Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



In the Cut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þar sem ég er mikill aðdáandi Jane Campion eftir að ég sá Piano í fyrsta skipti, sem er að mínu mati meistarastykki, varð ég fyrir miklum vonbrigðum með In The Cut. Var spennt að sjá Meg Ryan (sem ég held mikið uppá) bregða útaf venjunni og taka áhættu í öðruvísi hlutverki en því miður náði þessi mynd mér engan veginn. Mér fannst illa farið með, sem hefði geta verið, ágætis söguþráður. Sumir karekterar eru ekki nógu hnitmiðaðir, t.d karekterinn sem Kevin Bacon leikur er frekar í lausu lofti dreginn! Hefði vilja sjá hans hlutverk stærra og skýrara í myndinni, (Bacon fer reyndar mjög vel með hlutverkið og það á vel við hann að leika geðsjúkling!)

Hvorki fannst mér eldheitt ástarsamband Meg Ryan og Mark Ruffalo vera nógu grípandi né morðmálið sem leiddi þau saman, sem flaug svolítið út og suður og vantaði alla tilfinningu í!

Karekter Ryan nær þó að halda sér nokkuð vel í gegnum myndina,þó persónan sjálf sé ekki uppá marga fiska og langt frá því að vera spennandi, en hún fer ágætlega með hlutverkið, en Ruffalos karekter er frekar mislukkaður, á að vera cool og harður nagli en missir flugið all verulega og í heildina fannst mér hann heldur flatur gæi.

Jennifer Jason Leigh er skemmtilegasti karekterinn og fer frábærlega með “lauslátt” hlutverk hálfsystur Ryan, lifandi innslag í frekar þunnt andrúmsloftið.

Tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar er mögnuð og heldur nokkrum atriðum á floti, hann á hrós skilið fyrir sitt framlag.


Nei! ég var ekki í vondu skapi þegar ég sá myndina…………var jákvæð og full tilhlökkunar.

Ég náði einfaldlega ekki myndinni.!


Niðurstaða: Sjáðu hana frekar á videó og ekki búast við miklu!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei