Gagnrýni eftir:
The Devil's Backbone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Af einhverjum astæðum virka ekki kommurnar a tölvunni þannig að það verður bara að hafa það.
Eg hef verið spenntur að sja þessa mynd siðan eg heyrði fyrst um hana. Periot draugamyndir eiga mikið upp a pallborðið hja mer þannig að þetta var mikill fengur.
Guillermo Del Toro (Mimic, Blade 2) hefur her gert frabæra kvikmynd sem er erfit að skilgreina. Það er hægt segja að þetta se draugamynd og það er lika hægt að segja að þetta se striðs drama sem vill svo til að hafa draug sem eina personu.
Myndin fjallar um Jamie sem er skilinn eftir a munaðarleysingja hæli i spænsku borgarastyrjöldinni og tekur hann strax eftir að það er ekki allt með feldu þar a bæ. hann þarf að kljast við frekar skapillan husvörð sem gerir honum lifið leitt og aðra drengi sem bua a hælinu og til að bæta grau ofan a svart kemur til hans draugur sem vill að hann hjalpi ser að hvila i friði.
Guillermo hefus skapað ansi grimman heim og gefur ekkert eftir þott um born se að ræða, strið ser engan mun a konum eða bornum. Hann veltir ser upp ur mannvonsku sem sprettur upp a erfiðar timum og hellir þvi öllu yfir a þau sem eiga minnst erindi i strid.
Frabær myndataka, frabær hljoðblöndun og drungalegt andrumsloft gera þetta að mjög ahugaverðri mynd sem flestir kvikmynda ahugamenn ættu að reyna að sja við fyrsta tækifæri.
Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vanilla Sky er endurgerð á spænskri spennumynd Abre Los Ojos eða Open your eyes, eftir Alejandro Amenábar (The Others). Leikstjórinn Cameron Crow og Tom Cruise flippa saman aftur eftir þeir gerður Jerry Maguire við góðar undirtektir hérna um árið.
Núna hef ég ekki séð frummyndina af þessari þannig að ég get ekki borið þær saman, en hún er reyndar að koma á video bráðum ef ekki nú þegar, þannig að ég get loksins séð hana.
Cruise leikur David Aames, lífsglaðan glaumgosa sem nýtur lífsins við að gera sem minnst, lifir af því sem látinn faðir hans byggði, peningar og fyrirtækið sem hann rekur.
Eftir að snarbilað viðhald tekur hann í smá bíltúr sem endar á vegg fyrir neðan brú og skilur hann eftir afmyndaðan í framan byrjar líf hans að brotna niður. Hann byrjar að missa raunvöruleika skinið smátt og smátt og hann veit ekki hverjum hann á að treysta. Það eina sem heldur honum á jörðinni er Soffia (Penélope Cruz) stúlka sem hann kynntist fyrir slysið en smátt og smátt byrjar það traust líka að molna og á endanum er maður að spyrja sjálfan sig Hvað í fjandanum er í gangi
Vanilla Sky reynir sem mest að vera mind fuck mynd og tekst það bara nokkuð vel, manni er alltaf komið á óvart og maður veit ekki alltaf hvað er hvað. Endirinn fannst mér soldið ódýr eftir hvað sem kom á undan var ágætt en ég hef heyrt að myndinn sé mjög lík frumgerðinni þannig að ég get ekki kennt Hollywood um það. Byrjunar atriði myndarinnar er líka ansi áhrifamikið, ef maður hefur ekki séð það á tíu mínútna fresti í sjónvarpi eins og ég gerðí áður en ég sá hana.
Maður getur svo ekki annað sagt en að maður hafi verið annsi stoltur við að heyra í Sigur Rós í myndinni, en hún á þrjú lög í henni.
Margir eiga eftir að segja að Tom Cruise sé með snildar takta í þessari mynd og að hann sé óhræddur að vera fox ljótur mest alla myndina. Hann hefur aldrei virkað sem merkilegur leikari á mig og það breyttist ekki með þessu. Penélope Cruz, sem endurtekur hlutverk sitt úr frummyndinni, er bara Penélope Cruz, stendur þarna með stanslausan undrunar svip og sætan hreim. Æ ég veit það ekki, hún er öruglega betri leikona á spænsku. Sú leikkona sem kom mér mest á óvart og á bestu settningu myndarinnar (settning sem margan manninn langar að heyra frá henni), er Cameron Diaz sem leikur hina snarbiluðu Julie, fuckbuddy'ið hans Cruise. Það er ótrúlegt hvað hún getur verið sexí og scary á sama tíma. Jason Lee leikur svo vin hans Cruise. Það er alltaf gaman að sjá hann í bíó en hann plumar sig betur í gaman hlutverkum.
Þetta er ágætis kvikmynd sem lætur mann tala um hana eftir á og það er alltaf gott.
Along Came a Spider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einhvern veginn hef ég verið frekar neikvæður um þær myndir sem ég hef tjáð mig um og ekki verður breyting af því í þetta skiptið. Along came a spider er annar nagli í lík kystu ferils Lee Tamahori sem hefur ekki gert góða mynd síðan Once were wariors og kannski Mulholland Falls. Þessi mynd er ekkert annað en upphafin sjónvarps mynd sem fer oftast beint á vídeó hér á landi. Flest í myndinni fór í taugarnar á mér þó aðalega hversu ódýrt allt var í kringum plottið og lausnin á því. Leikararnir reyna gera það besta sem þeir hafa úr að moða en þó er ég mjög hrifin af Michael Wincott og það var gaman að sjá gamla B-mynda kónginn Michael Moriarty talandi eins og hann væri blind fullur mest allan tímann. Kvikmyndatakan var fín, ekkert of flott og tæknileg úrvinnsla fín, fyrir utan frekar óraunvörulegt bílslys í byrjun myndarinnar. Sem sagt þá er þetta mynd sem á heima á vídeó.
The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja að ég fór á þessa mynd með svolítilli eftirvæntingu, góður leikstjóri og traustir leikarar. Ég var búinn að heyra bæði gott og slæmt um þessa mynd og nú verð ég að segja að ég er sammála þeim síðari. Þessi mynd sem byrjar svo vel og bryddar upp á fínum senum og fallegu umhverfi er svo gölluð að ég átti bara ekki orð. Ég hafði það á tilfinningunni að það vantaði helling í myndina, ég var allan tíman að spyrja mig af hverju flestir gerðu það sem þeir gerðu og fóru þangað sem þeir fóru. Kannski er ameríski dreyfingar aðilinn sem dreyfir myndinni hingað búinn að klippa hana eitthvað til, til að gera hana hæfari fyrir vestræna áhorfendur. Ekki láta einhverja evrópu cinema snobbara plata ykkur að þetta sé miklu betra en eitthvað Hollywood drasl því þetta verður ekki meira Hollywood en þetta.
Spy Kids
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Spy Kids er mynd sem Robert Rodriguez er búinn að vera með í maganum í mörg herrans ár, allt frá því að stúdíóin byrjuðu að henda í hann peningum, þannig þetta er ekkert sem hann hefur gert til þess að fá smá salt í grautinn, ónei. En svo virðist sem hann hafi geymt hana of lengi í maganum og hún skemmst aðeins. Ég hafði heyrt fína hluti um hana og séð að hún hafði gengið mjög vel í USA, þannig að væntingar mínar voru soldið hávaxnar. Ég er búinn að bíða eftir góðri ævintýra mynd um langt skeið eða síðan ég sá meistarverkið Goonies á níunda áratugnum. Goonies er besta ævintýramynd sem gerð hefur verið að mínu mati og margir hafa reynt að toppa hana en engum tekist. Ég hélt að ef einhver gæti toppað hana þá væri það Robert Rodriguez. Ég hefði átt að vita betur. Það sem aðalega plagar þessa mynd er þessi helvítis Politicaly-correct-saturday-morning ógeðs boðskapur sem tröllríður henni alveg til Færeyja. Það er ekkert að því að upphefja fjölskildu gildin en að troða þeim svona framan í mann er of mikið að því góða. Plottið er einfalt og bíður upp á góða hluti en Robert fer yfir um í fantasíunni þannig að maður kaupir aldrei það sem er að gerast. Svo er hún mjög furðulega klippt blessunin. Svo virðist sem leikstjórinn hafi filmað aðeins of mikið af ofbeldi og það verið fjarlægt því að manni fannst vanta stóra bita í myndina. Leikurinn er viðunandi, krakkarnir allt í lagi en flestir aðrir ofleika all verulega, þó mest Banderas, en sá sem stendur upp úr er snillingurinn Tony Shalhoup sem leikur einn af skúrkunum. Brellur eru frekar slappar upp til hópa þó mest make-up brellurnar frá KNB, sem máttu öruglega ekki gera neitt of raunvörulegt. Þannig þetta eru frekar mikil vonbrigði frá Rodriguez en það er vonandi að hann nái sér á strik með Once upon a time in Mexico. Svo vil ég nota þetta tækifæri og kvarta yfir hækkuðu miðaverði, 800 kall er of mikið í bíó.