Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Stuart Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ssjaldan hefur ein kvikmynd verið auglýst svona mikið og sjaldan hefur ein kvikmynd valdið mér svona miklum vonbrigðum. Þessi mynd snýst bara um kettina sem reyna að ná músinni og það er eiginlega ekkert af ljóðrænum og fyndnum atriðum með stráknum og músinni saman fyrir utan þegar þeir voru saman á baðinu og að mála saman bátinn. Þessi mynd segir frá hjónum sem ættleiða mús og heimiliskettinum sem líkar alls ekki við hann og fær aðra flækingsketti í lið með sér og þeir reyna að drepa músina en hún flýr alltaf undan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Bug's Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er engin spurning, Bugs life er einfaldlega besta myndin. Hún fjallar um vinnumaur sem leggur upp í langa ferð við að bjarga búinu frá engispretunum. Hann átti að leita að her en það sem hann fékk var fjöllistahópur. Það er frábær tölvugrafík (betri en í toy story) en þó má finna galla í henni. Seinustu mínúturnar voru orðnar svolítið langdregnar en fyrir utan það er þetta rosalega góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei