Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Eternal Sunshine of the Spotless Mind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með tveimur vinkonum mínum og okkur öllum fannst hún ömurleg, reyndar löbbuðum við út í hléinu. Einnig heyrðum við aðra tala um í bíóinu hvað hún væri leiðinleg. Við skiljum ekki hvað fólk sér við hana og segir að hún sé frábær gamanmynd. Það var ekkert fyndið í henni. Hún fjallar um Joel sem hittir Clementine og þau verða ástfangin. En sambandið gengur illa svo þau láta eyða minningum um hvort annað úr minni sínu. Þetta virðist kannski spennandi en myndin er hræðileg. Ef ykkur langar mjög mikið til þess að sjá hana myndi ég frekar taka hana á spólu heldur en að eyða 800 kr. Mér finnst Jim Carrey skemmtilegur leikari en ég skil hann ekki að leika í þesari mynd. Kannski erum við vinkonurnar með öðruvísi kvikmyndasmekk en allir aðrir en við mælum ekki með henni, allavega ekki fyrir unglingsstelpur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Secondhand Lions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Secondhand lions er æðisleg mynd! Hún fjallar um tvo gamla karla(Michael Caine og Robert Duvall)sem einn daginn þurfa að passa frænda sinn (Haley Joel Osment). Karlarnir eiga fullt af peningum sem þeir eignuðust á dularfullan hátt á meðan þeir voru á ferð um heiminn í 40 ár. Segja þeir stráknum af ferðum sínum sem voru oft mjög skrautlegar. Lenda svo karlarnir og strákurinn í mörgum ævintýrum!

Myndin er oft mjög fyndin og þetta er skemmtileg hugmynd að söguþræði. En mér fannst hún stundum of væmin, en bandarískar myndir eru það nú oftast. Sérstaklega fannst mér Robert Duvall leika vel og auðvitað Haley Joel Osment. Það er alveg rétt að þetta en vanmetin mynd en ekki láta hana fram hjá ykkur fara!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei