Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A Cinderella Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Var á þessari mynd áðan, mér líkaði meira við leikarana en myndina sjálfa. En ok, salurinn BARA stelpur (fyrirsjáanlegt) Myndin var ágæt, flöt og svona, en what can you do? Ég var nú bara þarna útaf augnakonfektinu (Chad Michael Murray nefnilega) og hann stóð undir sínu. Maður var svosem alveg kominn inní það að fíla söguna pínulítið undir lokin. En það sem sló allt út voru stelpurnar bakvið mig, litlar smástelpugelgjur, óhræddar við að TALA OG TALA alla myndina. Maður heyrði t.d. hjá þeim í sorglegu atriði: Ó, mig langar svo að fara inní bíómyndina og faðma hana og hugga, hún er svo leið! Þetta bjargaði þessari upplifun alveg, ég gat ekki varist hlátri, því að ég tel mig vera vaxna ansi vel uppúr þessu stigi, ef ég fór einhverntíman svona harkalega á það. Myndin fær tvær og hálfa stjörnu, ekki frábær, bara allt í lagi, góð skemmtun, svona leigumynd á rigningardegi, en stelpur mínar, þið fáið fjórar. ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei