Gagnrýni eftir:
The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Yfirleitt hef ég mjög gaman af heimsendamyndum og vísindaskáldskap. Þessi mynd getur flokkast undir bæði en gerði lítið annað en að pirra mig með afspyrnu slæmu handriti, hryllilegum samtölum og dýrkun á Bandaríkjunum og þeirra hetjum.
Nú er ógnin ekki utanaðkomandi heldur hefur kjarni jarðar hætt að snúast. Því verður auðvitað hópur af bandarískum hetjum að bora sig niður að kjarnanum og hrista duglega við honum.
Handritið finnst mér ómerkilegt og engill leikaranna á góðan dag.
Tæknibrellurnar voru bara í meðallagi og það eina sem á skilið þessa hálfu stjörnu sem ég gef myndinni eru dularfullu atburðirnir sem gerast áður en vísindamennirnir átta sig á því hvað er að gerast; fólk með gangráða dettur dautt niður og fuglar fljúga stjórnlaust á allt sem fyrir þeim verður.
Mæli ekki með henni nema ykkur leiðist virkilega mikið og myndin sé á mánudagskvöldi á RÚV.
Spy Kids 3-D: Game Over
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað skal segja? Fyrsta Spy Kids myndin kom mér ótrúlega á óvart. Ég hef ekki séð aðra myndina en ákvað strax að skella mér á þessa með fjölskyldunni því að ekkert okkar hafði séð bíómynd í þrívídd.
Myndin sem slík er ekkert til að hrópa húrra yfir. Strákurinn gerði lítið annað en að fara í taugarnar á mér með ofleik fyrri part myndarinnar en svo virtist myndin ná mér niður á sitt plan og ég fór að njóta einfaldleikans og tæknibrellanna.
Þrívíddartæknin var sniðug en spurning hvað áherslan á hana hefur dregið mikið úr gæðum handrits og leikstjórnar.
Ég hafði mjög gaman af því að sjá hve myndin náði að veita góða innsýn í tölvuleiki og Sylvester gamli Stallone var magnaður í hlutverki vonda, vonda leikjameistarans. Ricardo Montalban var flottur í hlutverki afans sem naut tölvuleiksins til fullnustu. Einnig átti Elijah Wood frábært (stutt) innlegg í myndina.
Myndin fær tvær stjörnur hjá mér, er mun lakari en sú fyrsta en má vel hafa gaman af henni ef hún er ekki tekin of hátíðlega.