Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef aldrei verið neitt mikið fyrir stríðsmyndir og fór því með hálfum huga á Enemyu at the Gates. Ég sé ekki eftir því. Þetta var mjög fín mynd sem hélt athygli minni allann tímann, og það get ég ekki sagt um allar stríðsmyndir. Leikurinn var fínn, sérstaklega hjá Jude Law. Aldrei þessu vant eru bandaríkjamenn ekki í aðal hetju hlutverkinu, og það er stór plús. Það er spurning um það hversu margar stríðsmyndir þeir gera gert án þess að fara að endurtaka sig. Allavega mæli ég með þessari mynd, líka við þá sem eru ekki fyrir stríðsmyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Forrester
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem kunna að meta góðar myndir með engum blóðsúthellingum og hasar heldur bara skemmtilegri sögu, góðum húmor og mjög góðum leik. Sniðug hugmynd sem er listavel útfærð og leikararnir standa sig með prýði. Ég hef alltaf verið aðdándi Connery, og hérna er hann í essinu sínu. Rob Brown fer lika mjög vel með sitt hlutverk og saman gera þeir myndina alveg meirihátar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei