Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það slá fáar framhaldssmyndir út fyrri myndir og þessi gerir það svo sannarlega ekki, en þrátt fyrir það þá er hún frekar góð og mjög svo ógeðsleg, og ekki vantar heila og blóð o.s.frv. Endilega skellið ykkur á þessa mynd, og eitt mjög mikilvægt: Ekki fá ykkur neitt nammi eftir hlé!! Annars ágætis skemmtun:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vertical Limit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var eins sú rosalegasta mynd sem ég hef séð lengi, mikill hasar og læti, heldur manni við efnið allan tímann. En, það er einn rosalegur galli í þessari mynd. Eitt er það þegar þeir eru að hrapa niður fjallshlíð, ok. þeir reyna eins mikið og þeir geta að höggva sig fasta með ísexi, en það tekst aldrei, ekki fyrr en á blábrúninni þá höggva þeir sig ekki fasta, heldur krækjast einhvern veginn í blábrúnina á fjallinu, og ná að koma sér upp með einum eða öðrum hætti. Svo er annað, hvað í helvítinu eru þeir að gera með stórhættulegt sprengiefni uppi á K2, allir vita að það er stórhættulegt að sprengja sprengju uppi á fjalli, og þegar O'Donnel stekkur yfir 500 m. langt gljúfur(kannski ýkt) og slasar sig ekki neitt! En þrátt fyrir þetta allt saman er þetta ágætis mynd og á tvær og hálfa stjörnu fyllilega skilið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd lofa alveg rosalega miklu í trailerinum, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Myndin er að vísu eins og einhver annar sagði frekar lengi að byrja og bara langdregin, en hugmyndin að baki þessari mynd er bara hreint út sagt stórkostleg. Ekki var það verra að hafa svona algerlega anstæðar persónur í myndinni, t.d. mr. Glass og svo Bruce Willis. En samt alveg rosalega góð mynd sem allir ættu hiklaust að fara á, hún hefði fengið fjórar stjörnur hefði hún ekki verið svona langdregin
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrein S N I L L D, þetta er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð á minni stuttu ævi. Ég ætla ekkert að segja frá þessari mynd því þá spilli ég öllu fyrir ykkur, sem eigið eftir að sjá þessa gargandi snilld, leigið þessa sem F Y R S T.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie's Angels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var alveg gríðarlega flott og gellurnar þar í sérflokki. Óþokkinn var líka góð hugmynd („The Creepy Thin Guy“), Tónlistin var vel hentug við þessa mynd, t.d. „Smack My Bitch Up!“ með Prodigy var vel staðsett í miðjum bardaga. Eini gallinn sem ég sá við þessa mynd var sá að þegar þær stöllur töluðu saman varð útkoman oft gelgjuleg og asnaleg, og líka þegar þær segja „Hi Charlie“, en annars stórgóð mynd og ég mæli hiklaust með því að allir fari á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blair Witch 2 : Book of Shadows
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd því, Blair Witch 1 lofaði hrikalega miklu. En þessi mynd var engan veginn að virka því hún var næstum ekkert ógeðsleg, OK það voru sum spooky atriði en það er allt og sumt, ég get því miður ekkert mælt með þessari mynd. Eina skiptið sem mér brá var þegar vesæl ugla flaug inn um gluggann. MIKIL VONBRIGÐI!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei