Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Cat in the Hat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einkuninn sem þessi mynd fær á erlendum kvikmyndavefum segir meira en mörg orð. 2.8 myndi tákna ein stjarna hérna en ég vil einungis gefa henni hálfa. Auðvitað er ég ekki kannski nákvæmlega í þeim markhópi sem þessi mynd er stíluð inn á en samt sem áður hef ég haft mikið gaman af fjöldanum öllum af barnamyndum frá t.d. disney og pixar. Satt best að segja veit ég ekki almennilega fyrir hvað myndin á að fá þessa hálfa stjörnu, í allar þær 78 mínútur sem hún er í sýningu er söguþráðurinn flatur og í raun hálf leiðinlegur til lengdar, betur hefði verið búin til 10 mínútna stuttmynd og frumsýnd í morgunsjónvarpinu. Mike Myers tekst því miður ekki að halda þessari mynd uppi og verð ég að lýkja þessum punkti ferils hans við það þegar Roger Moore endaði sinn í Charlies Angels eða þegar snillingurinn Bill Murray gerði lítið úr sér í framhaldi sömu myndar. Hann hefur þó eflaust fengið borgað eitthverja væna fúlgu fyrir þetta þannig ég reyni mitt besta tli að sýna honum skilning. Þótt maður vilji kannast við aðra leikara í myndinni eins og t.d. Alec Baldvin, Kelly Preston og Sean Hayes (úr Will & Grace) þá tekst engum þeirra að stela senunni og vildi ég í raun óska þess að mér hefði tekist eins og kærustunni að sofna bara yfir myndinni og losna því við þá niðurlægingu sem þessi mynd var fyrir þessa ágætu leikara. En svona þegar upp er staðið þá verður maður víst að sættast við það að þessi mynd var ekki gerð fyrir mig heldur fyrir smáfólkið og ef einhverjir foreldrar eru tilbúnir að takast á við þetta með börnunum sínum þá eiga þeir gott hrós skilið því það á myndin svo sannarlega ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei