Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Road to Perdition
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Road to Perdition er kvikmynd sem ég hafði lengi beðið eftir að sjá. Hér sést Tom Hanks í allt öðruvísi hlutverki en hann er vanur að vera í. Hann leikur leigumorðingja fyrir Írsku mafíuna, þar sem Paul Newman er foringinn en Tom en er samt ábyrgðarmikill fjölskyldufaðir. Í Sullivan fjölskyldunni eru Michael Sullivan (Tom Hanks), Annie Sullivan (Jennifer Jason Leigh), Peter Sullivan (Liam Aiken) og Michael Sullivan jr. (Tyler Hoechlin). Myndin byrjar á því að Michael jr. stendur við hafið og ætlar að segja sögu hans og pabba síns. Eitt kvöldið þegar Mike segist þurfa að vinna stelst Michael jr. í bílinn hjá honum og verður vitni að morði sem Mike og Connor Rooney (Daniel Craig) fremja. Stuttu seinna verða Annie móðir Michaels og Peter, bróðir hans myrt og leggja feðgarnir þá saman á flótta.

Væntingar mínar til þessarar myndar voru gríðarlega og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Road to Perdition er hingað til besta mynd ársins og ein af bestu myndum sem ég hef séð. Leikararnir standa sig mjög vel, þá sérstaklega Tom Hanks sem sýnir hér enn einn stjörnuleikinn. Jude Law er einnig mjög góður í sínu hlutverki.Sam Mendes heldur áfram að sanna hvað hann er frábær leikstjóri en það gerði hann fyrst með American Beauty. Road to Perdition er mjög þung, sorgleg og spennandi mynd sem ég mæli með fyrir alla kvikmyndaáhugamenn og þá sem hafa áhuga á góðum glæpamyndum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The New Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndir eins og þessi eru aðeins gerðar til að græða pening og það virðist alltaf takast mjög vel sama hve léleg myndin er. The New Guy gerir mikið grín af öðrum myndum og líka aðeins af persónum úr raunveruleikanum t.d. Eminem. Væntingar mínar til þessarar myndar voru ekki miklar en ég fékk svipaða mynd og ég bjóst við.


Dizzy (DJ Qualls) er mesta nördið í skólanum sínum og hann er mjög oft hafður að fífli. Dag einn fær hann verstu útreið sem hann hefur fengið í skólanum. Eftir það verður hann handtekinn í reiði sinni sem endar með að hann fær stutta fangavist. Í fangelsinu kynnist Dizzy svarta töffaranum, Luther (Eddie Griffin). Luther kennir Dizzy að verða að töffara svo álit annarra á honum muni breytast. Þegar Dizzy kemur úr fangelsinu ætlar hann að halda því leyndu hver hann er í skólanum svo hann geti hafið nýtt líf fyrir alvöru. Það tekst og brátt er Dizzy orðinn að mesta töffara skólans.


The New Guy er nokkuð fyndin á köflum þó sumir brandararnir séu sorglega ófyndnir og asnalegir. Handritið er alveg glatað og leikararnir standa sig mjög misjafnlega. Bestur leikaranna er Eddie Griffin en hann er sá eini sem stendur fyrir sínu í myndinni. Ed Decter hafði greinilega engin tök á því sem hann var að gera en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikstýrir kvikmynd.


The New Guy er mjög slæm kvikmynd sem mjög lítið hefur verið lagt í þannig að þetta er greinilega b mynd. Þó að þetta sé slæm mynd á hún sína fyndnu kafla en er samt sem áður í verri kantinum.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
All About the Benjamins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndirnar Friday og Next Friday eru mjög gott dæmi um lélegar Hollywood myndir og hann Ice Cube kallinn hefur látið lítið gott af sér leiða í kvikmyndabransanum. Hann lék þó í Three Kings sem var alls ekki svo slæm en hann er alltaf jafn hræðilegur leikari. All About the Banjamins er nýjasta mynd hans en hann er framleiðandi hennar, leikur aðalhlutverkið, skrifar handritið og semur lögin. Ég bjóst því við mjög lélegri mynd áður en ég horfði á All About the Benjamins.

Aðalpersónur myndarinnar eru harði naglinn Bucum (Ice Cube) og Reggie (Mike Pepps). Ég gat stundum hlegið að fíflaganginum í Reggie en Bucum er bara heimskuleg persóna sem einhver mjög ólíkur Ice Cube hefði heldur átt að leika.

Bucum er mannaveiðari og hann þarf að vinna með smákrimmanum, Reggie sem hefur ætíð verið óvinur hans. Bucum fékk það verkefni að góma demantaþjófa en Reggie er á höttunum eftir týndum lottómiða með stórum vinningi á sem hann hafði keypt en tekist að týna áður en tölurnar voru birtar.

Handritið af myndinni er alveg hræðilegt en það er reyndar ekki skrýtið því Ice Cube skrifaði það ásamt Roland Lang. Söguþráðurinn er alveg út í hött og leikararnir standa sig hlægilega illa þá sérstaklega Ice Cube. Leikstjórinn, Kevin Bray er ekki mjög þekktur í kvikmyndaheiminum en All About the Benjamins er fyrsta myndin sem hann leikstýrir. Leikaravalið í myndinni er alveg út í hött og til að bæta gráu ofan á svart er fullt af hundleiðinlegum rapplögum í myndinni.

All About the Benjamins er svo sannarlega glötuð kvikmynd. Hún er fyrirsjáanleg, leiðinleg og illa gerð. Maður gat samt hlegið yfir sumum grín atriðum og jafnvel öðrum líka sem áttu ekki að vera fyndinn, því þessi mynd er svo ömurlega glötuð.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Best in Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin, Best in Show hefur fengið mjög margar tilnefningar til verðlauna en það hefur ekki gengið eins vel að vinna þau. Ég bjóst því við ágætri og fyndri gamanmynd.

Myndin fjallar um hundaunnendur sem vilja gera allt fyrir hundana sína áður en þeir keppa á stórri hundasýningu þar sem eru vegleg verðlaun í boði. Persónurnar kynna sig og hundana sína til sögunnar alveg eins og þetta væri í heimildarmynd. En allir berjast um að verða sá besti á sýningunni.

Myndin er að nokkru leyti í heimildar myndarstíl en á IMDb stendur að hún sé fake-documentary mynd. Söguþráður myndarinnar er ekki mjög áhugaverður og brandararnir eru misfyndnir. Leikararnir standa sig flestir alveg þokkalega þó að þetta sé enginn Óskarsverðlauna leikur. Handritið er nokkuð slappt en Cristopher Guest hefur aldrei verið eins góður í leikstjórninni. Hann leikur einnig lítið hluverk í myndinni eins og hann gerir oftast.

Ég hugsa að Best in Show hefði alls ekki getað orðið betri mynd en hún varð með þessum söguþræði og leikaraliði. Hún er samt ekki nógu góð og aðallega er handritið lélegt. Það er því greinilegt að þessi mynd er alls ekki fyrir alla en það eru greinilega nokkuð margir að fíla hana.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Panic Room
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði nokkuð miklar væntingar til þessarar myndar þar sem David Fincher leikstýrir henni. Bestu myndir hans eru Alien3, Se7en og síðast en ekki síst Fight Club. Jodie Foster er líka ein besta leikkona sem ég veit um sérstaklega út af leik sínum í The Silence of the Lambs.

Panic Room fjallar um mæðgurnar Meg (Jodie Foster) og Sarah Altman (Kirsten Stewart) sem flytja inn í mjög stórt hús á Manhattan. Í húsinu er eitt mjög öruggt herbergi sem var hannað ef innbrotsþjófar skildu brjótast inn en það fékk nafnið panic room. Strax fyrstu nótt þeirra mæðgna í nýja húsinu sínu brjótast þrír innbrotsþjófar þangað inn. Þeir kalla sig Raoul (Dwight Yoakam), Junior (Jared Leto) og Burnham (Forest Whitaker) Meg og Sarah flýta sér að sjálfsögðu inn í verndarherbergið en þjófarnir gefa fljótt til kynna að það sem þeir vilja er þar.

Panic Room heldur áhorfandanum spenntum allan tímann sem er mjög gott mál. En það er á köflum svo lítið að gerast. Myndin er ekki fyrirsjáanleg og kvikmyndataka þeirra Darius Khondji og Conrad L. Hall er alger snilld. Jodie Foser er mjög góð í sínu hlutverki ásamt Forest Whitaker og Jared Leto. Dwight Yoakam var reyndar ekkert að standa sig vel. David Fincher kynnir aðalpersónurnar mjög fljótt til sögunnar og hlutirnir eru mjög fljótir að gerast en endirinn er nokkuð slappur.

Panic Room er ágætis mynd þó svo að ég hafi búist við henni betri. Ég vona að fleiri góðar spennumyndir komi út á árinu en það hefur verið lítið af þeim undanfarið.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dragonfly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áður en ég horfði á þessa mynd bjóst ég við spennutrylli í anda Frailty og The Gift en mér skjátlaðist nokkuð því væmni og dramatík gengur fyrir í Dragonfly.

Dragonfly fjallar um lækninn Dr. Joe Darrow (Kevin Costner) sem missir eiginkonu sína, Emily (Susanna Thompson) í byrjun myndar þegar hún deyr í bílslysi í Kólumbíu. En það allra versta er að hún var ólétt þegar hún dó. Joe er mjög miður sín eftir að hafa misst konuna sína og hugsar um hana dag og nótt. Honum bregður hinsvegar illilega í brún þegar krakkar sem eru sjúklingar á spítalanum hans segast hafa séð konuna hans og það meira að segja í hjartastoppi. Joe reynir að fá ýmsar upplýsingar upp úr þessum krökkum en það er ekki að ganga allt of vel svo hann ráðfærir sig við nunnuna Nadeline (Linda Hunt) sem er miðill.

Eftir að Emily dó varð myndin ótrúlega væmin og það var eins og leikstjórinn, Tom Shadyac væri að reyna að gera eins dramatíska mynd og hann gæti. Svo þegar Joe fór að tapa glórunni hélt maður að myndin yrði að dúndrandi spennutrylli til enda en það stóð aðeins yfir í nokkrar mínútur. Þessi mynd er aðeins 98 mínútur en þrátt fyrir það er hún langdregin alveg frá upphafsmínútunum. Myndin er líka langt frá því að vera fyrirsjáanleg en í dag hafa langflestar myndir þann galla.

Kevin Costner var ekkert sérstakur í hlutverki sínu en ég þakka bara fyrir að hann leikstýrði myndinni ekki líka. Kevin hefur verið að leika í mörgum lélegum myndum síðustu árin en næsta hlutverk hans er í vestri myndinni, Open Range. Kathy Bates leikur lítið hlutverk í Dragonfly en hún stóð sig skást af leikurunum í myndinni. Handritið er svo sem allt í lagi en það unnu 3 menn að því (Brandon Camp, Mike Thompson, David Seltzer).

Dragonfly er ekki góð kvikmynd og versti hlekkur hennar af öllu vondu er endirinn!!! Hún á samt alveg ágæta kafla svo hún fer ekki alveg í hóp með verstu myndum ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svona snilldarmyndir eru ekki á hverju strái. Eftir að hafa horft á þessa mynd hugsaði ég með mér af hverju í fjandanum þessi snilld kom ekki í bíó. The Boondock Saints er ein besta mynd sem ég hef séð og hún hefur verið að fá frábæra dóma alls staðar og er geðveikt vinsæl á videóleigum þess vegna er ég ekki að skilja hvers vegna hún fór beint á myndband hér á Íslandi.


Myndin fjallar um McManus bræðurna 2 sem fá skipun frá himnum um að myrða nokkra glæpamenn og mafíuóssa. Brátt kemst síðan mjög snjall lögreglumaður að nafni Paul Smecker (Willem Dafoe) á hæla þeirra.

Willem Dafoe fer á kostum sem Paul Smecker í aðalhlutverkinu og þessi leikari er alltaf að hækka í áliti hjá mér. Flestir aðrir leikarar myndarinnar eru ekki jafn góðir og hann en eru samt alveg þolanlegir. Leikstjóri myndarinnar, Troy Duffy var mjög lítið þekktur áður en hann gerði þessa mynd sem er hans fyrsta leikstjóraverk.

Að mínu mati er The Boondock Saints mun betri og vanmetnari mynd heldur en Pulp Fiction sem margir eru að líkja henni við. Það er synd að þessi mynd hafi ekki verið verðlaunuð á kvikmyndahátíðum en það er eins og kvikmyndanefndirnar horfi fram hjá sumum myndum etc. þessari, Donnie Darko og fleirum.

The Boondock Saints er að mínu mati frábær kvikmynd sem fer í hóp með bestu myndum sem ég hef séð og er þriðja besta mynd ársins 1999.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Wars er langvinsælasta kvikmyndasería allra tíma en þrátt fyrir það eru myndirnar misgóðar. Fyrst kom Star Wars: Episode IV - A New Hope (1977) síðan Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back (1980) og síðan lokakaflinn, Star Wars: Episode VI - Return of the Jedi (1983). Star Wars aðdáendur þurftu svo að bíða í 16 ár til að sjá byrjunina, Star Wars: Episode I - The Phantom Menace (1999) sem er að mínu mati langversta Star Wars myndin. Núna 3 árum seinna er Star Wars: Episode II - The Attack of the Clones komin og Episode III kemur 3 árum seinna.

Ég held að flestir hafi þegar vitað um upplýsingarnar hér fyrir ofan en mér fannst það fylgja með gagnrýninni að hafa þær þarna. George Lucas skrifaði alla Star Wars kaflana fyrir rúmum 30 árum síðan en fannst of hefðbundið að birta myndirnar í réttri röð svo hann ákvað að fara óhefðbundnari leiðina sem skilar tvímælalaust mun meiri aðsókn.

Aðalleikarar myndarinnar gera flesti góða hluti í hlutverkum sínum. Ewan Mcgregor er frábær sem Obi-Wan Kenobi og Cristopher Lee og Samuel L. Jackson eru mjög góðir sem Count Dooku og Mace Windu. Það er samt ekki alveg sömu sögu að segja með Natalie Portman og Hayden Christensen sem standa sig verst allra leikara í myndinni.

Það er passað vel upp á að ástarsenurnar á milli Anakin Skywalker (Hayden Christensen) og Seantor Padmé Amidala (Natalie Portman) séu ekki of væmnar en samtölin milli þeirra eru nokkuð ýkt. Annars er myndin hlaðin flottum atriðum en atriðið þar sem Yoda barðist með geislasverði stóð upp úr að mínu mati ásamt aftökunni. Sem betur fer er Jar Jar Binks ekki mikið á skjánum en þessi persóna fer ekkert smá mikið í taugarnar á mér. Svo koma R2-D2 og C-3PO að sjálfsögðu við sögu.

Star Wars: Episode II - Attack of the Clones er alls ekki slæm bíómynd. Þvert á móti er hún ein besta Star Wars myndin, nær samt ekki alveg að toppa The Empire Strikes Back. Tæknibrellurnar eru geðveikar og það kæmi mér ekki á óvart að Attack of the Clones fengi Óskarsverðlaun fyrir þær. Í augnablikinu er Attack of the Clones að mínu mati langbesta mynd ársins 2002 og næst besta Star Wars myndin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Majestic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áður en dómar um The Majestic fóru að birtast á netinu þóttist ég vera nokkuð viss um að þetta yrði góð mynd svo ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með það að hún fengi ekkert sérstaka dóma hjá gagnrýnendum. En ég var ekki búinn að sjá myndina sjálfur og legg það ekki í vana minn að dæma myndir fyrirfram svo ég beið bara eftir að ég fengi tækifæri til þess að sjá hana sjálfur.

The Majestic fjallar um B mynda handritshöfundinn Peter Applington (Jim Carrey). Dag einn er hann allt í einu kominn á svartan lista í Hollywood vegna þess að hann mætti á einn vinstrisinnaðann fund á yngri árum. Peter verður mjög reiður yfir þessu og sest blindfullur undir stýri. Hann keyrir svo ölvaður fram af brú og finnst í smábæ daginn eftir alveg minnislaus. En í bænum þekkja hann flestir og Harry Trimble (Martin Landau) fullyrðir að þetta sé sonur hans Luke, en það var haldið að hann hafi dáið í seinni heimstyrjöldinni. Peter er náttúrulega alveg minnislaus svo hann heldur að þetta sé satt og byrjar með fyrrverandi kærustu Luke Laurie (Adele Stanton).

Ég varð fyrir nokkuð miklum vonbrigðum með The Majestic. Þetta er alls ekki alslæm mynd en það hefði verið hægt að gera hana miklu betri. Handritið er langversti hlekkur myndarinnar og svo er hún mjög langdregin og væmin. En Jim Carrey gerir mjög góða hluti í aðalhlutverkinu en nær samt ekki að toppa leik sinn í The Truman Show og How The Grinch Stole Cristmash. Leikstjórinn, Frank Darabont stígur stórt skref niður á við með þessari mynd eftir að hafa gert hinar frábæru myndir, The Shawshank Redemption og The Green Mile. En það er alls ekki hægt að kenna honum um hvernig fór því hann stóð fyrir sínu eins og flestir leikararnir.

The Majestic er nokkuð gamaldags kvikmynd en hún gerist árið 1951. Það var stundum mjög flott þegar hlutir í myndinni voru gerðir gamaldags t.d. réttarhöldin. Sumum ómerkilegum atriðum hefði alveg mátt sleppa svo það var alveg óþarfi að hafa myndina svona langa. Hún var líka mjög fyrirsjáanleg og endirinn nokkuð týpískur.

Það er nokkuð ljóst að The Majestic er ekki gallalaus kvikmynd en hún hefur líka marga kosti sem kemur á móti þeim. Hún er því miður ekki nógu góð en það sorglegasta er að hún hefði alveg getað orðið það.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monster's Ball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Halle Berry fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd en Will Rokos og Milo Addica voru einnig tilnefndir fyrir handritið af myndinni. Myndin hefur líka fengið fullt af öðrum verðlaunum og tilnefningum. Leikstjóri myndarinnar, Mark Foster hefur ekki verið að gera þekktar myndir í gegnum tíðina svo þessi er tvímælalaust frægasta myndin hans. Billy Bob Thornton óg Halle Berry hafa hinsvegar verið að gera ágæta hluti og ef eitthvað er þá eru þau að bæta sig með þessari mynd.

Hank Growotski (Billy Bob Thornton) er slæmur faðir sem lemur son sinn, Sonny (Heath Ledger). Hann er einnig mikill kynþáttahatari en það hefur hann frá föður sínum. Leticia Musgrove er einnig slæm móðir sem slær sonn sinn, Tyrell (Coronji Calhoun) og skammar hann fyrir að vera eins feitur og hann er. Hank vinnur á dauðadeild fangelsis í Georgíu en þar situr eiginmaður Leticiu en það á að taka hann af lífi mjög bráðlega. Eftir að hann hefur verið tekinn af lífi í rafmagnsstól deyr sonur hans og Leticiu í bílslysi og sonur Hank´s sviptir sig lífi. Hank og Leticia hittast svo og hugga hvort annað. Þau verða svo ástvinir aðeins út af því þau bæði þurfa á ást að halda.

Þrátt fyrir alla þessa hádramatík nær þessi aldrei að verða of væmin. Að því leyti er hún ólík Dancer in the Dark og In the Bedroom sem ætluðu að drepa mann því þær voru svo væmnar. Mér fannst þetta alveg ágæt mynd en það vantaði spennu og svo þurfti hún ekki að vera svona langdregin.

Billy Bob Thornton lék geðveikt vel og Halle Berry líka þótt hún haif alls ekki átt Óskar skilinn fyrir leik sinn. Þær voru margar betri sem voru ekki einu sinni tilnefndar t.d. Naomi Watts (Mulholland Dr.), Nicole Kidman (The Others), Thora Birch (Ghost World) og Audrey Tautou (Amélie). í heildina er Monsters Ball samt fín mynd...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
40 Days and 40 Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hefði betur getað sleppt því að sjá þessa mynd því hún er enn einn ömurleg unglingamyndin, rómantísk gamanmynd sem inniheldur ekki eitt einasta fyndið atriði og skilur ekkert eftir sig.

Myndin fjallar um Matt Sullivan (Josh Hartnett) sem er mikil kvennamaður en á mjög erfitt með að fá fullnægingu þegar hann gerir það með konu. Hann leitar hjálpar hjá bróður sínum John (Adam Trese) og reynir líka að fá hjálp hjá sálfræðingi og presti en fær ekkert svar strax við því hvað hann eigi að gera. Hann fær það reyndar fljótlega en hann ætlar að reyna að stunda ekkert kynlíf í 40 daga og 40 nætur og ætlar ekki heldur að skoða klám, runka sér eða neitt þess háttar. Það ætti nú eiginlega að vera ómögulegt fyrir Matt en hann ætlar samt að reyna. Fljótlega kynnist hann svo konunni Ericu (Shannyn Sossamon) sem honum finnst alveg frábær en hann vill alls ekki hafa mök við hana fyrr en 40 dögunum er lokið svo það er bara spurning um hvort honum takist það.

Michael Lehman, leikstjóri myndarinnar gerði meðal annarra Razzie verðlauna myndina Hudson Hawk og fékk sjálfur Razzie fyrir leikstjórnina svo það er ekkert skrýtið að þessi mynd sé hræðilega leikin. Og sérstaklega ekki út af því að hræðilegi leikarinn Josh Hartnett leikur aðalhlutverkið. Hann sýnir enn einu sinni ömurlegan leik í 40 Days and 40 Nights. Aðrir leikarar í myndinni voru ekkert skárri. Handritið er alger hryllingur en það er skrifað af Rob Perez en þessi mynd er sú fyrsta sem er gerð eftir handriti sem hann skrifar.

40 Days and 40 Nights höfðar sennilega mest til gelgjanna en mér fannst hún vera ömurleg og ég mæli ells ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Changing Lanes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í byrjun kvikmyndarinnar Changing Lanes eru þeir Gavin Banek (Ben Affleck) og Doyle Gipson (Samuel L. Jackson) á leiðinni í réttarsalinn. Gavin er með nokkur gögn með sér sem hann þarf að sýna fyrir rétti en Doyle reynir að fá yfirráð yfir sonum sínum. Þeir tveir lenda svo í umferðarslysi og bílinn hans Doyle eyðileggst Gavin má samt ekkert vera að því að hjálpa honum að koma á réttum tíma í réttarsalinn svo Doyle kemur of seint og tapar málinu. En hann er ekki einn um að vera í vondum málum því hann hefur eitt af gögnunum sem Gavin átti að sýna fyrir rétti. Hæstaréttardómarinn gefur honum frest þangað til í lok dagsins til að koma með gögnin. En hann getur aðeins látið sig dreyma því Doyle er mjög reiður út í hann vagna þess að hann kom of seint í réttinn. Gavin reynir að grípa til allra örþrifaráða en Doyle er einfaldlega allt of reiður út í hann en Gavin gæti jafnvel lent í fangelsi ef hann fær ekki gögnin.


Changing Lanes gerist á einum viðburðarríkum degi í lífi þeirra Gavin og Doyle. Mér hefur alltaf fundist Ben Affleck vera hræðilegur leikari en hann var betri í þessari mynd heldur en ég hafði búist við, samt ekki nógu góður. Samuel L. Jackson stendur sig samt alveg ágætlega. Roger Michell, leikstjóri myndarinnar ætti að vera þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Notting Hill en aðrar myndir eftir hann eru Titanic Town, My Night with Reg og Persuasion. Changing Lanes er mjög alvarleg og dramtísk kvikmynd en hún er jafnframt spennandi allan tímann þó það hafi verið ósköp lítið um hasar. Myndin verður nokkuð langdregin í lokin og endirinn er fyrirsjáanlegur. Það besta við handritið af myndinni er góð persónusköpun sem er alls ekki til staðar í öllum myndum. Changing Lanes er í heildina litið yfir meðallagi, hún er alveg þess virði að horfa á en samt engin snilldar mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Queen of the Damned
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin Queen of the Damned fjallar um vampírunna Lestat (Stuart Townsend) og skapara hans Marius (Vincent Perez). Akasha (Aaliyah), móðir allra vampýra vill að Lestat verði nýji kóngurinn sinn, The King of the Damned. Lestat er söngvari í rokkhljómsveit og getur varla neitað hinni illu Akashu en hún hefur gert marga illa hluti og drepið fjöldan allan af fólki með hinum ótrúlega mætti sem hún hefur.

Ég tel mig ekki þurfa að fara nánar út í söguþráðinn á myndinni en eins og flestir vita er hún framhald af Interview with a Vampire: The Vampire Chronicles með Tom Cruise og Brad Pitt og er byggð á skáldsögum Anne Rice. Mér fannst Stuart Townsend alls ekki svo slæmur í hlutverki Lestat en aðrir leikarar voru flestir hörmulegir. Michael Rymer hefur ekki gert margar frægar myndir í gegnum tíðina en hans frægasta er sennilega In too Deep. Rokktónlistin í myndinni samin af Jonathan, söngvara KoRn var mjög góð og það var hann sjálfur sem söng í stað Stuart. í heildina er Queen of the Damned mjög óraunveruleg og léleg mynd sem ég gat ósköp lítið skemmt mér yfir og vampýrurnar voru asnalaegar. En sem betur fer var Aaliyah í miklu minna hlutverki en ég bjóst við en leikurinn hennar var alveg ömurlegur.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frailty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá hvað þessi mynd situr í mér maður. Frailty er dúndrandi spennutryllir sem ég bjóst ekki við miklu af en þessi mynd kom mér þokkalega á óvart.

Frailty fjallar um ´ Dad Meiks' (Bill Paxton) og syni hans tvo þá Fenton (Matthew O´leary) og Adam (Jeremy Sumpter). Myndin gerist þegar að Fenton sögumaður er orðinn fullorðinn (Matthew McConaughey) en hann segir frá atburðum sem gerðust þegar hann var lítill. Atburðirnir eru algert leyndarmál en hann ætlar að segja FBI lögreglumanninum, Wesley Doyle (Powers Boothe) sem er að eltast við The God hands killer frá því. Þegar hann var yngri sagðist faðir hans hafa fengið skilaboð frá guði um að tortíma djöflum af jörðinni. Faðir hans sem er mjög trúaður vill ekki bregðast guði sínum og skráir niður á blað nöfn þeirra sem hann á að tortíma og lætur svo af því verða. Adam elskar föður sinn mjög heitt og vil alls ekki bregðast honum en Fenton hefur mjög mikið á móti því sem faðir hans er að gera. En af hverju datt Fenton allt í einu í hug að segja Wesley frá þessum atburðum?

Allir leikararnir nema Matthew Mchoneghey standa sig mjög vel í myndinni, Matthew er samt skárri en venjulega. Bill Paxton er betur þekktur sem leikari heldur en leikstjóri en þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir kvikmynd. Tónlist Bryan Tyler er mjög góð og passar helvíti vel inní myndina. Endir myndarinnar er geðveikur og kom mjög á óvart. Það versta við myndina er sennilega handritið sem hefði mátt vinna betur að og gera ítarlegra. Frailty er mjög óhugnanleg mynd þó að manni sé hlíft við öllu blóðbaðinu. Hún er jafnframt flókin og spennandi og eins og ég tók fram áðan. Að mínu mati er Frailty besta mynd ársins 2002 en sem komið er en árið er nú bara rétt að byrja.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Orange County
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Orange County er gamanmynd sem er leikstýrð af Jake Kasdan en með aðalhlutverk fara Catherine O´hara, Colin Hanks og Jack Black.

Shaun Brumder er menntaskólanemi og er alltaf hæstur í bekknum sínum svo hann vr nokkuð viss um að komast í Stanford Háskólann sem var eini háskólinn sem hann valdi en honum langar mikið til að verða rithöfundur. Hann sá hinsvegar eftir því vegna þess að bókhaldskonan ruglaði saman einkununum hans og hjá einhverjum tossa sem hét sama nafni svo hann komst ekki inn. Þá reynir hann að fá hjálp frá kærustunni sinni og fjölskyldu að komast inn í skólann en alltaf virðist allt sem hann gerist mistakast. Sambýlingar hans eru mjög skrýtnir og þá sérstaklega Lance sem Jack Black leikur en hann er mjög fyndinn.

Orange County er staðurinn sem myndin gerist á en hún er með hinum týpíska Hollywood söguþræði. Lagið Stick´em Up með Quarashi er spilað í myndinni ásamt fjölda annarra frægra laga. Mér fanst þetta ekkert sérstök mynd en ég hef heyrt að framleislukostnaður hennar hafi verið mjög lár.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin Spider-Man fjallar um lúðann Peter Parker (Tobey Maguire) sem er yfir sig ástfanginn af Mary Jane Watson (Kirsten Dunst). En það er nóg fyrir hann að láta sig dreyma því hún er á föstu með Eugene 'Flash' Thompson (Joe Manganiello). Harry Osborn (James Franco) er besti vinur Peter´s og föður hans líkar einnig mjög vel við Peter og finnst hann vera algjör raungreina snillingur. Þegar Peter verður svo bitinn af nokkurs konar erfðakönguló stökkbreytist hann og verður að ofurmenni sem er blanda af manneskju og könguló. Hann getur spunnið mjög sterka vefi út úr úlnliðnum á sér og hefur ótrúlegan kraft. Peter fær sér svo grímubúning og verður að hetju í borginni sem hann býr í með því að bjarga saklausu fólki. Hann nýtir sér einnig dulargervið og kraftanna til að heilla Mary Jane sem hefur hætt með Flash en er byrjuð með Harry, besta vini hans. En Spider-Man á óvin sem er kallaður Green Goblin (græni púkinn). Goblin hefur svipað mikla krafta og Spider-Man og vill fá hann til að ganga í lið með sér. Auðvitað vill Spider-Man það ekki en þá vill Goblin aðeins drepa hann.

Þessari kvikmynd hef ég beðið eftir lengi með eftirvæntingu. Ég bjóst reyndar við henni betri en hún var alls ekki slæm. Tobey Maguire og Willem Dafoe eru mjög góðir í sínum hlutverkum en leikur Kirsten Dunst er enginn til að hrópa húrra yfir. Sam Raimi, leikstjóri myndarinnar er sennilega þekktastur fyrir Evil Dead myndirnar og The Gift. Núna er Spider-Man hinsvegar langþekktasta mynd hans og Spider Man 2 er væntanleg. Hálofta atriðin með Spider-Man eru flest mjög flott og það kæmi mér ekki á óvart að myndin fengi Óskarsverðlauna tilnefningu fyrir tæknibrellur. Kvikmyndatakan er líka geðveikt flott. Mér fannst bara verst að myndin var á köflum of væmin. Í heildina litið er Spider-Man ágæt byrjun á sumrinu og nú er bara að bíða eftir Spider-Man 2.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bubble Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin Bubble Boy fjallar um strákinn Jimmy Livingston (Jack Gyllenhaal) sem fæddist með gallað ónæmiskerfi, þess vegna þarf hann að lifa í stórri loftbólu. Um unglingsárin verður hann ástfanginn af nágranna sínum, Chloe (Marley Shelton). Hann og Chloe verða góðir vinir og Jimmy verður meira ástfanginn af henni með hverjum deginum. Hann tekur því þess vegna mjög illa að Chloe ætlar að giftast töffarnaum Mark (Dave Sheridan). Jimmy undirbýr þá langt ferðalag þvert yfir Bandaríkin til Niagara Falls, þar sem brúðkaupið verður og ætlar sér að stöðva athöfnina. Á leiðinni þangað hittir hann fullt af skrýtnu fólki á meðan foreldrar hans eru að fara á tauginni og reyna eins og þau geta að ná honum.

Ég bjóst ekki við miklu af Bubble Boy en hún varð mun verri en ég bjóst við. Hugmyndin er stolin úr The Boy in the Plastic Bubble (1976) með John Travolta nema það sé verið að gera grín að henni. Leikarinn Jack Gyllenhaal stígur stórt skref niður á við með þessari mynd eftir frábæran leik sinn í Donnie Darko og aðrir leikarar voru ennþá verri heldur en hann. Það kemur ekki á óvart að þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Blair Hayes og ég ætla að rétt að vona að hann komi ekki nálægt kvikmyndagerð í framtíðinni. Söguþráðurinn er þunnur og endirinn fyrirsjáanlegur. Í Mogganum er Bubble Boy lýst sem sprenghlægilegri gamanmynd en mér stökk reyndar ekki bros á vör á meðan ég horfði á þessa mynd. Hreint út sagt er þetta leiðinleg 80 mínútna steypa sem ég get ekki fundið neitt gott við!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Collateral Damage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin Collateral Damage fjallar um slökkvuliðsmanninn, Gordon Brewer (Arnold Schwarzenegger). Gordon missir eiginkonu sína og son í hryðjuverkaárás. Óþekktur Kólumbískur hryðjuverkamaður sem kallar sig The Wolf stendur fyrir árásinni. Gordon er alveg miður sín og lögreglan getur ekkert gert í málunum. Arnold heldur því til Kólumbíu til þess að geta hefnt sín sjálfur og buffað Kólumbíska hryðjuverkamenn.



Frumsýningu Collateral Damage var frestað um mjög langan tíma út af hryðjuverkaárásunum þann 11. september. Það lentu sennilega margir Kanar í sömu stöðu og Arnold í myndinni það er að segja misstu nánustu ættingja og gaurinn á bak við þetta allt saman er óhultur og mun sennilega aldrei nást lifandi. Mörg misflott skot, ofbeldis og sprengjuatriði eru í myndinni þó að Arnold sjálfur taki aldrei upp byssu. Myndin varð mjög væmin eftir sprenginguna en hasarinn tekur samt aldrei enda. Arnold hefur aldrei verið neitt sérstakur leikari og þessi mynd er engin undantekning á því. Leikstjóri myndarinnar, Andrew Davis á að baki frábærar myndir eins og A Perfect Murder og The Fugitive. Collateral Damage er ekki nærri því jafn góð og þær en á samt sína góðu kafla.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Time Machine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin The Time Machine er byggð á skáldsögu H.G. Wells en önnur samnefnd kvikmynd kom út árið 1960 byggð á sömu sögu. Ég hef ekki séð gömlu myndina en hef heyrt góða hluti um hana. Þeirri mynd leikstýrði George Pal en Simon Wells barnabarn H.G. Wells leikstýrði þeirri nýju.The Time Machine fjallar um prófessorinn Alexander Hartdegen (Guy Pearce). Kvöld eitt hafði hann ákveðið að hitta kærustu sína. Þau hittust og Alexander bað hennar. Þau trúlofuðust en þá labbaði þjófur upp að þeim og vildi fá öll verðmæti sem þau voru með á sér þ.á.m. trúlofunarhringinn. Þau komast ekki upp með að neita honum um hann, sem þau gera svo hann drepur kærustu Alexander´s. Hann brotnar alveg niður og notar næstu 4 ár til að smíða tímavél til þess að komast aftur í tímann og giftast kærustu sinni. Hann reynir að gera það en hann virðist ekki geta breytt fortíðinni svo hann fer 800.000 ár fram í tímann. Þá eru jarðarbúar orðnir að 2 kynstofnum sem eru frumbyggjar og neðanjarðarskrímsli sem éta frumbyggjana. Alexander mun svo lenda í ótal framtíðarævintýrum.Fyrstu 20 mínúturnar af myndinni voru allt í lagi en þegar Alexander var kominn 800.000 ár fram í tímann varð hún alveg ótrúlega leiðinleg. Neðanjarðarskrímslin voru ótrúlega heimskuleg og atriðin með þeim voru ömurleg. Ömurlega söngkonan Samanth Mumba leikur frumbyggja í myndinni og það er í fyrsta sinn sem hún leikur í kvikmynd. Henni tekst reyndar alls ekki vel upp og það er ólíklegt að hún muni nokkurn tíma aftur fá hlutverk eftir þennan skandal. Guy Pearce er mun skárri en hún en samt lélegur. Það flottasta í myndinni er tímavélin sjálf og þegar umhverfið breytist meðan hún er á leið fram í tímann. The Time Machine er mjög léleg kvikmynd en það var sennilega meira hugsað um tæknibrellur en nokkuð annað þegar myndin var gerð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd þar sem kvikmyndir byggðar á tölvuleikjum hafa oftast heppnast illa og Tomb Raider er mjög gott dæmi um það. Ég vissi samt ósköp lítið um þessa vinsælu tölvuleikjaseríu þannig að ég hafði varla hugmynd um hvað beið mín. Í byrjun myndar dreifir vírus sér í stórri byggingu þar sem margir eru við störf. Hann kemur öllu í uppnám þar inni og allir útgangar lokast. Alice (Milla Jovovich) er aðalpersóna myndarinnar en hún fer með manninum sínum, Matt Adison (Eric Mabius) og nokkrum hörðum nöglum, þar á meðal Rain Ocampo (Michelle Rodriguez) að kanna aðstæður í byggingunni og reyna að bjarga þeim sem er hægt að bjarga. Alice og Matt eru reyndar bæði minnislaus út af gasi sem var dreift inn í húsið þeirra. Það fer hinsvegar allt of mikið úrskeiðis og það byrjar með því að nokkrir úr hópnum deyja. Svo sjá þau að allir sem voru í byggingunni eru lifandi en hafa breyst í ógeðslegar og stórhættulegar mannætur. En það versta er að þau eru lokuð inni! Það sjást svo fleiri villidýr í byggingunni heldur en mannæturnar. Hasaratriðin í myndinni voru flest geðveikt flott og tónlistin var góð. Tæknibrellurnar hefðu samt mátt vera raunverulegri á köflum. Leikararnir voru alls ekki að standa sig og Paul Anderson er alls ekki besti leikstjórinn í dag. Frægustu myndir hans fyrir utan þessa eru sennilega Mortal Kombat og Event Horizon. Í raun er þessi mynd miklu betri heldur en Tomb Raider og spennan er mögnuð allan tímann. Þó ég geti sett margt út á myndina skemmti ég mér vel yfir henni svo 2 og hálf stjarna er mín einkunn á henni.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cheers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dularfulla kvikmyndin, Donnie Darko kom út í lok ársins 2001. Myndin gerist árið 1988 og fjallar um Donald Darko (Jack Gyllenhaal) sem á við ókunn geðræn vandamál að stríða. Þrátt fyrir það gengur hann í skóla en þarf að taka lyf reglulega. Eina nóttu gengur hann í svefni og fer út. Þar hittir hann risakanínu sem fer með hann að golfvelli. Daginn eftir er hann svo vakinn af nágranna sínum sem var að spila golf. Þegar hann kemur svo heim til sín sér hann að hreyfill af flugvél hefur hrapað í herbergi hans og húsið er mjög skemmt þó að hinir 4 fjölskyldumeðlimirnir séu heilir á húfi. Donnie hittir risakakanínuna, Frank sem er þó bara ýmindun nokkrum sinnum oftar eftir þetta. Donnie fer að spá mikið í kynlífi og stelpum og verður hrifinn af einni sem heitir Gretchen. Fleiri undarlegir hlutir eiga svo eftir að gerast í lífi Donnie´s.



Donnie Darko hefur fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og fjöldanum en það er synd að stærstu kvikmyndahátíðirnar hafa af einhverjum ástæðum litið fram hjá henni :( Þetta er fyrsta mynd Richard Kelly og honum tekst heldur betur vel upp í frumraun sinni á hvíta tjaldinu. Hann er ekki að vinna að neinni mynd í augnablikinu en ég vona að eigi eftir að koma meira við sögu í kvikmyndabransanum. Jack Gyllenhaal er frægastur fyrir leik sinn í October Sky fyrir utan Donnie Darko. Um þessar mundir er hann að leika í kvikmyndinni Moonlight Mile en í henni leikur sjálfur Dustin Hoffman einnig stórt hlutverk.



Donnie Darko er mjög vel skrifuð og tónlist Michael Andrews er mjög góð. Lagið sem er í endann á myndinni fær mann líka til að hugsa mikið. Ég hef sjaldan hugsað jafn mikið yfir kvikmynd og ég gerði yfir þessari og Donnie Darko er líka ófyrirsjáanlegasta mynd sem ég man eftir í augnablikinu. Donnie Darko er snilldarmynd sem enginn kvikmyndaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
He Got Game
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndin He Got Game kom út árið 1998 og fékk nokkuð misjafna dóma gagnrýnenda. Í gær (19/4) var hún svo sýnd á Stöð 2 og ég ætlaði ekki að láta hana fram hjá mér fara.



Jack Sullesworth (Denzel Washington) er svartur fyrrverandi körfuboltamaður sem hefur afplánað rúm 6 ár af 15 í fangelsi fyrir að hafa myrt konuna sína á nokkuð slysalegan hátt. Þau eignuðust 2 börn sem heita Jesus (Ray Allen) og Mary (Zelda Harris). Jesus er mjög góður og frægur körfuboltamaður sem er á leið í háskóla. Skólarnir slást um hann og hann á mjög erfitt með að ákveða sig í þeim málum. Hann hefur afneitað föður sínum eftir morðið og vill ekki þekkja hann lengur. Jesus á kærustu sem heitir Lala og sýnist samband þeirra mjög gott til að byrja með en það á eftir að breytast. Frændi hans, Booger (Hill Harper) hengur mikið með honum en það er besti vinur hans.


Í fangelsinu fær Jack samt það verkefni að fara til Long Island í eina viku og fá son sinn til að fara í Big State háskólann. 2 harðir náungar fara með hann og koma hlerunarbúnaði og staðsetningartæki fyrir á líkama hans. Það ætlar hinsbegar ekki að vera auðvelt fyrir Jake að ná sambandi við son sinn en hann kynnist hórunni Dakota (Milla Jovovich) sem býr ásamt kærasta sínum í íbúð við hliðina á Jake.


Það er sýnt frá því í myndinni þegar Jake var að kenna Jesus körfubolta. Hann gerði það reyndar á nokkuð groddalegan hátt því hann sýndi ungum syni sínum enga miskunn inni á körfuboltavellinum.



Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington fer á kostum í þessari ágætu mynd og nú býð ég spenntur eftir The Antwone Fisher Story þar sem hann bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið en það verður í fyrsta sinn sem Denzel reynir að leikstýra kvikmynd. Þrátt fyrir það að He Got Game sé mjög dramatísk og vel yfir 2 tímar tekst henni aldrei að verða langdregin sem er mjög jákvætt. Mér fannst He Got Game mjög góð mynd sem ég mæli eindregið með.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst fyrri Blade myndin mjög léleg mynd svo ég bjóst ekki við miklu af þessari. Þessi mynd kom mér hinsvegar mjög á óvart og er mun meira spennandi en fyrri myndin og það er fullt af flottum senum. Blade er líka alveg jafn töff og í fyrri myndinni. í þessari mynd þarf Blade að ganga í lið með nokkrum fyrrverandi óvinum sínum sem höfðu verið þjálfaðir í 5 ár til að drepa Blade. Markmið þeirra er að tortíma nýrri vampírutegund í Prag sem nærast á blóði annarra vampírra. Það er nokkuð ógeðslegt að sjá þessi skrímsli opna munninn en það er eins og hakan og allt það sé hluti af munninum. Þessi mynd gerðist að mínu mati allt of hratt og sum atriðin voru mjög óraunveruleg. Blade II er samt ágætis skemmtun að mínu mati þó að þetta sé engin stórmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Small Time Crooks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð Woody Allen mynd sem minnir mikið á þær gömlu. Woody bæði leikstýrir þessari og leikur aðalhlutverkið eins og svo oft áður. Ray Winkler (Woody Allen) er maður sem dreymir um að verða ríkur og ákveður þá að ræna banka. Hann hefur í huga ásamt 3 öðrum vinum sínum að kaupa búð sem er til sölu en hún er við hliðina á bankanum. Svo ætla þeir að grafa göng og koma inn í bankanum. Frenchy (Tracey Ullman), kona Ray fær svo það starf að baka smákökur en búðin á að vera smákökubúð. Ray og vinir hans höfðu aldrei reiknað með því að smákökurnar hennar Frenchy mundu seljast en þar skjátlaðist þeim illilega. Smákökurnar seljast eins og heitar lummur á meðan Ray og félagar klúðra öllu saman. Einu ári síðar eru Ray og Frency svo orðin rík af smákökunum en þá finnst Ray lífið vera orðið ömurlegt. Nú ætla ég ekki að segja meira frá söguþræði myndarinnar. Þessi mynd var alls ekki vonbrigði og ég get mælt með henni þó hún hafi ekki verið eins fyndin og ég bjóst við en hún var mjög skemmtileg. Woody og Tracey voru líka frábær í sínum hlutverkum svo ég gef Small Time Crooks 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ice Age
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst við skemmtilegri mynd þegar ég horfði á þessa og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún kemst reyndar ekki í hóp með bestu tölvuteiknuðu myndunum, Toy Story (1 og 2), Shrek og Monsters Inc. en ég gat skemmt mér vel yfir henni. Aðalpersónur myndarinnar eru loðfílinn Manfred (Ray Romano) letidýrið Sid (John Leguizamo) og tígrisdýrið Diego (Denis Leary). Í byrjun myndar ætlar hjörð tígrisdýra að reyna að ná smábarni til að éta og fá sendiboðann Diego til að ná því. Barnið lendir hinsvegar í höndum Manfred og Sid (sem kynntust fyrir tilviljun þegar Manfred bjargaði lífi Sid) eftir að mamma þess dó. Þeir ætla að reyna að koma barninu í réttar hendur og tígrisdýrið Diego skellir sér með þeim en hann ætlar aðeins að reyna að ná barninu og fara með það til hinna tígrisdýranna. Myndin er mjög fyndin en því miður er hún einnig væmin á köflum. Íkorninn seinheppni er helvíti fyndinn sérstaklega því hann bjargar hnetunni sinni alltaf frá háska og stofnar sjálfum sér í háska en ég ætla ekki að fara að spoila snilldarendinum núna. Atriðið þegar Sid var að ná í melónuna var líka geðveikt fyndið! Annars fannst mér loðfílinn Manfred mjög óáhugaverð persóna þó svo að skrautfuglinn Ray Romano úr Everybody loves Raymond talaði inná fyrir hann. Það var líka verst hvað myndin var fyrirsjáanleg en annars var þetta fyrirtaks skemmtun sem höfðar reyndar meira til yngri kynslóðarinnar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Showtime
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst ekki við neinni stórmynd þegar ég sá þessa en fór á hana í bíó því ég fékk 2 frímiða. Í byrjun myndar bregður löggan Mitch Preston (Robert DeNiro) sér í dulargervi og ætlar að reyna að koma upp um fíkniefnasala. Trey Sellars (Eddie Murphy) er líka að vinna hjá lögunni þó að hann hafi ekki náð inntökuprófinu enn. Hann sér Mitch vera vopnaðan og hefur ekki hugmynd um að hann sé í löggunni og biður um liðsauka. Úr þessu öllu saman verður svo svaka skotbardagi og einn fíkniefnasalinn er með risa byssu sem er drulluólögleg. Í fyrstu halda löggurnar að allir bófarnir séu allir náðir (en það er ekkert vitað um byssuna) og Trey fær að vita hver Mitch er í raun og veru. Myndatökumaður frá einhverri sjónvarpsstöð kemur svo að Mitch en það líkar honum ekki og skýtur á myndavélina. Sjóvarpsstöðin ákveður þá að fara ekki í mál við Mitch ef hann vill leika í raunveruleika sjónvarpsþátt sem Chase Renzi (Rene Russo) ætlar að sjá um. Mitch vill ekki taka það í mál en stjórinn neyðir hann til þess og Trey vill ólmur fara með honum í þáttinn og fær það. Chase vill að þátturinn endurspegli Cops þáttaraðirnar þó Mitch finnist Trey bara vera böggandi. Þátturinn fær nafnið Showtime og verður geðveikt vinsæll þegar hann fer í sýningu og þá aðallega út af Trey sem var að fíla sig í tætlur við gerð þáttanna. Málið með fíkniefnasölunum er samt langt frá því að verða klárað og það er ein stór ráðgáta hver smíðar stóru byssuna. Ég get ekki gefið þessari mynd meira en 1 og hálfa stjörnu þó Eddie Murphy hafi verið nokkuð fyndinn á köflum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Swordfish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Swordfish er nú ekkert sérstök mynd en hasaratriðið í byrjun er geðveikt flott. John Travolta heldur áfram að sanna hvað hann er hræðilegur leikari nú undir stjórn Dominic Sena. Stanley (Hugh Jackman) er aðalpersóna myndarinnar en hann þráir ekkert heitar en að hitta dóttur sína aftur. Hann má það ekki vegna þess að hann fékk 2 ára fangelsi fyrir tölvuhakk og má því ekki koma nálægt tölvum. Gabriel Shear vill reyndar fá að hitta hann og borgar honum vel fyrir. Swordfish hafði getað orðið betri en hún varð með betri leikurum og leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Osmosis Jones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Osmosis Jones er bara nokkuð skemmtileg mynd þó aðalpersóna myndarinnar, Frank (Bill Murray) sé þokkalega illa leikin. Myndin gerist hinsvegar að mestu leyti í líkama hans svo þetta er allt í lagi. Myndin segir á nokkuð ýktan hátt frá líkamsstarfsemi Frank´s en hann er ekkert að hugsa um línurnar og lætur alls konar ósóma upp í sig þó svo að dóttir hans reyni að hjálpa honum eftir mesta megni. Það er allt að springa í líkama Frank´s þegar fruman Thrax (Laurence Fishburne) kemst inn í hann og ætlar að láta Frank fá rauðu veikina. En þá koma Osmosis Jones (Chris Rock) og Drix (David Hyde Pierce) til sögunnar því þeir ætla að reyna að stoppa áform Thrax upp á eigin spýtur. Þeir létu reyndar strax vita af honum en enginn trúði þeim svo þeir þurfa að stöðva hann sjálfir. Myndin er mjög fyndin en Chris Rock fer á kostum í hlutverki Jones. En þvert á móti er hún fyrirsjáanleg og var orðin þó nokkuð asnaleg í lokin. Það er nú svo sem allt í lagi að horfa á þessa mynd svo ég gef henni 2 0g hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In the Bedroom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

In the Bedroom er bara nokkuð góð mynd sem fékk 5 Óskarsverðlaunatilnefningar fyrir árið 2001. Mér fannst hún þó alls ekki eiga skilið að vera tilnefnd sem besta myndin en allir leikararnir fóru á kostum. Myndin gerist í bæ á Englandi og fjallar aðallega um líf Dr. Matt (Tom Wilkinson) og Ruth Fowler (Sissy Spacek) eftir að sonur þeirra, Richard var myrtur af fyrrum kærasta unnustu hans, Natalie (Marisia Tomei). Það versta við þessa mynd að mínu mati er hvað hún er allt of dramtísk og langdreginn að maður nennti varla að hanga yfir henni. Það má þó helst hrósa aðalleikurunum og handritshöfundnum sem gerðu sitt verk á frábæran hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
John Q
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var nokkuð spenntur fyrir þessari mynd aðallega því Denzel Washington fékk nýlega Óskarsverðlaun fyrir frábæra frammistöðu í kvikmyndinni Training Day. Aðalpersóna myndarinnar er John Quincy Archibald (Denzel Washington) sem kýs að láta bara kalla sig John Q. Hann á konu sem heitir Denise (Kimberley Elise) og ungan dreng sem heitir Michael (Daniel E. Smith). Fjölskyldan nær mjög vel saman enn allt fer í uppnám þegar sonur hans fær hjartaáfall í miðjum hafnaboltaleik. John reynir að bregðast eins rólega við og hann getur til að byrja með en þegar honum er neitað um hjartaígræðslu fyrir Michael fyllist mælirinn. John kemur vopnaður á spítalann sem sonur hans er á og hótar að drepa gíslana ef sonur hans fær ekki ígræðsluna. Ég varð fyrir frekar miklum vonbrigðum með myndina þó svo að Denzel Washington hafi alveg verið þolanlegur. Leikstjórinn, Nick Cassavetes náði aldrei tökum á því sem hann var að gera þó svo að hann hafi verið með þessa frábæru leikara í kringum sig s.s. Denzel, Robert Duvall, James Woods og Ray Liotta. John Q. er því miður vonbrigði sem fær ekki nema 2 stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Royal Tenenbaums
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín mynd þar sem einvalaleikaralið fer á kostum. Það ætti að nægja að nefna Gene Hackman, Ben Stiller, Anjelica Huston, Owen Wilson og Gwyneth Patrolw sem öll fara á kostum í þessari mynd. Leikstjóri myndarinnar er Wes Anderson en hann gerði myndina Rushomore. Aðalpersóna myndarinnar er Royal Tenenbaum (Gene Hackman) en hann hefur ekki hitt fjölskyldu sína í mörg ár. Fjölskyldan tekur ekki mjög vel á móti honum þegar hann kemur í heimsókn en hann nær góðum tengslum við 2 yngstu strákana en alls ekki við föður þeirra. Ég hafði mjög gaman af þessari mynd og mér fannst skrýtið að enginn af leikurunum fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Beautiful Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög vel gerð mynd um Nóbelsverðlaunahafann John Forber Nash sem er leikinn frábærlega af Russel Crowe sem hefur verið margverðlaunaður fyrir hlutverkið. Myndin er líka tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna í ár. Mér finnst bara verst hvað sagan sem sögð í myndinni er ýkt svo ég get ekki verið sammála um að hún sé byggð á sannri sögu þó svo að bakgrunnurinn sé sannur. í byrjun myndar er John nemandi í Princeton háskóla en hann skilar inn frábærri lokaritgerð og verður seinna kennari við skólann. John fær líka vinnu hjá varnarmálaráðuneytinu en aðalmaður þeirra í myndinni er William Parcher (Ed Harris). Seinna giftist hann svo nemanda sínum Aliciu (Jennifer Connely) og þegar John greindist með geðklofa var það hún sem studdi allra mest við bakið á honum. Myndinni leikstýrir Ron Howard sem gerði síðast myndina The Grinch sem fékk mjög misjafna dóma þó svo að mér haif fundist hún vera frábær. A Beautiful Mind er kemst að mínu mati nokkuð nálægt því að vera besta mynd ársins en það eru þó nokkrar sem mér fannst betri t.d: LOTR: FOTR, Memento, Amélie og Mulholland Drive. Það myndi þó alls ekki koma mér á óvart að bæði Russel Crowe og Jennifer Connely hlytu Óskar fyrir hlutverk sitt í þessari frábæru kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Count of Monte Cristo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd alls ekki slæm en hún hefur verið að fá frekar slappa dóma hjá gagnrýnendum. Leikur James Caviezel er reyndar enginn til að hrópa húrra yfir en Guy Pearce og Richard Harris eru fínir í sínum hlutverkum. Í byrjun myndar eru Fernand Mondego (Guy Pearce) og Edmond Dantes (James) mjög góðir vinir en sú vinátta varir ekki lengi því Fernand sér til þess að Edmond fari í ævilangt þrælahald því hann sýndi honum ekki eitthvað bréf. Edmond er pyntaður til óbóta þar sem hann er þræll en hann kynnist gömlum presti sem heitir Abbé Faria (Richard Harris). Þeir verða mjög góðir vinir og Abbé kennir Edmond að berjast og skylmast. Dag einn þegar dauðinn blasir við Abbé segir hann Edmond frá fjársjóðskorti sem liggur að fjársjóðnum af Monte Cristo. Edmond finnur þá líka góða leið til að strjúka en það sem hann þráir þá heitast af öllu er að hefna sín á Fernand!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Am Sam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sean Penn sýnir frábæran leik í þessari mynd þar sem hann leikur heimskingja ekki ósvipaðan Forrest Gump. Hann eignast barn í byrjun myndarinnar með unnustu sinni en mjög stuttu eftir það skilur hún hann eftir með barnið sem er stelpa. Sam (Sean Penn) nær til að byrja með góðu sambandi við Lucy (Dakota Fanning) en þegar hún er nýbyrjuð í skóla er hún orðin miklu gáfaðari og klárari en pabbi sinn. Það verður þó ekki til að eyðileggja samband þeirra. Þegar Lucy á 7 ára afmæli og Sam ætlar að halda fína veislu fyrir hana ræðst hann á krakka sem segir að Lucy hafi sagt að hann væri hálfviti. Það verður til þess að hann fær ekki að hitta Lucy nema sárasjaldan undir eftirliti en hann sættir sig alls ekki við það. Hann fær hjálp frá lögfræðingnum Ritu (Michelle Pfeiffer) til að reyna að fá dóttur sína aftur en það er hægara sagt en gert. Mér fannst þessi mynd alls ekki slæm og leikurinn í henni er frábær enda fékk Sean Penn Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir sitt hlutverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
K-PAX
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst við miklu þegar ég labbaði inn í bíósalinn á þessa mynd í Bíóhöllinni gær. Trailerarnir höfðu lofað góðu og hún hafði fengið ágæta dóma.


Áður en myndin hófst komu 4 trailerar. Fyrstu þrír af þeim (Hearts in Atlantis, Enigma og Spy Game) voru ekki með neinu tali heldur bara tónlist af einhverri píkupopp útvarpsstöð sem ég var mjög fúll með. Hljóðið kom svo á síðasta trailernum af Heist.



Myndin fjallar um Prot (Kevin Spacey) sem segist vera geimvera frá plánetunni K- PAX. Að sjálfsögðu er hann settur á geðveikrahæli fyrir að segja það við lögregluna. Uppáhaldsmatur Prot eru ávextir en þeir eru mjög líkir matnum á K-PAX. Hann borðar þá reyndar á allt öðruvísi hátt en mennirnir gera. Á geðveikrahælinu trúir náttúrulega enginn honum (nema geðsjúklingarnir) en þeir virðast ekki komast nálægt því að sanna fyrir honum að hann sé jarðarbúi. Prot er svo látinn í tíma hjá Dr. Mark Powell (Jeff Bridges), sálfræðingi og verða þeir mjög nánir.

Prot verður einnig mjög vinsæll meðal geðsjúklinganna sérstaklega þegar hann segist geta læknað þá...... og vinsældir hans aukast enn meira þegar hann segist geta tekið einn jarðarbúa með sér heim aftur til K- PAX. Dag einn ákveður Dr. Powell að fara með Prot með sér í geimvísindastofnunina. Þar verða geimsérfræðingarnir heillaðir af honum vegna þess hvað hann veit mun meira en þeir um himingeiminn. Okey nú skrifa ég ekki meir því það eiga væntanlega margir eftir að sjá þessa mynd........


Kevin Spacey sýndi enn einu sinni frábæran leik á hvíta tjaldinu. Jeff Bridges lék einnig mjög vel en ekki nærri jafn vel og Kevin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Name of the Rose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Franski leikstjórinn, Jean Jaques Annaud leikstýrir þessari óhugnanlegu munkamynd. Myndin gerist í munkaklaustri á 14. öld á Ítalíu. Dag einn kemur William (Sean Connery) inná klaustrið ásamt lærisveini sínum. William er nokurs konar Sherlock Holmes í að leysa ráðgátur. Áður en hann kom á klaustrið hafði einn munkur fundist dáin fyrir neðan lokaðan glugga og það var ógerningur að komast upp á þak. Stuttu eftir það fara munkarnir að týna tölunni. Bernardo Rui hefur fólk fyrir rangri sök en William segir að þau hafi öll dáið út af eitraðri bók. Það eru fáir sem trúa því með engar sannanir. Þessi mynd er alls ekki geðsleg svo ég mæli ekki með henni fyrir viðkvæma. Leikur Sean Connery stendur ekki mikið upp úr en aðrir leikarar eru mjög góðir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein sú allra besta sem ég hef séð.


ÉG VIL TAKA SKÝRT FARM AÐ ÞESSI GREIN INNIHLELDUR MJÖG STÓR ATRIÐI ÚR SÖGUÞRÆÐI MYNDARINNAR (SPOILERS)!!!!!!!!





Í byrjun myndarinnar er sögumaðurinn Lester Burnham (Kevin Spacey) að segja frá ömurlegri fjölskyldu sinni, Carolyn Burnham konu sinni(Annete Bening) sem er fasteignasali og Jane dóttur sinni (Thora Birch) sem er framhaldsskólanemi og einnig því hvað hann sé mikill minnipokamaður. Í vinnunni er komið fram við hann ásamt fleirum eins og maðka. Þennan dag eiga allir að skrifa starfslýsingu eða með öðrum orðum skrifa langa ritgerð um það hvers vegna þeir ættu ekki að verða reknir vegna fjárskorts. Lester tekur mjög illa í þetta strax til að byrja með. Sama dag flytur ný fjölskylda í húsið við hæiðina á Burnham fjölskyldunni. Í þeirri fjölskyldu eru: Ricky Fitts jafnaldri Jane sem á að ganga í sama skóla og hún. Hann tekur gjarnan myndir af því sem honum finnst fallegt. Frank Fitts fyrrverandi herforingi og Barbara Fitts mjög undarleg kona. Ricky byrjar strax að taka myndir af Jane upp á cameruna sína en hún tekur ekki vel í það. Dag einn þegar Lester og Carolyn fara á körfuboltaleik til að sjá klappstýruatriði sem Jane er með í verður Lester yfir sig ástfanginn af Angelu Hayes, vinkonu Jane. Og um það leyti byrjar hann þá fyrst að lifa lífinu og byrjar t.d að reykja ólögleg efni. Sú ást verður auðsjáanleg meðal þeirra vinkona og finnst Jane þetta ver mjög ógeðslegt. Angela lýgur því reyndar að henni að flestir karlmenn hafi slefað yfir henni síðan hún var 12 ára. En Jane og Carolyn verða líka ástfangnar og fá sína ást endurgoldna. Jane byrjar með Ricky Fitts og Carolyn heldur framhjá með keppinauti sínum Buddy Kane. Þegar Lester skilar starfsskýrslunni inn verður hann rekinn en........... fær árslaun og fulla ábyrgð vegna þess að hefur litlar sannanir um að forstjórinn hafi borgað fyrir að fá fullnægingu með peningum fyrirtækisins. Hann fær svo vinnu á skyndibitastað. En hann kemst að því að Carolyn heldur framhjá en það sem meira er honum er alveg sama! Hann er ástfanginn af Angelu og byrjar að lyfta til þess að hún líti betur á hann. Eitt kvöld þegar Angela og Jane eru samn heima hjá Jane biður Ricky hana að flýja með sér til NY. Hún svarar játandi en hættir að vera vinkona Angelu. Ástæða þess að Ricky baða hana um þetta er að pabbi hans hélt að hann væri hommi þegar hann sá hann selja Lester dóp (en hann fattaði það ekki). Lester og Angela hittast eftir það. Þau tala saman en þá fer Angela allt í einu á klósettið. Carolyn kona Burnhams labbar að húsinu með skammbyssu en heyrir allt í einu skothvell. Lester er myrtur nákvæmlega á besta tíma lífs síns af Franky Fitts.

ALGER SNILLD!!!!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get sagt margt gott um þessa mynd en einnig sumt slæmt. Flestir leikararnir stóðu fyrir sínu og ég er þokkalega ekki sammála því að myndin hafi alveg fylgt bókinni. Það vantaði t.d helminginn af þrautunum til að komast að steininum. Og áður en Harry fór í Hogwartsskóla vantaði allt of mikið. í byrjun myndarinnar er Harry 0 ára gamall og hefur misst foreldra sína. Foreldrar hans voru drepnir af hinum mikla galdramanni, Voldermort sem hafði þá drepið bestu galdramenn heims. En þegar hann ætlaði að drepa Harry mistókst honum og missti alla krafta sína. Þegar Harry er 12 ára gamall fær hann að vita að hann er töframaður (og það sárvantaði svipbrigði í það atriði). Ég get verið heillengi að segja frá söguþræðinum svo að ég stoppa hérna. Annað sem mig langar að segja um myndina er að tröllið og þríhöfði hundurinn voru og óraunveruleg en Quidditch leikurinn var snilld og það var tónlistin einnig. Byrjun myndarinnar var það besta en endirinn var bara fyrirsjáanlegur. Ég held að þessi mynd fái einhverjar Óskarsverðlaunatilnefningar en LOTR: FOTR á eftir að sópa mörgum slíkum að sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki hvað ég var búinn að bíða lengi eftir að þessi mynd kæmi í kvikmyndahús á Íslandi þegar ég labbaði inn í bíósalinn. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Andrey Tautou minnti mig mjög mikið á Audrey Hepburn í hlutverki Amélie Poulain. Ég man ekki eftir að hafa séð jafn góða myndatöku og sú sem var í þessari mynd. Það hefur aldrei verið gerð mynd í sama stíl og þessi. Myndin er mjög óvenjuleg eins og t.d er eins og sögumaður myndarinnar sé að lesa upp úr bók og alltaf þegar ný persóna kemur fyrir segir hann frá henni ítarlega. Það kemur einnig fyrir að Amélie snúi sér upp að myndavélinni og segir það sem hún vill segja. Sagan byrjar árið 1997 um það leyti sem Díana prinsessa deyr. Amélie finnur lítinn kassa með smámunum í íbúðinni sinni og langar að gera allt til þess að finna eiganda hans þótt það séu liðin 40 ár frá því að hann skildi við hann. Í myndinni verður hún einnig ástfanginn en er of feimin til þessa að geta tjáð sig. Ég verð að segja að það getur varla annað verið nema þessi mynd fái Óskar sem besta erlenda myndin 24. mars, árið 2002.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Elling
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég heyrði fyrst um þessa mynd bjóst ég alls ekki við miklu en ég var of fordómafullur þá. Vinur minn sem búið hafði í Noregi í 9 ár píndi mig með sér á þessa mynd. Elling fjallar um 2 geðsjúklinga sem deila þurfa íbúð í Osló þegar þeir losna af hæli. Annar þeirra (Sven Nordin) hugsar ekki um annað en klám og viðgerðir en Elling sjálfur (Per Cristian Ellefsen) á sér ekkert sérstakt áhugamál. Þegar Elling missti móður sína fyrir rúmun 2 árum hafði hann aldrei átt í neinum samskiptum við fólk. Ýmist fólk kom að spurja hann spurnonga um líf sitt. Honum fannst þetta fólk alveg eins geta hugsað um sitt líf. Elling nær að verða góður vinur sambýlings síns en þorir varla út fyrir dyr í byrjun. Hann segist eiga tvo óvini sem eru: sviminn og óróleikinn. Þeir virðast alltaf elta hann hvert sem hann fer. Elling losnar seinna við þessa óvini og fattar að hann er ágætt ljóðskáld. Til að koma ljóðum sínum á framfarir með því að kaupa súrkálspakka, skrifa ljóð aftan á hann og skila honum aftur í búðina. Ég verð að segja að það eru fáar myndir sem hafa haft jafn mikil áhrif á mig og þessi en Per Cristian Ellefsen lék Elling snilldarlega. Það versta við myndina voru brandararnir sem eru greinilega bara norskur einkahúmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Váááááá!!!!! The Fellowship of the Ring er tvímælalaust besta mynd ársins 2001. Það er mjög mikið rétt í þessu tagline-i, Hugarheimur Tolkiens var bók 20. aldarinnar nú er hann kvikmynd 21. aldarinnar. Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð ef ekki sú besta. Peter Jackson tókst sko aldeilis vel upp. Í byrjun var sýnt hverjir höfðu fengið hringinn en mér fannst fúllt að gátukeppninni var sleppt en vá gæði myndarinnar bættu það sko upp. Sagan byrjar á 111. afmælisdegi Bilbo Baggins, handhafa hringsins. Nú er komið að því að hringurinn fari annað og er hann látinn í vörslu Frodo Baggins (frænda Bilbo´s). Seinna í myndinni er föruneyti hringsins skipað af: Bilbo, Sam, Pippin, Merry, Legolas, Gandalf, Gimli, Boromir og Aragorn sent til að eyða hringnum þar sem hann var búinn til. Ég ætla nú ekki að segja nánar frá söguþræði myndarinnar en ég get alltaf sagt að hún sé algjör snilld! Þegar ég fór á Master card forsýninguna (12.des) var spennan rosaleg. Þegar myndin var búinn sveif ég út úr bíósalnum. Ég var búinn að sjá eitt af snilldarverkum kvikmyndasögunnar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Donnie Brasco
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd sem er byggð á sannsögulegum atburðum. Al Pacino einn besti leikari sögunnar leikur aðlhlutverkið og Johnny Depp leikur hitt aðalhlutverkið. Myndin fjallar um mafíuóssa sem Al Pacino leikur og Gimsteinasal/löggu sem Depp leikur. Pacino fær svo Depp til þess að ganga í mafíuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Knight's Tale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög slöpp og illa leikin mynd. Heath Ledger er aldeilis ekki að standa sig í þessary mynd. A Knight´s Tale er mynd með týpísku Amerískum og fyrirsjáanlegum endi og aulabrandarar koma mikið fyrir. Ég get ekki gefið henni meira en 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Schindler's List
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær kvikmynd sem gerist í seinni heimstyrjöldinni. Kvikmyndin er sannsöguleg og segir frá því að Oscar Schindler hafi bjargað mjög mörgum nasistum á erfiðum tímum fyrir þá. Myndin hlaut 7 Óskarsverðlaun þ.á. m. fyrir bestu mynd. Steven Spielberg fékk einnig Óskarsverðlaun fyrir frábæra leikstjórn sína. Sannarlega kvikmynd sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd sem er byggð á samnefndri skáldsögu Mario Puzo. Myndin fjallar um Corleone mafíufjölskylduna. Þar er fremstur í flokki don Vito Corleone (Marlon Brando). Synir hans í myndinni eru margir en þeir eru: don Michael Corleone (Al Pacino), Santino Sonny Corleone (James Caan), Freddie Corleone (John Cazale) og Tom Hage (Robert Duvall). Mafíufjölskyldurnar 5 standa í eilífum hefndum í myndinni vegna stórrar skothríðar sem var hrjáð á don Vito Corleone. En því verður reynt að koma í lag með því að boða til fundar. The Godfather er leikstýrð af Francis Ford Coppola og ég gef heni pottþétt fullt hús stiga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raiders of the Lost Ark
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Raiders of the Lost Ark er núna pottþétt besta Indiana Jones myndin. Harrison Ford fer á kostum sem dr. Henry (Indy Jones) en ofbeldið í myndinni er algjört grín. Í myndinni er hann að reyna að komast yfir týndu örkina en Rene Belloq og nasistar eyðileggja mikið fyrir honum. Ég gef henni 3 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
GoodFellas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mafíumynd með sjálfum Robert DeNiro. Henry Hill (leikinn af Ray Liotta) segir frá stórbrotnu undirheimalífi sínu og undarlegri sýn sinni á fangelsi. Að mínu mati er Goodfellas besta mynd Martin Scorsese þótt hann hafi nú gert margar góðar. Myndin var tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna þ.á. m. sem besta mynd, en fékk aðeins ein. Þau fékk Joe Pesci sem besti leikari í aukahlutverki. Frábær mynd sem ég mundi ekki missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miss Congeniality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki svo slæm mynd. Sandra Bullock er hér sem Gracie Hart/Gracie Lou Freebush í sinni bestu mynd. Hún þarf að taka þátt í fegurðarsamkeppni vegna sprengjuhótunar. Hún tekur þátt sem miss New Yersey. Myndin getur verið fyndin á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Pie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

American Pie 2 er bara vitleysa sem maður getur stundum hlegið að. Ég bjóst nú hinsvegar ekki við öðru þegar ég fór á myndinna þannig að það er allt í lagi. En ég held að allir gætu nú skemmt sér yfir henni á einhvern hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
True Crime
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar slæm mynd og ein versta mynd sem Clint Eastwood hefur leikið í. Hann leikur hér lögreglumann sem kemst að því að maður sem hlotið hefur dauðadóm sé saklaus sólarhring áður en dómnum á að verða framfylgt. Það allra versta við myndina er ótrúlega fyrirsjáanlegur endir. Eftir að hafa horft á hálfa myndina veit fólk alveg hvernig myndin mun enda. Myndin er einnig frekar langdreginn sérstaklega í lokin. En ágætar senur koma inn á milli þannig að ég gef henni 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær draugamynd með Nicole Kidman í aðalhlutverki. Dag einn banka þrjár manneskjur upp á hjá Grace (Nicole Kidman) og segjast vera nýja þjónustufólkið. Grace fattar stuttu síðar að hún átti eftir að auglýsa eftir þjónustufólki en Bertha Mills segir að þau hafi starfað sem þjónustufólk í húsinu fyrir nokkrum árum síðar og það hafi verið bestu ár ævi þeirra. Grace á tvö börn sem eru með ólæknandi sjúkdóm. Börnin heita Anne og Nicholas en vegna sjúkdómnum þeirra mega þau aldrei vera í birtu. Eina ljósið sem þau þola er kerti í krukku. Í húsinu hennar eru 50 dyr og 15 lyklar ganga að þeim en alltaf þegar maður gengur í gegnum dyr í húsinu þarf maður að læsa þeim aftur. Maður Grace dó í stríðinu en börnin hennar halda að hann sé enn að berjast í því. Myndin er ein sú besta sem komið hefur út á árinu og minnir mikið á The Sixth Sense. Ég gef henni næstum því fullt hús en það versta við myndina var hvað hún var lengi að enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Thin Red Line
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð og eftirminnileg stríðsmynd með frábærum leikurum í aðalhlutverkum. Myndatakan og leikurinn eru frábær í myndinni. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 1998 en fékk hann ekki. Mjög góð mynd sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær stríðsmynd undir leikstjórn Steven Spielberg sem fékk Óskarinn fyrir hana. Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns og Matt Damon fara allir á kostum. Myndataka Janusz Kaminski er líka algjör snilld. Og tæknibrellurnar í byrjunaratriðinu á ströndinni voru einnig ótrúlegar. Að mínu mati er Saving Private Ryan ein besta mynd sem gerð hefur verið og sú besta sem gerist í seinni heimstyrjöldinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dinosaur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög vel gerð mynd tölvuteiknimynd en söguþráðurinn er allt of væminn og leiðilegur. Myndin er um stóra risaeðlu sem elst upp hjá allt öðrum ættbálki risaeðlna (sem eru ekki einu sinni risaeðlur). Ef þú ert eldri en 10 ára tel ég ekki miklar líkur á því að þér muni líka þessi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð endursýn Tim Burtons á myndinni Planet of the Apes. Myndin er mikið öðruvísi en frumgerðin. Myndin fjallar um geimfarann Leo sem brotlendir á plánetu. Hann sér fljótlega að það eru talandi apar sem ráða ríkjum þar. Þar eru líka mannfólk en það er næstum allt þrælar og þjónar. Leikurinn í myndinni var ekki mjög góður en myndin var mjög skemmtileg og spennandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð spennumynd. Haley Joel Osment leikur litla 8 ára strákinn Cole Sear mjög vel og Bruce Willis er ekki slæmur. Myndin er um Cole Sear sem á sér leyndarmál. Hann sér dáið fólk eins og það sé lifandi. Það truflar hann mjög og mamma hans sér að það er eitthvað að og leitar til sálfræðings. Það er bara spurning hvort sálfræðingurinn geti einhvað hjálpað honum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bedazzled
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alls ekki góð mynd. Söguþráðurinn er algjör þvæla myndin er um mann sem selur djöflinum sál sína fyrir sjö óskir. Brendan Fraser og Elizabeth Hurley eru einnig slæm. Ég gef myndini eina og hálfa stjörnu því maður getur hlegið að sumum bröndurunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín mynd um tvær leyniskyttur sem hefja einvígi í Stalíngrad orustinni. Leikararnir standa sig alls ekki vel og Jean Jaques Annaud er ekki nú ekki besti leikstjóri eða handritshöfundur sem ég veit um. En í heildina er myndin fín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shakespeare in Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög vel gerð og vel leikin kvikmynd en samt of langdregin. Gwyneth Patrolw hefur sennilega aldrei leikið jafn vel og hún gerir í myndinni. Myndin fjallar um Shakespeare sem þarf að semja kómedíu fyrir drottninguna og verður ástfangin í leiðinni. Alls ekki slæm mynd fær þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fugitive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær spennumynd með Harrison Ford í aðalhlutverki. Hér leikur hann mann sem er sakaður (saklaus) fyrir að hafa drepið konuna sína. Í myndinni er hann á flótta og reynir með ýmsum aðferðum að breyta útliti sínu tila lögreglan þekki hann ekki. Myndin kemur svo sterklega á óvart í endann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Erin Brockovich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd sem er byggð á sönnum atburðum um baráttukonuna Erin Brockovich. Julia Roberts fer á kostum í hlutverki hennar og Albert Finney er líka mjög góður. Myndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna meðal annars sem besta mynd ársins 2000 og að sjálfsögðu var Julia Roberts tilnefnd og fékk óskarinn en það reyndist vera sá eini sem fór til myndarinnar. Steven Sodherberg leikstjórinn er núna einn sá besti Hollywood þá sérstaklega eftir þessa og Traffic en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir þær báðar. Góð mynd en samt svoldið langdregin á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Con Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn ein léleg mynd frá hinum glataða framleiðanda Jerry Bruckheimer. Myndin er hundleiðileg og óspennandi. Þeir Nicholas Cage, John Cusack og John Malckovich eru alls ekki að sýna sínar bestu hliðar. Mynd sem er alls ekkert annað en tímasóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vel gerð og vel talsett tölvuteyknimynd sem sleppur að mestu leiti við alla væmni. Hún fjallar um vinalega tröllið Shrek sem þarf að bjarga prinsessu úr höll sem dreki gætir til þess að losna við ævintýrafígúrur úr mýrinni sinni. Donkey sem er með honum allan tímann var ekki mjög lengi að ná góðum tengslum við Shrek. Þeir lenda svo í ótal skemmtilegum ævintýrum bæði með og án Fionu prinsessu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórkostlega vel heppnuð mynd byggð á einni af skáldsögum Stephen King. Frank Darabount skrifar handrit og leikstýrir og alveg eins og þegar hann gerði The Shawshank Redemption er myndin byggð á skáldsögu eftir Stephen King. Tom Hanks leikur hér mann að nafni Paul Edgemcomb í myndinni er hann hundrað og eitthvað ára og segir vinkonu sinni frá ári úr lífi sýnu. Árið 1935 var hann fangelsisvörður í dauðadeild sem kölluð var græna mílan. Einn dag kemur einkennilegur fangi að nafni John Coffey í fangelsið því hann hafði drepið tvær ungar stúlkur. Ótrúlegir hlutir gerast á grænu mílunni þá daga. Ólíkar persónur og mis skemmtilegar eru frekar sérstakar í myndinni t. D þeir Eduard Delacroix, Billy the kid, Percy Wetmore og Mr. Jingles. Frábær mynd ein sú allra besta sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Íslenski draumurinn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki góð mynd um knattspyrnuáhugamann að nafni Tóti. Fyrrverandi kærasta hans verður fúl út í hann á meðan hann finnur leið á því að græða peninga með því að flytja Búlgarskar sígarettur inn til landsins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær spennutryllir í leikstjórn Jonathan Demme. Anthony Hopkins fer á kostum sem mannætan Dr. Hannibal Lecter og einnig Jodie Foster sem leikur FBI neman Clarice Sterling. Hannibal er brjálaður fangi og mun ekki verða sleppt út meðan hann lifir en annar brjálaður maður gengur laus og það þarf hjálp Hannibals til þess að finna hann. Þá þarf flytja Hannibal á annan stað á meðan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Witness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd með Harrison Ford í aðalhlutverki. Hér leikur hann lögguna John Book sem veit fyrstur af því að lítil amish drengur sem hafði komið í borgina með mömmu sinni hefur orðið vitni að morði. Amish drengurinn sér hann þá fljótt á mynd upp á lögreglustöð. Morðinginn kemst fljótt að því að Book veit af honum og líka að amish drengurinn er vitni að morðinu. Þá þarf Book að fara í felur og býr hjá amish fólkinu í langan tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
To Kill a Mockingbird
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd þar sem leikarinn Gregory Peck sýnir sínar bestu hliðar undir leikstjórn Robert Mulligan. Hér leikur hann lögmann sem tekur að sér að verja mann að nafni Tim Robinson. Margir leikarar fara á kostum í myndinni eins og John Megna og Brock Peters. Myndin fékk 3 Óskarsverðlaun þ.á.m. tilnefnd til 8. Mjög góð klassísk mynd og ein besta mynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Full Metal Jacket
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd Stanley Kubrick um Víetnamstríðið og æfingabúðirnar fyrir það. Í æfingabúðunum er engin miskun sýnd og þeir sem þar eru þurfa að glíma við erfiðar þrautir og er refsað herfilega ef þeim verða á mistök. En allir í æfingabúðunum ná nokkurn veginn að ráða við þær nema einn feitur maður sem er kallaður Gomer Pyle (Vincent D´Onofrio). Þá þarf aðalpersónan The Joker (Matthew Modine) að vinna með honum og reyna að hjálpa honum og kenna. Stjórinn er alltaf jafn harður en Gomer verður alltaf hinum til meiri vandræða en hápunktinum er náð þegar hinir í búðunum þurfa að taka alla ábyrgð á honum og þeim verður refsað fyrir hans mistök. Þá mun Gomer grípa til örþrifaráða áður en haldiðer út í sjálft Víetnamstríðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade Runner
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af betri framtíðarmyndum sem ég hef séð. Harrison Ford eltist við gervimenn 2019. Hann þarf að reyna að útrýma öllum gervimönnum af jörðinni. Myndin er mjög góð og spennandi. Allir hasarmyndaunnendur ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
15 Minutes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki verið sammála þeim sem skrifuðu á undan mér að 15 Minutes sé góð mynd. Margir frábærir leikarar á borð við Robert DeNiro og Kelsey Grammer leika mun verra en þeir hafa verið að gera. Myndin er samt um tvo glæpamenn sem koma til Bandaríkjanna til að ná í peninga sem þeir áttu inni hjá manni. Þegar maðurinn er búinn að eyða peningunum þá þurfa þeir að drepa hvern sem kemst á slóðir þeirra. Tvær löggur snerta mál þeirra á sitt hvorn háttinn. Og komast fljótt á slóðir þeirra. 15 Minutes fær ekki nema tvær stjörnur og á alls ekki skilið meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Butch Cassidy and the Sundance Kid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Paul Newman og Robert Redford eru frábært tvíeyki í þessari skemmtilegu mynd en ég er sammála honum sem skrifaði á undan mér að hún sé ofmetin. Myndin fjallar um tvo bankaræningja sem eru kallaðir Butch Cassidy og Sundance Kid. Sundance er ein besta skytta í villta vestrinu og Butch er hans helsti félagi. Þeir halda svo til Bólivíu ásamt unnustu Butch og halda þar áfram á sínu striki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cats and Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áður en ég fór á Cats and Dogs bjóst ég við mynd í alveg sama stíl og Babe. En það kom mér á óvart að sum atriðin voru algjörlega tölvugerð (eins og atriðið með mýsnar). En ég get nú ekki sagt að þessi mynd sé mjög góð en það voru fyndnir fimm aura brandarar í henni og hún var nokkuð skemmtileg í heild. Myndin er annars um talandi hunda og ketti sem eru miklir óvinir og etja nokkurs konar tæknilegt stríð sín á milli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær dramatýsk hasarmynd. Ridley Scott leikstýrir hér mynd eftir þriggja ára hlé. Síðast gerði hann myndina G. I Jane (árið 1997). Russel Crowe leikur hér herforingja sem verður fljótt þjóðhetja Rómar í orrustu. Meiri hluti þjóðarinnar lítur á hann sem hetju eftir hana. Þá sérstaklega keisarinn Markús Árelíus sem ákveður að útnefna hann sem eftirmann sinn. Þegar hann segir syni sínum Kommódus (Joaquin Phoenix) það verður hann að grípa til örþrifaráða til þess að geta orðið keisari. Russel Crowe fylgir hér eftir frábærum leik sínum síðan í The Insider og Joaquin Phoenix sýnir á sér glænýja hlið. Gladiator er meistaraverk sem enginn áhugamaður um kvikmyndir má láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dr. Hannibal Lecter er mættur aftur í frábærum spennutrylli. Anthony Hopkins fer aftur á kostum sem mannætan Dr. Hannibal Lecter. Núna hefur hann komið sér fyrir í Flórens á Ítalíu rúmum tíu árum síðar en hann slapp úr haldi. Allt í einu er mál Hannibals tekið upp að nýju. Clarice Sterling FBI lögreglukona (núna leikin af Julianne Moore) kemst fljótt á slóðir hans. Tvær aðrar persónur sem komu ekkert við sögu í Silence of the Lambs vilja ná honum einmitt á sama tíma. Ég bjóst ekki við myndinni svona góðri en hún nær samt ekki að feta í fótspor fyrri myndarinnar en nær henni samt alveg í spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Magoo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er synd að leikari eins og Leslie Nelson skuli láta draga sig út í algjöra vitleysu eins og þessa mynd. Hér leikur hann MJÖG nærsýnan mann að nafni Quincy Magoo. Hann þarf að ná gimsteini af manni sem heitir Peru Ortega. Ég mæli ekki með þessari mynd hún er ekkert nema tímasóun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inspector Gadget
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Afskaplega léleg og óraunveruleg grínmynd. Aðalleikarinn Matthew Broderick sýnir hér hvað hann kann lítið fyrir sér í leik. Ef ég þarf að gefa ástæðu fyrir því af hverju myndin fær þessa hálfu stjörnu er hljóðið og hljóðklippingin. Fyrir utan það finn ég ekkert gott við myndina þannig að niðurstaðan er hálf stjarna því miður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Doctor Dolittle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn ein leiðinda gamanmyndin. Eddie Murphy leikur hér dýralækni sem kemst að því einn daginn að hann getur talað við dýrin. Myndin getur stundum verið fyndin en það eru líka lélegir fimm aura brandarar í henni. Í heildina er myndin dauf og leiðileg en Eddie Murphy er ekki alslæmur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
L.A. Confidential
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær sakamálamynd með frábærum leikurum. Kevin Spacey og Russel Crowe leika venjulegar löggur í Los Angeles en Guy Pearce leikur löggu sem er mun heiðarlegri og klókari heldur en aðrar löggur. Danny DeVito leikur hins vegar klókan blaðamann Kim Basinger leikur hóru. Söguþráður myndarinnar er heldur flókinn en myndin er mjög vel gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casablanca
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar Casablanca var gerð voru þau Humphrey Bogart og Ingrid Bergman einar helstu Hollywood stjörnurnar. Þau sýndu svo sýnar lang bestu hliðar árið 1942 þegar Casablanca var gerð. Myndin gerist í borginni Casablanca í Marocco á meðan seinni heimstyrjöldin geysaði yfir alheiminn. Rick er svalur kráareigandi sem fær óvæntan gest í heimsókn einn daginn það er gömul kærasta sem hann kynntist í Paris. Ég hef ekki séð jafn góða svart-hvíta mynd síðan ég leigði Citizen Kane. Casablanca fékk þrenn óskarsverðlaun á sínum tíma þar á meðal fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn (Michael Curtiz).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tom Hanks sýnir sína bestu hlið sem Forrest Gump í þessari sprenghlægilegu gaman og ævintýramynd sem fer í flokk bestumynda sem gerðar hafa verið. Forrest Gump er með greindarvísitölu í kringum 70. Í myndinni situr hann á bekk og segir frá hlutum úr lífi sínu. Myndin er mjög vel gerð og leikurinn toppar allt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Loser
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ömurleg mynd með hinum glataða leikara Jason biggs í aðalhlutverki. Myndin er leiðileg, dofin, illa leikin og illa gerð. Jason Biggs leikur hér lúða sem byrjar í nýjum skóla og verður strax landmesti lúðinn í skólanum. En samt verður ein stelpa hrifin af honum og þannig er myndin Loser.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bridget Jones's Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög skemmtileg og fyndin mynd um hina klaufsku Bridget Jones. Það er mjög fyndið hvernig henni tekst alltaf að klúðra ástarmálunum og gera sig að fífli. Reneé Zellwegger sýnir frábæran leik í myndinni ásamt þeim Colin Firth og Hugh Grant. Mjög skemmtileg mynd fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Contender
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góður pólitískur tryllir með toppleikurum í aðalhlutverkum. Myndin fjallar ekki um minni mann en forseta Bandaríkjanna sem velur konu í embætti varaforseta. Maður að nafni Shelly Runyon gagnrýnir valið kröftuglega og reynir með lygum, svikum og prettum að fá annan mann í embættið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Elliot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fjöldi leikara fer á kostum í þessari bresku úrvalsmynd. Jamie Bell leikur hér strák (Billy Eliott) sem rekst einn dag inn á ballett æfingu og fær mikin á huga á þeirri íþrótt. En pabbi hans vill að hann æfi box svo hann verði maður með mönnum í myndinni er Billy að reyna að fá pabba sinn til að leyfa sér að vera í ballett. Það er söguþráður myndarinnar Billy Eliott sem fer í flokk bestu mynda ársins 2000.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scary Movie 2 er virkilega léleg mynd. Hún er ekki einu sinni fyndin. Næstum því allt sem er sagt í henni er tekið úr öðrum myndum þá aðallega hrollvekjum. Það má segja að Wayans bræður gera ekkert annað en algjöra vitleysu og þeir vita það örugglega sjálfir. Langversta mynd ársins og ég held að sá titill verði ekki tekinn af Scary Movie 2 á næstunni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rush Hour 2 er mun betri og fyndnari mynd en sú fyrri en er ekki alveg nógu góð. Chris Tucker leikur mjög fyndna og athyglissjúka persónu, reyndar svo athyglissjúka að maður tekur varla eftir Jackie Chan. Og handritshöfundur myndarinnar hefði mátt fínpússa handritið betur áður en hann skilaði því. En myndin er samt fyrirtaks skemmtun fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði beðið eftir þessari mynd lengi en hún stóðst alls ekki undir væntingum. Tomb Raider er enn ein bjarga heiminum myndin en nú er Lara Croft (Angelina Jolie) í því hlutverki. Hún þarf að ná þríhyrningi sem stjórnar tímanum. Myndin er nokkurn vegin samblanda af James Bond og Indiana Jones. En inn á milli koma skemmtileg hasar atriði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lawrence of Arabia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lawrence of Arabia er meistaraverk David Lean. Hún fékk 7 Óskarsverðlaun á sínum tíma þar á meðal sem besta mynd! Myndin er mjög löng (212 mín) en það er allt í lagi því myndin er frábær. Myndin gerist í fyrri heimstyrjöldinni. Peter O´Toole leikur venjulegan mann að nafni Lawrence. Þangað til hann verður hetja Breta í Seinni Heimstyrjöldinni. Ég mæli eindregið með þessari mynd, hún er mjög góð og með toppleikurum af þeim má nefna Peter O´Toole, Alec Guinnes og Anthony Quinn. Frábær mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Evolution
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Evolution er mynd um tvo prófessora þá Harry og Ira. Þeir verða með þeim fyrstu látnir vita að loftsteinn hefur lent á jörðinni. Þeir skoða hann daglega og komast að því að það er líf í honum frá öðrum hnetti og ekki bara það heldur lífverurnar þróast á nokkrum dögum í það sem tók mennina marga milljarði ára. Myndin hefur þá galla að vera illa leikin og þetta er enn ein bjarga heiminum mynd, en hún er engu að síður mjög fyndin og skemmtileg!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good, the Bad and the Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær vestri mynd með Clint Eastwood í aðalhlutverki. Clint Eastwood leikur töffarann Blondy í þessari mynd sem inniheldur frábærar senur og ekki skemmir tónlistin fyrir. Hörkugóð mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Breakfast at Tiffany's
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd sem Audrey Hepburn fer á kostum í. Hún leikur hér konu sem sker sig úr frá öðrum. Myndin er bæði skemmtileg og góð. Ég gef henni 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Cell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Misheppnuð hrollvekjumynd með Jennifer Lopez í aðalhlutverki. Myndin er um konu sem þarf að bjarga lífi annarar konu með því að fara inn í hugarheim morðingja. Jennifer Lopez ætti frekar að halda sig við gamanmyndirnar því hún er frekar léleg í þessari mynd. Ég gef The Cell því aðeins eina og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
12 Angry Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábært réttardrama með góðum leikurum. 12 menn eiga að ákveða hvort einn drengur sé saklaus og hér er það spurning um líf og dauða. Myndin heldur áhorfendum í spennu alveg þangað til dómur er kveðin upp. Myndin gerist næstum öll í sama herberginu því sem kviðdómendur ákveða dóminn í. Frábær mynd sem ég mæli eindregið með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Parents
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Meet the Parents er um mann sem fer til foreldra kærustu sinnar eina helgi til að biðja um hönd hennar. Han er þar eina helgi og á meðan gerast ógleymanlegir atburðir. Robert De Niro er frábær í þessari mynd. Ég mæli eindregið með henni því hún er þokkalega fyndin og skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Famous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær saga um strák sem fær það verkefni að skrifa grein í Rolling Stone tónlistartímaritð. Hljómsveitin sem hann á að skrifa um heitir Stillwaters. Á meðan kynnist hann stelpu að nafni Penny Lane. En það var miklu meira að skrifa um en tónlistina!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
BASEketball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi grínmynd er alveg sorglega leiðileg og illa gerð! Myndin er um tvo hálfvita sem finna upp á nýrri íþrótt hafnakörfubolta. Ég mæli ekki með þessari mynd hún er alveg HRÆÐILEG!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good, the Bad and the Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær vestri mynd með Clint Eastwood í aðalhlutverki. Í myndinni er hann alltaf kallaður Blondy. Aðrir leikarar í aðalhlutverki eru þeir Lee Van Cleef (Angel Eyes) og Eli Wallach (Tuco). Myndin er um þá Tuco og Blondy sem lenda í mörgum ævintýrum við að finna 200 þúsund milljónir Bandaríkjadala. Í leiðinni koma þeir sér upp á kant við Angel Eyes. Myndin er mjög skemmtileg og ekki skemmir tónlist Ennio Morricone fyrir. Ég gef henni fjórar stjörnur hiklaust!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Save the Last Dance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar misheppnuð og væmin mynd um stelpu sem var að dansa ballet en hætti þegar mamma hennar dó. Þá flyst hún til pabba síns sem býr í Suður Chicago og þar kynnist hún strák sem fær hana til að dansa Hip-Hop og kveikir dansáhuga hennar. Semsagt söguþráðurinn er hræðilegur og myndin leiðileg en leikararnir þau Julia Stiles on Sean Patrick Thomas eru fín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crouching Tiger Hidden Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get lýst þessari mynd með einu orði: snilld. Þetta er frábær mynd. Þyngdaraflslausu bardagasenurnar eru ótrúlegar. Myndin gerist í Kína og er um bardagamann sem ætlar að draga sig í hlé og gefa goðsagnakennt sverð sem hann átti en þá upphefjast ótal ævintýri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei