Gagnrýni eftir:
A Sound of Thunder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá... þessi mynd á ekkert skilið nema hauskúpu sem segir allt sem segja þarf! Labbaði út í hléi því þá var ég búinn að fá nóg af steypu og lélegri kvikmyndagerð í bili. Ótrúlegt hvað menn eru að taka sér fyrir hendur í hollywood þessa dagana. Horfið frekar á Bahcelorinn þó það sé algjör horbjóður því JÚ hann er skárri. Spurning um að lögsækja Warner Brothers fyrir að plata mann á svona vitleysu. Framtíðartryllir eins og hann gerist verstur!
Takk fyrir :)
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á LOTR:FOTR 1. janúar 2002 með mjög mikilli eftirvæntingu vegna þess sem að bókin er snilld og allar
umfjallanir sem ég hafði lesið um hana hljómuðu upp á fjórar
stjörnur. Ég held ég hafi aldrei séð eins flotta leikmynd og landslag og tæknibrellur í mynd að það á alveg skilið fjórar stjörnur. Þetta er alveg frábært efni sem er farið illa með!
Leikurinn hjá flest öllum er góður en myndin heldur ekki alveg
nógu vel upp spennu allan tímann og inn á milli koma gloppur sem standa í svona korter og ekkert gerist nema væmið kjaftæði.
Ég ætla rétt að vona að næstu tvær verði ekki eins slæmar.
Og í stórum dráttum er þessi mynd góð en langdregin, vel leikin, góðar brellur og aðeins of mikið af þessu væmna.
En hvet samt sem flesta til að sjá þessa mynd.
Takk fyrir.
American Pie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Klisjukennd og úrmul mynd um fjóra stráka sem ætla sér að ná að sofa hjá stelpu á lokaballinu. Aðalega óþekktir leikarar sem eiga margt eftir að læra. Mæli alls ekki með þessari mynd fyrir fjölskyldur og eldra fólk. Einhæf mynd með neðri hluta húmor.