Gagnrýni eftir:
Í takt við tímann
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sá hana 2. jóladag. Alveg ótrúlega fyndin mynd. Var búinn að hlæja stöðugt í korter þegar ég fattaði að Dúddi var ekki einu sinn mættur. Og þegar hann mætti þá fyrst fór myndin að vera verulega fyndin. Hef heyrt að hún hafi verið klippt talsvert til eftir forsýningar. Slæm mynd fyrir þá sem ekki fíla absúrd húmor.
Sterkt Kaffi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Varúð. Þeir sem ekki hafa húmor fyrir sjálfum sér eða hafa ekki átt í ástarsambandi um æfina ættu að láta vera að sjá þessa prýðilegu litlu gamanmynd. Allir aðrir ættu að sjá hana. Myndin fjallar um tvö ung pör í Prag sem fara með litlum fyrirvara í ferð á æskuslóðir stúlknanna. Þau komast að því að þegar á reynir eru sambönd þeirra ef til vill ekki eins traust og og þau hefðu haldið. Samtölin í myndinni eru á köflum alveg óborganlega fyndin og persónurnar svo gegnheilar að stundum finnst maður vera fluga á vegg heima hjá einhverjum. Myndin minnir að vissu leyti á á rómantískar kómedíur eins og When Harry Met Sally og að vissu leyti á myndir Woody Allen. Hér er vissulega ekki um neina unglingamynd að ræða en flest þroskað og vel gefið fólk ætti að skemmta sér vel á Sterku kaffi. Stærstu kostirnir við myndina er vel skrifað og snjallt handrit þar sem áherslan er á persónurnar og samspil þeirra. Nokkrar senur í myndinni eru svo fyndnar að fólk á frumsýningunni var í gólfinu af hlátri. Því má bæta við að myndin er afbragðsvel leikin, í henni er flott tónlist og leikstjórinn næmur á smáatriði. Þrátt fyrir að myndin sé greinilega gerð af vanefnum, þá líður hún aldrei fyrir það. Kvikmyndaleikstjórar virðast fá meira fyrir peninginn í Tékklandi en hér heima.