Gagnrýni eftir:
Spanglish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já. Þegar ég sá myndina Spanglish kom mér tvent á óvart. Ég bjóst við að þetta væri grínmynd en svo er ekki, hitt var að myndin hefur fengið afar slæma dóma. Þegar ég sat og horfði þá óskaði ég þess að myndin myndi ekkert enda. Afskaplega þægileg og góð mynd, svona bland léttu gríni og alvöru. Myndin lætur manni líða vel, maður siglir svona með og Adam Sandler slær algerlega í gegn í þessu nýja en samt þekkta útliti. Ein besta mynd sem ég hef séð hvað varðar afþreyingar mynd. Kannski ég sé bara létt og væmin fyrir svona myndir. En þrjár stjörnur samt.
Hitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábærlega skemmtileg grínmynd. Will Smith gerir hana stórkostlega fyndna og Eva Mendes gerir hana flotta. Ég er búin að sjá hana tvisvar, hér og í Hollandi og hún varð bara betri. Vel skrifað handrit, smá í anda hellisbúan sem allir elskuðu. Þetta er must see mynd, og vertu tilbúin að hlæja. Endilega taka stelpu með á myndina samt ekki sem þú ert að reyna vingast við.! Gæti komið upp um þig...
Be Cool
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Be cool er bara cool. Ég skal samt viðurkenna að fyrsti hálfleikur myndarinnar var ekkert spes og ég íhugaði að ganga út. En sem betur fer sat ég lengur. Ég hló mig niður á gólf, frábærir karakterar í myndinni og afskaplega vel leikinn með frábærum lögum. Travolta slær beint ekki í gegn en nærvera hans í myndinni gerir hana samt svala. Ekki listavel gerð mynd en fínasta afþreying. ATH. Í myndinni eru atriði sem helst verður að sjá á stóru tjaldi, þannig kemur það best út.
Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alger eftirherma af fyrri myndinni. Örlítið fyndin og ekki mikið skemmtileg. Ég fór á hana því mér fynst Sandra B frábær, flott og fyndin, en hún leikur als ekkert fyndið hlutverk. Ég varð fyrir mikklum vondbrigðum og eina ástæðan ég gekk ekki út var vegna þess ég var með svo mikið popp eftir. Því miður
The Pacifier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, the pacififier er svona fín afþreyingar mynd, fyndin skemmtileg og þægileg. Kannski ekki alveg stórkostleg óskarsverðlaunarmynd en heldur ekki beint það sem maður vonast eftir. Vin Diesel er flottur í myndinni leikur vel og skemmtileg, samt ekki frábrugðin öllum öðrum myndum sem maður sér í þessum dúr, kannski videoleigu mynd en mustsee samtsem áður.
Wimbledon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég sá trailerinn nokkrusinnum þá hugsaði ég fram og til baka hvort ég ætti að sjá hana, mig kitlaði smá en samt ekki. Svo ákvað ég að skella mér, og vá. Ensk snild. Aftur hafa Bretarnir slegið í gegn. Frábærlega fyndin, rómatísk og spennandi. Alvöru grín um alvöru persónur, allt annað heldur en óraunverulegar aðstæður í USA myndum sem þó geta verið spennandi. Algerlega þess virði að sjá. Langt síðan ég skemmti mér svo vel.