Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



A Cinderella Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jáhá, þetta var svo ófyrirsjánlegt. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi enda haha :D Myndin er mjög góð að mestu leiti en er frekar barnaleg. Kannski skemmtirðu þér vel ef að þú ert á aldrinum 6 - 10 En annars þá er þetta frekar mikil klisja. Vonda stjúpan stóð sig ágætlega en þetta hlutverk hentar henni ekki. Bara svona til að koma því að hreint þá fór ég ekki á þessa mynd af mínu eigin sjálfsdæmi. Ég var nokkurnveginn nauðugur viljugur á myndinn með stelpu úr hverfinu mínu. En allavega. þá fóru 2 stundir úr lífi mínu fyir bý.. haha nei ég er bara að grínast. hún er sæmileg. Svo ekki sé meira rætt um það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AVP: Alien vs. Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

AVP. Eins og sumir kjósa að kalla hana. Ég veit ekki hvað skal segja. En ég et þó ekki hrósað grafíkinni á köflum, hún var ömurleg. Þetta var nokkurn vegin eins og 5 ára gamall krakki að leika sér að ofurtölvu, því að þeir réðu ekki við neitt. Söguþráðurinn sjáæfur byrjaði frekar þunnt. Mér fannst vanta alla dýpt og svona tengsl við karakterana. Þetta var eins og ef að við líkjum þessu við ritgerð. Það vantaði innganginn. Þó að ekki sé minnst á hvað þetta var allt frekar fyrirsjánlegt. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki séð fyrri myndirnar um Alien eða predator. En þrátt fyrir vanþekkingu mína þá hefði ég alveg getað átt góða stund í bíó. En ég var svona frekar hrifinn af sumum atriðunum. Og þar sem að ég var í góðu skapi þá skemmti ég mér ágætlega. Þetta er góð mynd til að skemmta sér í 2 tíma, en ekki til að sjá góðar tæknibrellur :D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

HP and the chamber of secrets er mynd sem hefur allt sem gæða mynd þarf að hafa. Spennu hasar ágætisleikstjórn og góðan leik. Myndin er mun betri en fyrsta myndin og skartar öllu því sem J.K Rowling lýsti í bókum sínum sem akkúrat myndirnar eru gerðar út frá. HP er sögupersóna sem þarf að glíma við sín eigin vandamál ásamt því að vera ein þekktasta persóna í sínum einkennilega galdra heimi. Það tekur á taugarnar og sýnir þessi mynd að því er mér finnst allt það sé ég hafði ýmindað mér með HP og stendur alveg undir væntingum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
EuroTrip
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eurotrip er mjög lík og forsprakki hennar Roadtrip og samsamar sé einnig mjög með American Pie myndunum. Eurotrip er mjög góð mynd og ég hvet alla með mjög góðan húmor og þá sem fíla súrrealisma að fara á Eurotrip. Einnig eru í henni atriði sem ekki eru við hæfi viðkvæmra og hvet ég ykkur þá bara að horfa undan. Þótt að söguþráðurinn sé kannski ekki einhver Lord Of The Rings saga þá er hún samt þess virði að fara á og skemmta sér konunglega. Liftu þér upp eina kvöldstund með því að skella þér á Eurotrip
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Last Samurai er mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Tom Cruse leikur tveimur skjöldum í herliði Japana, eftir að hafa verið handsamur af hinu mikklu stríðsköppum, samuraiunum. Myndin sjálf er mjög fræðandi sem og mikið stórvirki að geta framkvæmt öll þessi bardagaatriði. 1000undir manna eru í þessari mynd og sýnir það bara framkvæmdavald tölvunar. Þjóðmenning Japana hefur alltaf heillað mig og vona ég að þú sért hér sammál mér. Þú þarft líka að vera tilbúinn að horfa upp á blóðbað sem hefur áhrif jafnt á söguþráðinn sem og áhorfandann. Mér finnst Last Samurai vera með bestu myndum ársins. Ekki horfa á of margar tómatsósumyndir, það brenglar bara ímyndunaraflið. Skelltu þér í bardaga milli lífs og dauða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie's Angels: Full Throttle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gef Charlies angels 4 stjörnur aðallega úttaf að myndin hefur húmor sem auðvelt er að skilja þú þarft ekki að pæla of mikið og hún er eitt hasar atriði út í gegn. ég veit að það er kannski ekki klassa leikur þarna á ferð en mér finnst hún hafa margt sem aðrar myndir vantar. Hún er fullkomið framhald á fyrstu myndinni. Myndin er svona nýung á meðal annara mynda þetta hefur ekki sést voða mikið. Ég veit að fólk er ósammála mér en fólk hefur sýnar skoðanir og sjónarmið.!!!!!


óli
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd hafa allt til að bera. Nói albínói vekur fólk í rauninni til umhugsunar um tilvist fólks sem á í vanda. Lífið er ekki nefnilega ekki fullkomið. En maður verður að taka sér klukkutíma eða meira til að hugsa um myndina og nú finnst mér ég skilja Nóa.


Eftir myndina fór ég niður á Hlemm og sá þar róna og það fullan að auki. Hann var alveg að detta um sjálfan sig. Það fékk mig til að hugsa um það að það sem Nóa vantaði var einhvern sem gæti hjálpað honum út úr þessari sjálfsheldu. Hann var fastur í gildru föðurins. Möguleikar hans um að hann næði að komast út úr þessu lífi voru næstum engir. En það er samt ekki nóg. Maður verður einnig að leggja eitthvað á sig. Þetta minnir um margt á orð Morfeusar í The Matrix: I can only show you the door, you got to walk through it.


Hvað endi myndarinnar varðar þá held ég að ég geti aldrei sætt mig við endi á kvikmynd sem ég skil ekki. Því var ég nokkuð ósáttur við endinn fyrst, en nú skil ég hann. Nói hefur reynt allt sitt líf að vera einhver annar en hann er. Hann er fastur í sjónvarpinu. En um leið og snjóflóðið fellur uppgötvar Nói að hann verður einhver tímann að takast á við sitt eigið líf, en ekki láta það koma niður á sér.


Mitt mottó í lífinu er að taka öllu illu með góðu og að taka aldrei auðveldu leiðin því hún á aðeins eftir að koma manni í vanda, rétt eins og kom fyrir Nóa þegar hann ætlaði að flýja með því að ræna bíl. Þetta er það sem ég meinti með því að segja að ég þekkti ástand Nóa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei