Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Universal Soldier: The Return
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bíddu hvað er fólk eiginlega að segja hérna?? Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum!


Þetta er tvímælalaust konungur þeirra B-mynda sem ég hef séð um ævina, one-linerarnir eiga að vera kúl en eru einfaldlega hlægilega skrýtnir og leikararnir hafa greinilega ákveðið að vera ekkert að leggja of mikið á sig, enda algjör óþarfi.

Það er augljóst að mesta vinnan hefur verið sett í slagsmálin hérna og jæja... aksjónið á alveg sínar stundir, maður stendur sig að því að finnast þetta flott öðruhvoru.


Bill Goldberg stendur upp úr, skemmtilega misheppnaður leikari að öllu leyti, en stór og mikill gaur sem er býsna góður í að berja á fólki á svalan hátt. Hefði verið flottur B-myndaleikari fyrir 15 árum en á tæpast eftir að meika það í dag vegna ósanngjarnra krafna nútímafólks um að leikarar geti farið með línur á sannfærandi hátt.


Ef maður hefur húmor fyrir svona myndum þá er þessi hin besta skemmtun, en fyrir alla muni vertu búinn að fá þér 1-2 bjóra fyrst =)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hversu góð var myndin?

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég að að mæla það, ég var langt í frá skjálfandi af spennu í sætinu eða hlæjandi að hverju einasta atriði... Hinsvegar held ég að ég hafi aldrei áður farið út úr bíósal eins gjörsamlega sáttur við myndina sem ég var að horfa á og ég gerði þegar ég var búinn að horfa á Lost in Translation núna á mánudaginn.


Bill Murray er fullkominn í þetta hlutverk og ég mun héðan í frá fara á allar þær myndir sem Scarlett Johannson leikur í :)Fyrir Murray er þetta ekki ósvipaður karakter og hann lék í snilldinni Rushmore, og ég efa stórlega að nokkur annar leikari hefði getað farið betur með þetta. Maðurinn er frábær!


Scarlett Johansson (sem var að ég held 18-19 ára þegar myndin var tekin upp en leikur þó nokkuð eldri stelpu - í flestum myndum er það nú öfugt) virðist líka vera ófær um að gera mistök (það mæðir reyndar minna á henni en Murray) og ekki skemmir fyrir að þetta er ein allra fallegasta stelpan í bransanum í dag, dálítið öðruvísi en þessar venjulega Hollywood stelpur og bara betri fyrir vikið.

Eiginlega langar mig ekki að hrósa því hvernig þau léku, því ég skynjaði aldrei að ég væri að fylgjast með fólki leika. Þetta var bara svo... eðlilegt og raunverulegt.


Útlitið er mjög flott - Tokyo í allri sinni stórfurðulegu dýrð - en það sem gerði útslagið hjá mér var tónlistin, hún er svo rétt eitthvað að það er hreint ótrúlegt. Svona Á þessi mynd bara að hljóma.


Fólk skiptist alveg í tvær fylkingar yfir Lost in Translation, og það er líklega ekkert skrýtið þar sem í raun gerist frekar lítið í henni... en það er bara svo ljúft að fylgjast með því gerast. Ég hvet fólk a.m.k. eindregið til að fara á hana, það er til mjög mikils að vinna ef myndin höfðar til þín, en aldrei hægt að tapa meiru en 800 kr þó hún geri það ekki.


Og ég held ég geti ekki annað en skellt mér aftur á hana á morgun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei