Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Swept Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er að vinna á videoleigu hér á Akureyri og þar fær maður jú afslátt af myndunum sem til eru. Ég var ekki mikið fyrir að horfa á myndir eða leigja mér spólu, en þar sem þetta er vinnan mín núna hefur það aukist töluvert.



Ég sá í tölvunni að Swept Away DVD diskurinn hafði aldrei verið leigður þannig að ég tók mér það bessaleyfi að leigja kvikindið og sjá hvort hún væri eins hryllilega slæm eins og gagnrýnendur segja. Auk þess sem ég er harður Guy Ritchie aðdáandi. Allavegana þegar ég var búinn að dusta af henni rykið og spila hana einu sinni yfir, gat ég ekki skilið hvað var svona slæmt við þessa mynd.



Þetta er jú enginn yfirburðar leikur, enda var ég ekkert að sækjast eftir því. Ég hef séð slæmar myndir sbr. Battlefield Earth og þessi er alls ekki í þeim hópi. Ég vil meina að frægt fólk líkt og Madonna sem fer af sínu sviði, í þessu tilfelli tónlist, sé lagt í einelti af kvikmyndagagnrýnendum úti í heimi og það þori engin annar að mótmæla þeim. Sumsé, mér fannst hún mjög fín og fínasta afþreying þó svo að ég hafi séð mun betri myndir frá meistara Guy Ritchie.



Ég er lítið fyrir að segja frá myndum líkt og aðrir gagnrýnendur, því þegar ég er búinn að lesa gagnrýnina þá finnst mér eins og að ég sé að fara að horfa á myndina til að sjá plottið þar sem ég er búinn að lesa allt annað í mogganum.



Ég legg til að fólk kippi þessari mynd með þegar það fer út að leigja sér mynd þar sem hún fer að verða gömul á flestum videoleigum og er með ansi skemmtilegum endi, a la Guy Ritchie.



2 og 1/2 stjarna

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei