Gagnrýni eftir:
The Terminal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessa mynd sá ég tvisvar úti í Bandaríkjunum í Júlí. Hún byrjar ekkert voða spennandi en þegar á heildina er litið er þetta frábær skemmtun. Tom Hanks er ótrúlega fyndinn sem útlendingur sem getur ekki talað neina ensku. Hann kemur frá óþekktu landi og þegar hann lendir á JFK þá þurfa starfsmenn flugvallarins að reyna að útskýra fyrir honum að það sé komið stríð í landinu hans og ríkistjórnin hafi verið leyst upp og allar samgöngur lokaðar. Hann getur því hvorki farið aftur heim né fengið landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Því er það eina sem hægt er að gera er að leyfa honum að vera í International Terminalinu. Út frá því kynnist hann mörgum skemmtilegum karakterum svo sem skúringarkallinum og flugfreyju (Catherine Zeta-Jones).
Þessi mynd er frábær skemmtun og ég mæli með henni. Hún er mjög sæt og fyndin. Ekta feel-good movie :)