Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Love Don't Cost a Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd, sérstaklega útaf því að ég er búinn að sjá þessa mynd áður. (Það er að segja þetta er léleg blökkumanna útgáfan af myndinni can´t buy me love frá árinu 1987 með Patrick Dempsey og Amanda Peterson.) Nema með örlitlu breittu sniði. Ástæðan fyrir því að ég gef þessari mynd ekki nema 1/2 stjörnu er sú að það vantaði allan karakter, hlutirnir gerðust aðeins of hratt og maður kynntist ekki neinum í þessari mynd nema föður drengsins sem var hreint út sagt massaður og skilaði sínu en ekki nóg til að hækka stjörnugjöfinna þar sem hann er ekki aðalsögupersónan í myndinni, aðrir leikarar voru lélegir nema fyrir utan eitt og eitt atriði sem skiptu engu fyrir þessa mynd. Ég mæli ekki með þessari mynd en smekkur manna er misjafn. Ég kalla þessa mynd waste of money.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Butterfly Effect
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin fjallar um dreng sem elst upp hjá móður sinni. Hann upplifir nokkra hræðilega atburði í æsku sinni sem hann hefur ekki vitneskju um,vegna skammtíma minnisleysi sem hann þjáist af. Af sökum þessa minnisleysis byrjar hann að skrifa dagbók. Mörgum árum seinna fer hann að glugga í eina af sínum dagbókum og rifjast þá upp fyrir honum ákveðnar skuggahliðar frá æsku sinni, sem eiga eftir að hafa áhrif á allt hans líf.

Meira vill ég ekki segja til þess að eyðileggja ekki myndina. Myndin er í alla staði mjög vel gerð, allir leikarar fannst mér skila hlutverki sínu sem skildi. Ég mæli eindregið með þessari mynd og gef henni fullt hús stiga vegna trúverðuleika.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Intolerable Cruelty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er án vafa ein verst leikna mynd sem ég hef séð lengi og svo er söguþráðurinn ekki uppá marga fiska ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd coen bræðra ég bjóst við einhverju meira en þessi mynd skilur ekkert eftir sig bara ein af þessum hollywood myndum sem eiga þennan leiðinlega hollywood endir ég held að þessi mynd sé bara peningaeyðsla fyrir utan sjokkið sem ég fékk við að horfa á þessa leiðinlegu mynd þá er það ekkert miðað við sjokkið sem ég fékk við að lesa umfjöllunina á þessari mynd herna á kvikmyndir.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei