líta svona vondu-kalla-lega út. ég myndi ekki segja að þetta sé skyldueign, en þetta er voða flott og hugljúf mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð... minn... góður!!!

besta mynd sem ég hef séð lengi

pabbi var búin að mæla með bókinni og þegar ég frétti af myndinni ákvað ég að lesa hana. og svo næstu.og næstu, þar til ég var búin með þær allar

svo fórum við pabbi á frumsýninguna og hún var svo frábær að ég fór á hana aftur daginn eftir. ég var háð. ég las bækurnar aftur og er núna að lesa þær í 3ja skiptið. ég náði í myndina ólöglega þar til hún kom út þannig ég gat keypt mér hana.

en myndin er bara snilld. hún fær 18 & 1/2 þumla upp. það er æðislegt að þó svo myndin sé ótrúlega ólík bókinni, þá séu sömu brandararnir og sami húmorinn. þættirnir voru góðir líka, en það var pínu skrítið að hafa Ford hvítan (sá myndina fyrst). ég mæli 100% með henni. og það er mikið sagt, ef þið þekkið mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei