Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hostel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér ætlar höfundur að taka svo stórt upp í sig að segja að hér sé komin ein skelfilegasta og óhugnarlegasta mynd seinni ára! Þessi nýjasta afurð snillingsins Quentin Tarantino´s (Pulp Fiction, Kill Bill, Reservoir Dogs) og leikstjórans Eli Roths er sögð halda hörðustu mönnum í fósturstellingunum.


Myndin segir frá þremur félögum (en einn þeirra er einmitt Íslendingur í myndinni og er leikinn af Eyþóri Guðjónssyni) á sem leggja upp í ,,road trip til Austur-Evrópu. Þeir koma í lítinn smábæ í Slóvakíu og ákveða að hvílast þar í nokkra daga og skoða sig um. Þeir eru ekki lengi að hrífast af bænum þrátt fyrir að börnin í þorpinu séu harðir glæponar og að annar hver maður tali ekki ensku því kvenfólkið er ekki af verri endanum og virðist elska þessa framandi drengi! Eitthvað virðist þó vera að þegar þeir taka að hverfa einn af öðrum og að lokum stendur aðeins einn þeirra eftir. Hann einsetur sér að finna félaga sína og gerir það í afskekktri verksmiðju í útjaðri þorpsins þar sem menn koma hvaðanæva að úr heiminum og fá að pynta, pína og myrða gegn gjaldi!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei