Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Bewitched
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bewitched er rómantísk gamamynd sem fjallar um þau Jack Wyatt (Will Ferrel) og Isabel Bigelow (Nicole Kidman). Jack er þekktur leikari sem er að gera endurgerð af sjónvarpsþáttunum Bewitched (1964-1972) og þarf leikkonu í aðalhlutverk. Sú sem verður yrir valinu er Isabel, en einnig vill svo til að hún er alvöru norn.

Ferrel er þekktur fyrir aulahúmor úr öðrum mynda sinna, og verður engin breyting á hér, þar sem persóna hans er aulaleg og bókstaflega treggáfuð. Kidman er hins vegar fáguð í öllum leik og er sérstaklega skemmtilegt að sjá þessa tvo menningarheima kvikmyndanna mætast hér. Þessi mynd státar af góðum húmor og er karakter föður Isabel, Nigel Bigelow (Michael Caine) mjög skemmtilegur og túlkar Caine hann vel. Mæli með þessari fyrir góða skemmtun.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stealth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stealth er ekta vísindaskáldskapur sem á að gerast í náinni framtíð. Þar sem að tölvustýrð orrustuþota er í prófun hjá bandaríska hernum, nema hvað að þotan hættir að hlýða skipunum og stjórnar sér sjálf.

Þar sem þetta er bandarísk mynd er hún stútfull af tæknibrellum, sem oft virka mjög vel en geta verið yfirþyrmandi á köflum. Myndataka er yfirleitt mjög hröð í háloftasenum og vill stundum verða of hröð, þannig að maður verður að hafa sig allan við til þess að missa ekki bókstaflega af atburðarrásinni áður en hún þýtur af skjánum. Leikur er hinn þokkalegasti og á mjög góða spretti inn á milli. Þegar allt er tekið í reikninginn þá er þetta hin þokkalegasta mynd og góð skemmtun. Ég myndi segja 2 og 1/2 stjarna, en þar sem ég fíla myndir um flug, þá fær myndin 1/2 stjörnu í plús, bara fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei