Gagnrýni eftir:
Fahrenheit 9/11
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er mjög mikill bush hatari og allt það en það sem ég segji núna segji ég sem hlutlaus maður. ÞESSI MYND ER BULLANDI SNILLD!!!!! Ég hef aldrei séð heimildamynd sem hefur vakið upp svo miklar tilfinningar áður. Hún var fyndin, sorgleg, vakti upp reiði og gleði. Snillingurinn Michael Moore fer hérna á kostum og allir ættu að sjá þessa mynd. Og núna hætti ég að vera hlutlaus. Mér finnst ótrúlegt að fólk sé að segja að 90% af þessari mynd sé lygi því Moore lagði oftast fram skotheldar sannanir til að sanna mál sitt og held ég að mest af þessari hörðu gagngrýni komi frá frekar hlutstæðum aðilum. Sumir Bandaríkjamenn halda að þessi mynd fái Evrópubúa til að hata BNA ennþá meira en svo finnst mér ekki vera. Eftir að ég sá þessa mynd þá lærði ég að hata bara bandarísku stjórnina og þá sem eru tengdir henni í staðinn fyrir bandaríska lýðin eins og ég átti til að gera áður fyrr. Hann Moore sýnir fram verstu hliðar bandaríkjann og hinar góðu sem fær mig til að vera mjög ósammála þeim heilaþvegnu halfvitum sem segja að Michael Moore sé föðurlandssvikari. Eitt þótti mér sorglegt að sjá að þetta meistaraverk var komið með bara tvær og hálfa stjörnu hérna á kvikmyndir.is mörgum vikum áður en myndin var svo mikið sem forsýnd hérna á íslandi, skamm skamm. Þessa mynd ættu allir að sjá hvort sem þið eruð Bush hatarar eða Bush sleikjur. Hún fær hiklaust 4 stjörnur frá mér.
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Bruce Almighty er mjög fyndin og skemmtileg og handritið gott og leikurinn góður hjá Jim Carrey, Morgan Freeman og Jennifer Aniston. En það versta við myndina er væmni hluti hennar og þetta endalausa mikilmennskuæði hjá Bandaríkjamönnum t.d. auðvitað á guð að vera Bandarískur. Með þessari mynd er höfundurinn nokkurnveginn að gefa í skyn að kristni trúin sé eina rétta trúin, sem gæti skapað frekar mikla óánægju hjá öðrum trúarflokkum. Það virðist sem framleiðundirnir hafi ekki gert neitt til að komast hjá mótmælum trúarflokka (en þeir höfðu guð svartann svo fólk fari ekki að gagnrýna þá fyrir að halda að guð hljóti að vera hvítur) Þrátt fyrir það er myndin hin besta skemmtun þótt hluti skemmtilegustu atriðanna var sýndur í trailernum.